sunnudagur, febrúar 26, 2006

Ég hef ákveðið...

Mitt þanþol er að þrotum komið,
og því hef ég ákveðið dálítið.
Hef hvort eð er verið að drolla og dóla
þessvegna ætla ég að hætta í framhaldsskóla...

...ég nenni ´essu ekki.

mánudagur, febrúar 13, 2006

Það er engu tekið alvarlega : Brotakenndar hugleiðingar og vangaveltur

Það er auðvelt að velta sér uppúr volæðinu og viðbjóðnum sem viðgengst í þessum veraldlega heimi, einnig telst það sport að velta því fyrir sér hver er rót alls hins "illa" og hvaðan hún kemur. Frá vestri segja sumir, að austan segja aðrir. Þetta eru trúarbrögðin, lýðræðið, fjölmenningasamfélögin, stjórnvöld, trúleysið eða lélegt uppeldi sem er orsök alls böls,, eymdar og reiðuleysi jarðarbúa, við má bæta ýmsar "hyggjur" og "ismi", s.s. fjöl-, afstæðis-, síðnútíma-, tómhyggja og fas-, kommún-, kapítal-, sósíalismi, svo fátt eitt sé nefnt.

Því hefur verið hent fram að vesturlandabúar fögnuðu aldamótum 20. aldar með miklu bjartsýni og voru vongóðir um bjarta og góða framtíð fyrir allt fólk í heiminum, enda var 19. öldin kvödd með nærri því engum beinum átökum. En því miður voru viðtökurnar þær að heimurinn þurfti að þola nær 90 ár af samfelldu stríði útum gjörvalla jörð. Tvær heimstyrjaldir sem báðar áttu, samkvæmt bjartsýnismönnum, að enda öll átök í heiminum. Fljótlega eftir seinni heimstyrjöldina tók við pólítísk og efnahagsleg refskák milli tveggja heimsvelda til austurs og vesturs sem kallað var kalda stríðið, því það voru aldrei bein átök milli þessara skákmanna (fyrir utan Kasparov og Fischer). Til að bæta ofaná bölið var efnt til stríð á móti fíkniefnaneytendum og -seljendum. Þannig að það var ekkert til sparað til að gera líf milljarða eins ömurlegt og hægt var og sá jörðina af óvildarfræjum framtíðarinnar, en uppskeran er rétt að byrja.

21. öldin var tekin með opnum örmum átaka í Afríku og Asíu og eitt ósýnilegt stríð í viðbót á móti vafasama hugtakinu "hryðjuverkamenn" í Miðausturlöndum og svo auðvitað áframhaldandi stríð gegn sófa-, sjónvarps- og playstation-kartöflupokunum og helgardjömmurunum. Ekki nóg með það, heldur byrjaði 21. öldin í afar einkennilegu andrúmslofti; ofsafengin kaldhæðni og írónía, einstrengisháttur, varkárni í formi árásargirni og ótrúlega einbeittur brotavilji valdstjórna útum allan heim til að viðhalda þessum forna við-á-móti-þeim-hugsunarhætti.

Ekki er óalgengt að í ýmsum fjölmiðlum og opninberum vetvangi er lýst yfir að hin og þessi atvik, hegðun og deilur eru siðferðisleg álitamál, stangist á við almennt siðferði eða jaðri á við hreina og beina siðblindu. Þó eru ólíkar skilgreiningar á siðferði og það er þannig í okkar daglega tungumáli að sum orð geta verið ansi torskilin, þokukennt og jafnvel óskiljanleg, en samt sem áður eru loðin og vafasöm hugtök notuð í ýmsum orðræðum manna á millum, viðkomandi einstaklingar vita jafnvel ekki um hvað er verið að ræða eða að hluti af hlustendum eða áhorfendum eru einfaldlega ekki viss um hvað deilan snýst í meginatriðum. Nú á dögum er megininntak ýmissa dægurfluga, s.s. Írakstríðið, Kárahnjúkavirkjun, ofurlaun framkvæmdastjóra og fleiri, talin tengjast góðu og slæmu siðferði. Spurninginn er þó hvað einkennir gott siðferði?

Hin víðtæka notkun á hugtökunum afstæðis- og fjölhyggja, sem í sjálfu sér má lýsa sem svo að “allir hafa rétt á skoðunum sínum og allir hafa rétt fyrir sér” jafnvel þó að álitsgjafar hafa litla sem enga þekkingu á þeim málefnum sem um er verið að ræða, er eitt af tveimur vandamálum í þeirri orðasennu sem einkennir vestrænt nútímasamfélag. Sumir telja það jafnvel ekki nauðsynlegt að afla sér upplýsingar um umræðuefnið en kjósa þess í stað að gaspra um málefnið rétt einsog að viðkomandi hafi allar upplýsingar á reiðum höndum, þó svo að hann hafi aðeins yfirborðsþekkingu á því, varla það, og reynir í kjölfarið að telja aðra trú um það að hann, sem álitsgjafi t.a.m. í útvarpi eða sjónvarpi eða öðrum miðlum, hafi einhverja óumdeilda sérþekkingu á umræðuefninu. Hitt vandamálið er að fáir hafa kjark til að játast undir vanþekkingu eða fáfræði á tilteknum málefnum, sem stemmir jafnvel af vankunnáttu á hugtökum, og eru afar hikandi við að viðurkenna það að skoðanirnar sem einstaklingurinn hefur gætu verið, eða eru, rangar og þar af leiðandi eru margir álitsgjafar og aðrir einstaklingar ófúsir til að endurskoða heimsmynd eða lífskoðun sína, enda getur verið sársaukafullt að viðurkenna misalvarleg mistök, fólk getur orðið sárt og reitt þegar óbeint er verið að segja að maður sé kjáni. Þetta er anginn af því sem ég kýs að kalla “póstmódernískur plúralismi”. Ég gerist sekur um þetta líka.

Sumir mundu ef til vill segja að póstmódernismi og plúralismi sé eitt og hið sama, það er bara ekki rétt. Í grófum dráttum er póstmódernismi einhvern megin á þá leið að "allir hafa rétt fyrir sér, þar af leiðir er allt rétt sem gert er" en fjölhyggja er þannig að "allir hafa rétt á skoðunum, þar af leiðir eru allar skoðanir réttar"

Fjölhyggja, eða plúralismi, er ein af meginstoðum lýðræðisins. Fjölhyggja gengur útá að fagna fjölbreytileikanum og er þannig séð ekki slæm stefna í sjálfu sér. Í stjórnmálum, vísindum og heimspeki felst þetta, í grófum dráttum, í því að taka allar skoðanir, kenningar og hugmyndir sem jafnar við hvor aðra, tína til ýmislegt handhægt úr þeim og þar af leiðandi sjóða saman ýmsar stefnur í eina. Eitt mantra sem heyrist gjarnan í dag er að “fjölbreytileikinn er af hinu góða” og í fljótu bragði getur maður alveg verið sammála því. Fjölhyggjan einblínir mjög á skeikuleika og brigðuleika mannsandans, eða öllu heldur fjölbreytileika einstaklingsins. En þó eru málin tiltölulega flóknari en svo að virða beri allar skoðanir, því að skilin milli rétt og rangt eru í dag orðin ansi þokukennd sökum öðru mantra um að það “beri að virða skoðanir annara” sem leiði til þess að einstaklingurinn hefur rétt á sinni skoðun jafnvel þó hún sé röng, enda geta rökstuddar skoðanir oft verið byggðar á rótgrónum fordómum eða kolvitlausum upplýsingum.


Annar angi af óljósu og þversagnakenndu siðferði virðist sem svo að vissir hópar fá að komast upp með næstum hvað sem er, oftar en ekki eru þessi hópar sagðir hafa einhver viss forréttindi og eru þar af leiðandi yfir aðra hafna. Þessir hópar eru orðnir furðulega margir. Þar kemur póstmódernisminn við sögu, en sú stefna felst í að efast í sífellu um það sem áður voru algild sannindi, munin á réttu og röngu, almenn mannréttindi, s.s. málfrelsi, tjáningarfrelsi, persónufrelsi o.s.frv. og í kjölfarið tekist að snúa algengum orðum og hugtökum á haus. Á margann hátt eru sumir atburðir sem er mikið í deiglunni í dag keimlík framtíðarsýn George Orwells í bókinni nítján-hundruðáttatíuogfjögur þar sem alræðistjórn réttlætir aðgerðir sínar með sífelldu óréttlæti og almennum sannindum hefur verið snúið á hvolf; friður er stríð, ást er hatur, sannleikur er lygi. Póstmódernismi neyðir fólk til að endurmeta viðtekin gildi, siði og venjur, jafnvel hugtök og algeng heiti, og einsog með plúralisman, er það ekki í sjálfu sér slæmt, en þetta ferli er í samt í sífelldri endurtekningu sem leiðir til þess að fólk þarf alltaf að endurtaka sig í sífellu.


Útfrá samspili milli tilfinningu og skynsemi felst hæfnin til að meta muninn á réttu og röngu. Samkennd og samviska er samspil milli þessara tveggja þátta. Gott siðferði er að færa fyrir góð rök fyrir skoðun, athæfi eða hegðun sem byggjast í grundvallaratriðum á þessum þáttum. Vissulega eru aðrir þættir sem spila inní siðferðið, s.s. uppeldi, menntun, umhverfi og aðstæður, en rökin hnígja að því að það sé samviskan og samkenndin sem spila stærstu rullunna í góðu siðferði. En þessi útgangspunktur getur verið efni í aðra vangaveltu: hvað eru góð rök?

föstudagur, febrúar 10, 2006

Stutt hugleiðing um ofurlaun og starfslokasamninga

Gullverð fer hækkandi á heimsvísu, og það er víst talið verið vísir að yfirvofandi heimskreppu. Vissir aðilar á Íslandi eru að fá gífurlegar fjárhæðir í rassvasann sem nema tugum þessvegna hundruði milljóna króna.

Tel það vera kjörið fyrir þá sem nenna og hafa tök á að athuga félagsleg og stjórnmálaleg tengsl þessa aðila sem fá þessar gígantísku fjárhæðir og einnig velta því fyrir sér hvort að hér sé ekki um stórfelldan peningaþvott að ræða.

Síðasta innlegg var tilefni til ljóðagerðar...

...mér fannst þetta hljóma svo vel.

Almenningsál(it)ið


Meinfýsni gráðugra ráðamanna hunsa raddir þeirra
sem mótfallnir eru þeirra ráðagerðum.
Og inná milli reiðra radda
byrjar óþolandi mantra að bergmála á ný:

Þetta er í höndum pöpulsins,
í næstu kosningum.

Almenningsálitið

Hvað gengur á fyrir ráðamenn í dag? Eru þessir menn heilaskemmdir? Vitfirrtir? Siðblindir? Allavega er lítil sem engin ráðvendni eða sæmd hjá þessu fólki, þessum fíflum og kjánaprikum.

Nú ætla ég að skella á mig gleraugum einfaldleikans. Ástæður þess að þeir eru að lýsa því yfir hver ofaní annan um framtíð stóriðnaðar á Íslandi er útaf tveimur ástæðum: Meinfýsni og græðgi. Hvernig öðruvísi er hægt að útskýra þetta pókerspil með náttúru landsins? Iðnaðarmálaráðherra lýsir því yfir að ekki er óhugsandi að eitt jafnvel tvö álver verða reist á næstu árum. Forsætisráðherra segir að nýta verði vatnsaflið, það er að segja að virkja það. Hví? Jú, fyrir þessi "hugsanlegu" álver sem munu rísa upp á næstu árum og verður gott fyrir hagvöxt í einu ríkasta landi í heimi (tja, 147?) sem sagt græðgi. Svo er þetta meinfýsni útaf því að raddir þeirra sem eru mótfallnir þessum ráðagerðum eru að vera háværari og fleiri, en inná milli reiðra radda byrjar óþolandi mantra að bergmála á ný: Pöpullinn getur ráðið úrslitum í næstu kosningum.

Ég legg til íburðamikilla sýninga í formi mótmæla. Ekki mæta með mótmælaspjöld fyrir framan alþingi, heldur heykvísla og kyndla og alls ekki standa einsog kindur fyrir framan staðinn, hafa læti og öskra, brenna dúkku sem er lík Halldóri eða öðrum ráðherra. Og ekki fá leyfi lögreglunnar til að mótmæla. Fjandinn hafi það, þessi vitleysa getur ekki og má ekki halda áfram.

Best að fara fylgjast aftur með þessum sirkus dauðans.

Ljósmynd #2

Þessi tiltekna ljósmynd er gegt ýktflott, sjáið litina, kontrastið milli leikenda og bakgrunnin, síðan má einnig glitta í þessa nett leyndu ádeilu á markaðshyggjuöflin. Ekki sakar hvað Ægir er ægilega hott.

Ljósmynd

Fór með myndir í framköllun og fékk það bæði á prent og á geisladisk. Þessar .jpg-myndir eru samt ekkert í megagóðri upplausn og þetta kostaði alltof, alltof mikið. Máski að maður fái sér bara eitt stk. stafræna vél.

Stóðst ekki mátið til að eipa aðeins í fótósjopp og "rómansera" þessa mynd sem sést hér. Afraksturinn er ekkert megaprófessjonal, en mér líkar áætlega vel við þetta ésúljós sem umlykur Kaktuzinn.

Ég skelli flest öllum myndunum á einhvern góðan stað, ófótósjoppaðar... þarf kannski að fótasjoppa mig á þessa mynd... hmmmm....

miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Hvað er málið?

Ég er eflaust búinn að tuða um þetta áður, margoft. En það hefur stundum hjálpað að tuða aðeins um vandamálin áður en maður vinnur úr þeim. Þó finnst mér að ég hafi tuðað um þetta tiltekna vandamál einusinni of oft og þó að ég hafi bætt aðeins úr skák, þá er það oftast bara tímabundið. Tímabundið varir kannski frá einni viku í tvo eða þrjá mánuði, en þetta er orðið afspyrnu slæmt núna.

Um hvað er ég að tala? Jú, skólann. Ég fæ mig ekki til að einbeita mér að neinu verkefni af viti, ekki einu síðan skólinn byrjaði í janúar. Þetta er óþolandi ástand, alveg hreint óþolandi. Maður ætti að vera kominn á þann aldur og kominn með vissa reynslu til að þetta ætti ekki að vera vandamál. Mig vantar einhverja stimúleringu, eitthvað til að drífa mig áfram. Sú stefna að klára stúdentinn er ekki nægileg stimúlering, örvar mig ekki neitt og ég er næstum á því að hætta þessu stússi og fara bara að vinna meira.

Ég er spá í að tala við námsráðgjafann í skólanum og útlista vandamálið eins vel og ég get, því ef fram heldur sem á horfir þá mun það taka mörg ár fyrir mig að klára þetta helvíti og ég nenni ekki að vera mörg ár í þessu.

mánudagur, febrúar 06, 2006

Ferðabóla

Já, nú er maður heltekinn af ferðabólunni alræmdu (eða ráfaralostann fyrir íslenska beinþýðendur). Ætli ég hafi ekki smitast af þessum sjúkdómi þegar ég tók mig til og skrapp til Englands nú fyrir stuttu ásamt fríðu föruneyti sem ég mun tjá mig um eitthvað síðar.
En einsog málin standa þá langar mig gjarnan til að eipa um Evrópu á bílaleigubíl, leggja af stað í júlí og það gæti jafnvel verið að maður toppi eipið með því að fara á Wacken, en áhuginn á þeirri hátíð hefur farið vaxandi undanfarin misseri. Spurninginn er hvort að maður ætti að manna sig upp í að fara einn eða hvort einhver/jir séu til í að eipa með mér...
Mín grófa ferðaáætlun er svohljóðandi: Fljúga til Heathrow kannski í annarri viku í Júlí, fá bílaleigubíl, keyra til Ulverston og heimsækja bróðir minn og skoða Vatnahéraðið, stoppa e.t.v. í 2-3 daga, keyra aftur til baka og fara Ermarasundgöngin til Frakklands, fara til París og tjekkitt í 2-3 daga, þaðan til Sviss, síðan til Austurríkis, Ungverjaland, Slóvakía, Tjekkland og tjekkittolát, síðan Pólland, Þýskaland og taka Berlín, Wacken, síðan Belgía og heimsækja einn félaga minn þar, kíkja til Hollands og skoða byggingar og síðan aftur til Englands via Frakkland og svo Heathrow. Vitaskuld má búast við töfum, þrefi og undarlegheit, en vona þó að þessi ferð muni vara í 3-4 vikur og einsog ég benti á, þá er þetta grófleg ferðaáætlun og má búast við að hún taki einhverjum breytingum. En það sem mun standa er Ulverston, Wacken og Belgía síðan verður unnið einhvernmeginn í kringum það ef einhverjir fúsir ferðafélagar koma með.

föstudagur, febrúar 03, 2006

Glöggir erindrekar

Hverskonar tilfinning hríslast um alþýðumanninn þegar stjórnmálamenn, diplómatar og aðrir pólítíkusar ná með undraverðum hætti að benda á hið augljósa, meira segja hugmynd sem hefur efalaust verið við lýði í mörg, mörg ár?

Hjá mér er það nett ónotatilfinning með smá keim af vandlætingu, en það er kryddað af smá von um að þessi ótrúlega hugmynd muni breiðast út einsog elding til allra annara stjórnmálamann, en sú von verður samt fljótlega að engu þegar litið er til vesturs í átt að NeóRómarveldinu með sína spikfeitu arðræningja, dusilmenni, almannatengla og lobbýista sem á augnabliki ná eflaust að kæfa þessa hugulsömu ábendingu í kaf með því að vitna í Adam Smith og Alan Greenspan og benda á óskeikulleika hinn heilaga frjálsa markað.

Hætta að selja vopn til Afríkuríkja?! Vá... hverjum hefði dottið það í hug? Ja, allavega er Dennis McNamara með hjartað á réttum stað og hausinn í lagi.

Tilgangslaust innlegg #78

Tjáningarmáti nei góður.

Setningafræði nei í lagi.

Hugmyndabanki nei fullur.

En þetta er allt að koma, þarf bara að fara á veglegt fyllerí já og eipa yfirum. Einnig get ég afsakað mig á þann hátt já að ég er bara viddlauhhhh.... já.