þriðjudagur, ágúst 29, 2006

The littlest police-state that could...

Þegar íslenskar lögregluaðgerðir gagnvart erlendum og innlendum mótmælendum jaðra á við fasísk vinnubrögð (hleranir, hótanir, handahófskenndar handtökur), dóms- og kirkjumálaráðherra telur tímabært að það þurfi að stofna eða koma á fót einhverskonar leyniþjónustu/öryggislögreglu/greiningardeild því að "[v]ið getum ekki fyrirfram látið eins og önnur lögmál gildi um Ísland á þessu sviði en önnur lönd", þegar yfirmaður tollgæslunar, Georg Láruson, vill fá hríðskotabyssur á varðskipin útaf "hugsanlegri hryðjuverkarárás með litlum hraðskreiðum smábátum fylltar af sprengiefni [umorðun]", er þá ekki kominn tími til að staldra aðeins við og spurja örfáar spurningar? Hvað varð af þessari "friðsömu" þjóð? Hví er verið innleiða óþarfa hræðslu? Af hverju í ósköpunum ætti land sem ,samkvæmt alþjóðlegri könnun, er í 186. sæti yfir "lönd sem gætu lent í hugsanlegri hryðjuverkaárás", að verða fyrir "hugsanlegri hryðjuverkaárás"?
Tja... maður spyr sig.

föstudagur, ágúst 25, 2006

Ég er kominn heim

Já, afsakið, en ég er kominn heim.

Þessi nanó-innlegg eru orðin þreytandi, en sorrí, sættið ykkur við það helvítin ykkar.

Meira seinna.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Ferðin fer senn að enda...

Er í borginni Gent í Belgíu hjá honum Togga. Er á leiðinni til Amsterdam núna á eftir og mun síðan á morgun fljúga áleiðis til Bretlands og koma mér í vatnahéröðin, nánar tiltekið til Ulverston.

Það verður hugsanleg greinargóð ferðasaga, eða eins greinargóð og minnið leyfir, þegar kjeppinn verður kominn heim.

mánudagur, ágúst 07, 2006

WACKEN!

SHCLAFEN IS KEINE METAL!

FICKEN IST KRIEG!

SVENSKA TOTER FETAN!

Er í Berlín núna. Búid ad vera aegilega gaman. Er á lífi.

Kvedja
-Doddi