föstudagur, ágúst 20, 2004

Hver er skaðinn?

Gef mér leyfi til að koma með yfirlýsingu:
Ég reyki kannabis og ég skammast mín ekkert fyrir það!

Síðan spyr ég: Hver er munurinn á 200 manna uppsögn og á einum manni sem neytir kannabis?

Svar: Alhæfum aðeins. Þessir 200 eru fjölskyldumeðlimir, auk þess er þetta fólk fyrirvinnan á heimilinu. 200 sinnum 2 gerir 400, skellum inn 2 börnum per fjölskyldu, það gerir 800 manns. Segjum sem svo að þessir 200 manns þéni, tja, tæpar 200-300 þúsund krónur, þurfa að borga mat, reikninga, leigu/húsnæðislán (eða aðrar afborganir), bílalán, o.s.frv. Þegar þetta 200 fólk missir vinnuna þá er mikill skaði gerður, þetta fólk þarf að sækja um atvinnuleysisbætur sem nemur rúmar 90 þúsund krónur, einnig fær það barnabætur (sem er mismunandi miðað við aldur barnana) og kannski aðrar félagslega aðstoð. Þannig er hægt að gróflega áætla að þetta fólk fái sem nemur 130 þúsund krónur. En það þarf enn að borga sömu reikningana.

Einn maður sem reykir kannabis, borgar sem nemur 2000 krónur fyrir þessa vafasömu neysluvöru.

Í fyrra tilvikuni er athæfið allt í lagi sökum sparnaðar hjá einhvberju tilteknu fyrirtæki á vegum ríkisins, í seinna tilvikinu er athæfið ólöglegt sökum forræðishyggjulaga hjá þessu sama ríki. Þannig aðalspurninginn er : Hvað er verið að eyðileggja margar fjölskyldur?

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Bjólfskviða

Í byrjun september mun hefjast tökur á einni stærstu bíómynd sem hefur verið gerð hér á landi : Beowulf&Grendel.

Ekki bara það, þá mun ég fá eitthvað aukahlutverk sem einhver barbari. Aldeilis.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ólafur Teitur er fífl!

Hann kom í Kastljós um daginn til að ræða um Fahrenheit/911 eftir Michael Moore (þarna var líka Jakob Magnúson og einhver annar). Það fyrsta sem þetta nýja þjóðarfífl sagði um þessa mynd var "þetta er blekking" og ég er ekki frá því að hann hafi bætt við "og lygi." Ansi stór orð fyrir jafn ómerkilegan mann, neólíberalisti dauðans. Fífl. Já, stríð er blekking börnin góð, og ekki telst það hlutlaus skýring að sýna venjulegt íraskt og amerískt fólk (hermenn eða almennir borgarar) deyja fyrir málstað sem þau skilja ekki eða gera sér ekki grein fyrir því að þetta snýst um einhvern tilekinn málstað (gjöreyðingarvopn, saddam er hitler, fóstureyðingar og heiðingjar, en ekki snýst þetta um olíu). Já, stríð er blekking. Måske er ekkert stríð, måske er ekkert hungur, måske er enginn kynþáttahyggja og måske er enginn fátækt og ef til vill er enginn forseti Bandaríkjana, þetta er allt blekking. Ólafur Teitur bætist við hin langa lista af Íslandsfíflum fyrir þessi orð, en hann er eflaust umkringdur af góðum vinum og kunningjum á borð við Hannes Hólmstein Gissurason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Björn Bjarnason, Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og eflaust er hægt að finna fleiri til að bæta við listann. En þurfum við fleiri fífl, þurfum við virkilega hugsunarlausa simpansa sem lepja upp og apa allt eftir því sem einhverjir nýhyggju-frjálshyggjukapítalistar segja og gera? Sérstaklega ef það kemur sér vel fyrir einhverja vel valda og afar fáa pedófíla og morðingja? Veistu, nei ég bara held ekki. Senda þá til Rússlands, Suður-Ameríku eða Suður-Afríku og leyfa þeim að kynnast frjálsum markaði án þess að hafa kreditkort eða lífverði. Barnamorðingjar! Eru ábyrgir fyrir fleiri morð og vosbúð en Maó, Stalín og Hitler til samans, og kannski má henda inní kónum á borð Djengis Khan, Saddam Hussein, Pol Pot og Pinochet.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Er að fara byrja þýða aftur, nokkrir valdir kafla úr Stríðsdagar, ástarnætur, og hugsanlegt er að þessi bók komi út á Íslensku einhvern tímann á næsta ári.

Það sem lendir á íslenska skurðbrettið að þessu sinni er stafurinn M sem stendur fyrir Media, Movement og Myth. Fjölmiðlar, hreyfing, goðsögn.
Hugsunarlaus

En annars, hvað var ég að hugsa. Ég var í einhverri hugsunarhrinu, hugsandi hluti. Hvað í ósköpunum var ég að hugsa? Það tengdist vissum málefnum, kannabis, geðklofa, samkynhneigð, hreyfingar, byltingar, pælingar, hugmyndir. Þetta var eitthvað "train of thoughts," hugmyndalest sem skransaði allharkelga þegar ég stóð upp úr mínu móki í sófanum núna rétt áðan. Hvað var ég að hugsa, hvað fór í gegnum heilasellurnar, hvað leyndarmál alheimsins var ég að velta fyrir mér fyrir örstuttu síðan? Ef aðeins ég vissi.

Það er óþolandi þegar maður lendir í spennandi hugarheimum, eða rökræðir við hausinn á sér um athygvlisverðar aðdróttanir, alhæfingar, staðhæfingar, sannleika, kenningar og pælingar, einn uppí sófa, að um leið og manni dettur í hug að koma þessum vangaveltum á blað þá er maður búinn að gleyma þeim.
Að dást að dásemini

Mörg okkar dáumst að þeim byltingum og byltingaröflum í fortíðinni og margir telja að sagan sé fordæmisgildandi fyrir nútíðina og hvað koma skal í framtíðinni. Við bendum á það sem er að og hrópum í laumi yfir óréttlæti ríkistjórna, ráðamanna og annarra valdsmanna, og einnig komum við með hugmyndir yfir því sem betur má fara, hugmyndir sem við vitum en viðurkennum ei að munu aldrei verða framkvæmdar, nema að við komum því í framkvæmd. Það erum við sem eigum að vera fordæmisgildandi, en ekki atburðir sem áttu sér stað fyrir mörghundruð árum síðan og tug þúsund kílómetrum í burtu. Ef eitthvað er að, þá er það undir okkur komið að koma því í lag.
En við erum hrædd. Hrædd um mannorðið, hrædd um afleiðingar gjörða okkar, hrædd um sektanir og fangelsanir, hrædd við andlitslaus öfl sem munu kannski verða okkur og okkar nánustu að miska eða bana. Hræðsla sem hefur verið innleidd til að halda okkur á mottunni. Því hin dularfullu, ósýnilegu öf, sem eru nú bara manneskjur einso við hin, eru afar ötull í að benda á afleiðingar ýmissa einstaklinga: Jesús var myrtur fyrir að boða frið, ef þú boðar frið þá verður þú drepinn, þetta hefur verið endurtekið í næstum 2000 ár, undirstrikað með eldheitum járnflein, rökrætt fram og til baka á píslarbekk, heitar umræður á báli og íhugað af mörgum í járnfrúnni. En hvað er það sem kirkjan og ríkið hafa hamrað á undanfarin 2000 ár eða svo: Þegiði og hlýðið.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Operation : Blog Resurrection!

Já, það er, að ég held og nokkrum öðrum, kominn tími fyrir mig að reyna einhverskonar endurlífgunartilraunir við bloggið mitt, aðeins of seint fyrir heimlich-aðferðina. Einu sinni var það svo að það kom lífsmark einstaka sinnum upp á nokkra vikna fresti, en nú hefur það verið eitt lífsmark í hverjum mánuði síðan í apríl, held ég. Mitt blogscore er heil 87 á tæpum átta mánuðum eða svo. Vá, það er næstum 10 innlegg á mánuði. Atorkusamur... ha? Magnað? Nei.

Maður er búinn að vera í einhverri andlegri lægð undanfarna mánuði, manni hefur fundist að það hafi ekki verið neitt nýtt að frétta, ekkert nýtt að segja og ekkert nýtt til að bæta við. En vissulega er margt að frétta, margt að segja og margt hægt að bæta við, það hafa komið upp ýmist atburðir sem truflaði aðeins mitt mók þetta sumar.

Skrapp til London, þar sem ég innbyrti annað hvort löglegan eða löglega vafasaman vímugjafa, sem var fínt.

Mig dreymdi afar merkilegan og skemmtilegan draum. Það er erfitt að útskýra drauma, sama hversu ljóslifandi þeir geta verið í mínum huga meðan ég sef, í mínum draumaheimi. En fjórða júlí til fimmta júlí, dreymdi mig draum sem nú er orðinn minn uppáhaldsdraumur. Lýsingarnar eru dálítið "sketchy" og ansi erfitt að koma með smáatriðin, einsog útlit á manneskjunum, hvað þau sögðu og ýmislegt annað sem skiptir kannski máli eða skiptir engu máli. En málið með þennan draum að hann kom mér fyrir hugsjónir einsog ég væri virkilega á staðnum að gera þessa hluti, mér fannst þetta ósköp eðlilegt, þangað til ósköp óeðlilegir hlutir byrjuðu að gerast.

En hér byrjar lýsinginn á ýmsum atvikum, atburðum og umhverfi:

Ég var á röltinu með vini mínum, sem ég kem ómögulega fyrir mér þessa stundina, um koldimma nótt. Við gengum á stétt sem var staðsettur við "freeway" í risastórri borg. Það var ekki mikið af bílum, sem var einkenilegt. Borginn var blanda af ýmsum borgum og bæjum, strúkturinn einsog Reykjavík, dálítið handahófskennt, byggingar á hólum og hæðum, arkitektúrinn frá London og Amsterdam, múrsteinar og miðaldahús og síðan grænt gras, grænir hólar, græn lauf á fallegum trjám einsog í þjóðgörðum eða sveitabæjum á borð við Höfn, eða viss hverfi í Höfuðborgarsvæðinu. Það mátti einnig glitta í háhýsi og skýjakljúfur einsog í New York.
Við gengum saman, vinur minn og ég, framhjá frekar bröttum og götóttum hól, bakvið hólin voru margar byggingar. Síðan heyrði ég í hlátrasköllum fyrir ofan mig, og mér var litið á þennan hól. Í eini laut sá ég tvær persónur, stelpu og strák, á unglingsaldri, dálítið illa til fara, rifin föt, tætt hár, skítug í framan, en voru að skemmta sér vel. Ég skildi ekki strax af hverju, en þegar það byrjaði að neista úr kveikjara og glitta í krumpaða hálfslíters plast-gosflösku, þá gat ég áætlað að þessir krakkar voru að reykja kannabis, eða í raun hvaðsemer, því síðan tóku þau upp túpu og sniffuðu.
Stuttu seinna, sá ég rétt út úr auganu á mér, þriðju manneskjuna sem sat í annarri laut ekki langt í burtu. Þessi manneskja var aðeins snyrtilegri og rólegri, gallabuxum, hermannaskó, síðerma bol. Hann var kannski á þrítugs aldri með skolhært hár, rauðleit goatie á hökunni, barta og dálítið órakaður. Satt best að segja, og af ástæðum sem eru mér ókunnar, þá leit hann út einsog Birkir í I adapt, sem mér fannst dálítið einkennilegt í draumnum, yppti öxlum og ég héld áfram mína leið, labbað hægt og fylgdist með þessu fólki. Það leið ekki á löngu fyrren unglingarnir tóku eftir sama einstaklingi, og höguðu sér einsog þau þekktu hann, sem þau og gerðu. Þau voru að biðja um eitthvað, og hann hafði fyrst margt viskulegt að segja meðan hann gekk frá ýmsum vímugjöfum í þartilgerðar plastumbúðir, hegðaði sér einsog íslenskur "shaman", með ýmis varnaráð hvað má og má ekki gera. Síðan heyrði ég hann segja "meskalín",orð sem ég lét mig sperra eyrun og stoppa, snúa mér við og íhuga hvort ég ætti að kaupa mér meskalín hjá þessum skuggalega, en einkennilega, karakter.
Þessi díler fór síðan í hverfi sem var þarna rétt hjá, stelpan og strákurinn fylgdu með. Ég byrjaði að elta þau í gegnum þetta furðulega hverfi, fann þau síðan í húsasundi. Þetta var útvherfi sem var einnig þessi sérkennilega borgarblanda, raðhús úr múrsteinum, en raðhúsin voru öll í þvers og kruss, hálfgerð völundargöng. Ascher-leg. En í afar íslenskri umgjörð, í villtri náttúru. Mjög fínt hverfi, en það var samt þessi tilfinning að þetta væri hálfyfirgefið svæði, fáir á ferli og lítið um að vera.
En ég fann dílerinn, og vildi kaupa hjá honum "meskalín". Hann lét mig fá mikið magn af hvítum kögglum á meðalstóru viðarskurðbretti, ég þarf helst að mylja það sjálfur. Ég byrja að mylja, tek upp peningaseðill, rúlla honum upp og ætla mér að sjúga "meskalín" uppí nefið, þá koma smá gola og feykti hluta af meskalíninu af, ég reyndi að gefa því skjól svo að meira mundi nú ekki fjúka af, setti úlpuna mína yfir skurðbrettið, byrjaði síðan að hlaupa til að finna almennilegt skjól, enda kominn góður strekkingur. Mold, sandur og annað drasl blandaðist við meskalínið, þannig ég hendi mér niður, tók upp upprúllaðan peningaseðill og saug af öllum lífs og sálarkröftum.

Síðan byrjaði mér að líða einkennilega, orðinn dálítið léttur. Leit í kringum mig, og síðan fauk ég útúr þessu hverfi inní annað verra hverfi, síðan útúr því og útí sveit, á fullri ferð að fjöllum, stoppa þar, næ áttum. Stend, horfi uppí fjall, horfi uppí himinn, lít síðan niður og fýk síðan upp. Jörðinn byrjaði síðan að minnka og minnka, síðan byrjaði það að breytast og breytast afar hægt þangað til það myndaðist röð af bókum fyrir framan mig að ég tók eftir því að ég var kominn aftur inní herbergi og mér leið einsog ég hafði ekkert sofnað. Leit á klukkuna og hún var að vera eitt um nóttina, og fór að sofa klukkan hálf ellefu eða svo. Það fannst mér magnað.
Þar endar draumurinn minn.

Skrapp aðeins til Reykjavíkur. Þar var mér sýndur menningarviðburður í hjarta Reykjavíkur. Andspyrnu/róttæklinga/byltinga/jaðarhópar-spjallstofa, bókasafn og -sala. Bullaði alveg ósköp við eitthvað fólk sem ég þekkti. Keypti mér varning af ýmsu tæji (bækur og fleira). Skrapp síðan aftur heim til Hornafjarðar. Allsvakaleg ferð.

Er að fara til London aftur, síðan Kanada, síðan aftur London og þaðan heim. Inná milli verð ég vitni að giftingu og ýmist annað sem mun koma mér á óvart.

Þetta og fleira sem hefur drifið uppá mína ótrúlega nægjusama daga. Vissulega jaðrar þetta ekkert á við pakkfullt augnablikslíf, þar sem hver mínúta er undursamleg og viðburðartíkt, það er ekki einsog ég sé að ferðast á milli bæja til þess að berjast við forhertar forynjur af ýmsu tæji.

En jæja, ég ætla samt að passa mig að ofblogga ekki, en ég mun samt einnig reyna að vanblogga ekki of mikið.