fimmtudagur, desember 30, 2004

Fékk nokkrar jólagjafir, einsog stundum gerist um jólin, og allar gjafirnar komu mér skemmtilega óvart, að einni gjöf undanskilinni, en það var bókin The Illuminatus! Trilogy, eftir Robert Anton Wilson og Robert Shea, ég hafði sérstaklega beðið um hana.

En sú gjöf sem gladdi mitt svarta hjarta var ævisaga mesta þjóðfélagaskrítiker ever, cynic með meiru, William Melvin Hicks, eða Bill Hicks, og bókin ber heitið American Scream: The Bill Hicks Story, og er eftir Cynthia True. Kláraði hana síðan á örfáum dögum, og varð nett pirraður yfir því að þessi maður, sem hafði verið að reyna koma sér á framfæri í næstum 16 ár, eða frá því hann var 16 ára, deyr úr jafn ömurlegum sjúkdómi og krabbameini (í brisi), og það á meðan hann var alveg á ystu nöf frægðar og frama. En, það þýðir ekkert að velta sér uppúr hlutum sem hefðu geta verið, svona varð þetta.

Einnig fékk ég Leiðin að lífshamingjunni eftir Dalai Lama... hmmm, já, gæti verið áhugaverð.

Af einhverjum ástæðum fékk ég Harry Potter-bindi, sem mér fannst einkennileg, en þó skemmtileg gjöf.

Ren&Stimpy safnið á DVD, sería 1&2, óklippt með nokkrum aukahlutum, mikil snilld, mikil snilld, sérstaklega Powdered Toast Man, en Frank nokkur Zappa talar inná fyrir "The Pope" ´Hey, I´m saved´

Síðan fékk ég tölvuleikinn Halo, sem gerði það víst afar, afar gott á Xbox, en eftir að hafa spilað hann og klárað, þá finnst mér það furða hvað er svona svakalega merkilegt við þennan leik. En ágætur er hann.
Nau, bara að koma nýtt ár. Vá. Alveg kyngimagnað, ótrúlegt, merkilegt og geng svo langt að segja alveg hreint og beint stórkostlegt. Ekki einsog þetta gerist á hverju ári!

Ójæja, en þið lið ég þakka fyrir það liðna og tek því nýja með opnum örmum.

fimmtudagur, desember 16, 2004

Fyllerísröfl á Kaffihorninu

Það er ekki ósjaldan sem maður ræðir við félaga sína hér á Hornafirði um ýmis, köllum það, viðkvæm málefni, einsog innrásina í Írak (ólögleg og ónauðsynleg) og aðdraganda þess þegar tvær flugvélar flugu á tvo turna þann ellefta september tvöþúsundogeitt (en margt bendir til þess að Bush-stjórnin eru viðriðnir því athæfi, máski ekki framkvæmd hana persónulega en lagt blessun sína yfir verkefnið og lagt smá pening í púkkið), einnig hefur maður viðrar gamla "kommúnistadraugin", og talað um jafnrétti og þvíumlíkt, meira segja talað um það að öll erum við manneskjurnar eins, en ekki menninginn.

Mér finnst það magnað að ræða við þá, því margir þeir sem ég tala við eru Sjálfstæðismenn (furðulegt hvað það eru margir sjálfstæðismenn hérna), einsog fyrr um kvöldið þá spjallaði ég við vin minn um 11.09.01, og bendi á athyglisverðar staðreyndir í sambandi við það, fjórar farþega-flugvélar sem fara nær samtímis af flugleið og eru á dóli í rúmlega klukkutíma eða lengur, án þess að enginn gerir neitt, engar f-15 þotur fyrren flugvélarnar voru brunandi flak í bland við líkamsparta, stál og steypu. Reyndi að benda á misræmið í því að BNA sem vænantlega var/er á farabroddi allra þjóða þegar kemur að landvörnum, gerðu ekkert fyrren það var búið að ráðast á landið, ekkert tekið mark á viðvörunum frá hinum og þessum leyniþjónustum, þ.á.m. bresku, þýsku og ísraelsku leyniþjónustunum, en sú Ísraelska, Mosad, er ein öflugasta leyniþjónusta í heiminum og ég býst við því að þær skýrslur sem koma úr þeirri stofnun og eru sendar ríkistjórna með skilaboð sem vara við hugsanlega árás, ætti að vera teknar alvarlega. Mótrökin frá þessum góða vini mínum voru á þá leið að kannski að eitthvað hafi farið úrskeiðis hjá FAA, einhver sofnað á verðinum og ekki gert sér grein fyrir því sem var að gerast fyrren of seint. Það er bara ekki rétt. Nokkrar spurningar

miðvikudagur, desember 15, 2004

Brátt koma blessuð jólin
Jæja, það eru að koma jól. En nýtt, en áhugavert. En er einhver, hvernig á maður að orða það, meining bakvið það að halda uppá gleðileg jól? Það má vera að þetta sé hátíð ljós (og Orkuveitunnar) en ekki friðar. Of mikil markaðshyggja, of mikil græðgi. Of mikil fátækt, of mikil eymd. Viðvarandi styrjaldir í allavega tveimur álfum...

En þessi tími er samt svona hálfgerður tími til að aðeins að létta af sér öllum áhyggjum og byrðum heimsins, hafa smá sjálfhverfa og eigingjarna hugsun og fagna því að maður er lifandi.
Dahr Jamail birtir fréttir frá "The heart of darkness", er talinn vera einn af fáu frjálsu og óháðu fréttamönnunum í Írak. Einnig er viðtal við þennan mann á Newtopia Magazine. Hugrakkur maður.

Listi yfir hina viljugu þjóða og rasskelling frá Salon.com (frá 21. mars 2003) um staðhæfingu Donald Rumsfeld um að þetta sé "móðir allra viljugu þjóða" eða eitthvað á þá leið. En 32 þjóðir sendur hermenn til Íraks ´91, en aðeins 3 þjóðir nú. En af þeim er 2 þjóðir sem hafa stanslaust verið að gera handahófskenndar og tilefnislausar sprengjuárásir á Írak síðan 1991.

mánudagur, desember 06, 2004

Bókalestur : Kafli 5.2

Bók sem er í lestri núna ber titilinn The Mismeasure of Man, eftir Stephen Jay Gould (P.hD). Tilgangur þeirra bókar er að hrekja allar niðurstöður af því er kallast vísindalegur rasismi, líffræðilegri löghyggju (biological deternism), þ.e. að kunnátta og viska felst í kyni, kynþætti og aldri. Það er farið í þetta mál í sögulegu samhengi og athugað vísindalegar niðurstöður ýmissa vísindamanna og "vísindamanna", s.s. Paul Broca, sem má teljast vera upphafsmaður í höfuðlagsfræði. Þessi bók, skv. inngangsorðunum, á vera aðgengileg almenningi fyrir utan tvo kafla eða svo. Virðist vera afar athyglisverð bók.

Annars var ég að enda við Slaughterhouse-Five eftir Kurt Vonnegut, sem er svakalega góð bók. En hún fjallar um William Pilgrim, rúmlega sextugan mann sem rifjar upp (ferðast í gegnum tíma og rúm einsog það er orðað) ýmiss atvik í lífi sínu, s.s. þegar hann lifir einn af í hræðilegu flugslysi, þegar hann var rændur af geimverum og sýndur í dýragarði, giftist konu sinni Victoriu, en þó snýst sagan aðallega í kringum hina hræðilegu sprengjuárás á Dresden í Þýskalandi sem varð rúmlega 140.000 manns að bana. En ástæða þess af hverju Billy byrjar að haga sér undarlega, einsog til dæmi með tímaferðir og geimverunnar, má rekja til stríðsins.

Shrödinger´s Cat Trilogy eftir Robert Anton Wilson er afar, afar athyglisverð bók, og krefst þess af mér að ég lesi hana aftur. Hún segjir frá nánast sömu karakterunum sem lifa mismunandi lífi í mismunandi samhliða heimum, en þessir samhliða heimar tengjast á einhvern hátt. Sögupersónurnar allar telja sig skilja útá hvað Köttur Schrödingers gengur útá. Sem er dæmi úr skammtafræði, og ég ætla ekki að þykjast að ég skilji það eitthvað, en það sem ég tel mig vita er að skammtafræði er afstæð stærðfræði10. En Köttur Schrödingers er rannsókn sem felst í því að köttur er lokaður inní boxi, og það er sett visst mikið magn af eitri í kassan (blásýra eða plútóníum), eitrið á að vera nóg til að bæði drepa köttinn og ekki drepa köttin, síðan er dæmið reiknað út, og svarið við dæminu er á þá leið að kötturinn er bæði lifandi og dauður í senn, eina leiðin til að vera viss er að opna boxið, en þá er rannsóknin ónýt. Af hverju? Því að þá er rannsakandinn búinn að hafa bein áhrif á rannsókninna.

Einnig kláraði ég alla Riverworld-söguna, fimm bækur samtals. Sem er bland af vísindaskáldskap og sagnfræði. Afar skemmtilegar og lærdómsríkar bækur. Philip José Farmer tekst að gera sagnfræði mjög skemmtilega.

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Hér er ritgerð, eða öllu heldur rannsóknarvinna, úr Ísl303. Mér finnst gaman að skella þeim hér svona til að fylla inní, og máski til að fræða fáfróðan pöpulinn. Fékk heila 9.0 í einkunn fyrir hana. Magnað.
Virðing (virðing, -ar, -ar KV 1 mat, það að meta til verðs. 2 álit, heiður; það að virða: njóta v-ar, sýna e-m v-u, bera v-u fyrir e-m)
og
Sæmd (Sæmd, -ar, -ir KV 1 heiður, sómi, virðing: hafa s. af e-u, vera til s-ar. 2 laun. 3 FT s-ir bætur, skaðabætur.)
Formáli
Gluggað í nokkrar bækur, verið í djúpum pælingum víðsvegar um bæinn, á heimilinu, í kaffihúsi, í skólanum, á klósettinu. Byrjaði af alvöru að vinna í þessu 8. nóv 2004, og hef verið að grúska í þessu alla daga síðan. Sú vinna sem hefur farið í þessa smíð er að mestu þungir þankar, heimspekilegar vangaveltur og mikið af lestri. Sú bók sem hvað hjálpaði mér mest er Samræður við söguöld eftir Véstein Ólason, en þar er farið víða um bæði ritun og frágang Íslendinga sagna, einnig eru nokkrir atburðir í ýsmum sögum krufið.
Mestum hluta af tímanum hef ég eytt uppí rúmi kafandi ofaní bók, punkta niður nokkrar smáglósur og merkja við athyglisverðar blaðsíður. Síðan hefur framkvæmdahlutinn að mestu verið unninn í skólanum.
Í þessarri rannsókn verður reynt að fara ofaní kjölin á hugtökum er kallast virðing og sæmd. Það verður aðallega styðst við tvær Íslendingasögur, Hrafnkels saga Freysgoða og Brennu-Njáls saga, auk vitneskju úr fræðibókum.
Ég verð nú að viðurkenna það að þetta er afar erfitt efni til að kryfja, “hvað er sæmd?”, og er álíka þess að spurja “hvað er hamingja?”, því sæmd er afar afstætt hugtak, sérstaklega í Íslendingasögum. En einsog með hamingju þá er hægt að svara þessu á ansi marga vegu. Hamingja er tiltekin vellíðun yfir lífsvenjum, hlutum og gildum, og aukin hamingja gæti falist í góðri sæmd og virðingu frá vinum, vandamönnum og nágrönnum.
Að skilgreina hugtök á borð við sæmd og virðingu hefur reynst heldur snúið. Þetta eru hugtök sem samkvæmt íslensku orðabókinni þýða það nákvæmlega sama; sæmd er virðing og virðing er sæmd. En þó svo að það þýði það sama í dag, þá er samt spurning hvort það hafði mismunandi merkingu á þjóðveldisöld. Hvað fólst í virðingu á þjóðveldisöld og hvers vegna var fólk tilbúið að vega hvern þann sem hóf aðför að sæmdinni? Hvað var virðingarvert og hvað var vanvirðing? Er sæmd og virðing það sama? Er mikil virðing fólginn í að drepa? Var sæmdinn eftirsótt, eða fengu menn það óumbeðnir? Þessum spurningum auk annara mun ég reyna svara og skilgreina nokkur hugtök sem var hugsanlega viðloðið við virðingu og sæmd.
Mikilvægi orðana
· Sagan skráð

Vésteinn Ólason og Hermann Pálsson benda á að orðanotkun var afar sparleg en mikilvæg í Íslendingasögum. Enginn orð voru notuð í hálfkæringi, ólíkt nútímahöfundum. Sömu orðin og orðasamsetningar voru notuð aftur og aftur, og ekkert óeðlilegt að sjá sömu orðin 2-3 sinnum í sömu línu. En þetta á samt ekki við þetta tiltekna viðfangsefni.
Orðaforðinn sem notaður var í Íslendingasögum er frekar lítill ef miðað er við fjölda orða í íslenskum bókmenntum nú til dags, og farið var sparlega með stóru orðin (V.Ó, 1998:87-88 og H.P. 1966:28). En lítill orðafjöldi þýðir að mörg orð höfðu meiri merkingu, og gátu jafnvel þýtt margt. Sem stutt og laggott dæmi má nefna orðið “hlaup”, síðan fer það eftir í hvaða sambandi þú notar það, en getur þýtt íþrótt, minnkar eða hjaðnar (jöklahlaup), eftirréttur eða viðbrögð “ekki láta e-ð hlaupa með þig í gönur”.
Orðaval var mjög mikilvægt, enda notuðust höfundar við afar vandmeðfarna vöru til að skrá niður sögurnar. Það var ekkert “copy/paste”, “delete” eða “backspace”, tip-ex eða 1000 blöð í pakka frá Odda, heldur skinnpjötlur sem tók langan tíma að verka og voru notaðar til hins ýtrasta.
· Orðasenna
Einnig má áætla útfrá þessum sögum að hvers kyns óhróður og dylgjur sem farið var um einhvern tiltekinn einstakling, t.a.m. Gunnar þegar Skammkell segjir að hann hafi farið að gráta þegar Otkell rakst á hann, er bein árás á sæmdina, enda verið að ljúga um atvikið. Það sem fólk sagði var ekki síður mikilvægt og það sem var skrifað. Bein lygi gæti leitt til skjóts dauðdaga.
En orðasennur og óhróður er lýsandi fyrir því hvað orð höfðu mikla merkingu, ef þú kallar einhvern í dag “helvítis homma!” er ekkert víst að viðkomandi muni móðgast, enda er enginn sérstök merking í þessum orðum, nema grín. Hvers kyns bölv og uppnefni í dag eru einfaldlega sárasaklaus, enda notað oft af litlu tilefni og oftast í háði.
En ef þú hefði verið uppi á þjóðveldisöld og kallað einhvern “helvítis homma!” þá er næsta víst að viðkomandi hefði sármóðgast og gramist þessi orð og líklegt að hann hefði tuskað þig alvarlega til. Orðasenna Skarphéðins og Flosa er gott dæmi þegar bæturnar eru borgaðar á Þingvöllum fyrir víg Höskulds Hvítanesgoða, þegar hann segjir að Flosi lætur ríða sér í saurgatið. Þetta atvik, í bland við bótana og slæðuna var dropinn sem fyllti mælinn og leiddi til aðförina að Bergþórshvoli.
Gildi
Á landnámsöld og út þjóðveldisöldina var sæmd og virðing án efa talin eftirsóttastu gildi á Íslandi. Þú varst ekki maður með mönnum nema að þú hefðir einhverja virðingu og sæmd. Þú gast verið bláfátækur kotbóndi giftur ljótri konu, með örfáar rollur, einn vinnumann og lélegan hest, haft sæmd en enga virðingu, máski útaf því þú varst orðheldinn, örlátur og ráðagóður. Á móti gastu verið ríkur höfðingji, með gullfallega konu af góðum ættum, risastórt bú, marga vinnumenn og ambáttir, nóg af góðum hestum en samt haft enga sæmd en nóg af virðingu frá búendum, ef til vill því þú varst hrokafullur eða bætti engum manni sem þú varðst að bana.
Sæmdina fékkstu með réttri breytni, með örlæti, hermennsku, visku, svo eitthvað sé nefnt og ef þú fylgdir lögum og reglum, sem landar þínir á þingi hafa samþykkt. En ef þú sveikst þína vini, þína nánustu, sýndir öðrum mönnum og ættum vanvirðingu, þá gátu þeir litið á það sem beina árás á sæmd sína og ættar, og þá gat runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, afleiðingarnar gætu verið annaðhvort að leita réttar síns á alþingi, heimta skaðabætur fyrir óhróður, jafnvel þó þú fengir greiddar bætur, þá mundirðu kannski hefna þrátt fyrir bæturnar, því orðin gátu stungið ekki síður en sverðið.
Sæmdartilfinning er afar mikilvægt hugtak í Íslendingasögum, en andstæða þess er hefndarskyldan (V.Ó. 1998: ). Ef einhverjum bónda, höfðingja eða goða fannst vera vegið að sæmd sinni og fjölskyldu, þá var útkoman ætíð sú að sá einstaklingur mundi endurheimta sæmd sína annaðhvort á alþingi eða með hefnd, þ.e. að vegaa þann sem vó að sæmdinni.
Sá sem hafði góða sæmd var líka hlaðinn öðrum góðum gildum og hlutum, t.a.m. drengskapur, ráðagóður, vígafimur, auðugur, auk þess hafa framkvæmt verðuga hluti, einsog að fara í víking (utanlandsferðir), hitt nafntogaða menn, konunga, jarla, bjargað einstaklingi og þar af leiðandi ætt frá ævarandi skömm og óvirðingu, með því til dæmis að verja eða sækja mál þeirra til alþingis. Dæmi um einstaklinga með mikla sæmd og virðingu eru til dæmis Gunnar Hámundarsson (vígafimur, utanlandsferðir, auðugur o.fl.), Njáll Þorgeirsson (ráðagóður, auðugur), þeir sem eru með litla sæmd en ágæta virðingu, Hrafnkell Freysgoði og Mörður Valgarðsson. En Mörður fyrirgerir sæmdina fyrir skjótum gróða (V.Ó. 1993: 70-71).
Virðing og sæmd
Virðing, að hafa virðingu einhvers, að vera virtur, þýðir í raun að hafa gott álit, vel liðinn, vinsæll. Virðing virðist vera orð sem á að vera það vel inngreypt í hugum landsmanna að enga útskýringu þarfnast. Þess til sönnunar bendi ég á Íslensku orðabókinna og orðsifjabókina, en þar er enginn greinargóð útskýring á því hvað virðing er, hvað það þýðir, annað en “að virða”, “sæmd” og “heiður”. Finnst mér það miður, því til eru afar góðar erlendar orðabækur, t.d. Webster´s Unabridged Dictionary of the English Language, sem nær ætíð hafa greinargóðar og skýrar útskýringar á hverju orði sem maður flettir upp. En ef ég miða við bæði íslenska og erlendar orðabækur þá virðist virðing, sæmd og heiður hið eitt og hið sama. Eða hvað?
Það þarf ekki að vera. Sæmd og virðing er kannski tvær hliðar á sama pening. Eins og kemur fram í Laxdælu þegar Ólafur afþakkar boð Mýrkjartans um land og konu, því hann “kvað betra vera að fá skjóta sæmd en langa svívirðing” frá sonum sínum. Sæmdin í þessu dæmi gæti þýtt að hann geti ekki haft það á samviskunni að synir hans munu hata hann ef hann mundi yfirgefa fjölskylduna, það gæti þess vegna leitt til hefndar, að sú athöfn að setjast að á Írlandi gæti vegið að sæmd ættarinnar, og það sem hann mundi fyrirgera ætt sína, þá munu synir hans verða ættarhöfuðin og ef til vill drepa hann ef tækifæri gefst. Hermann Pálson komst svo að orði: “…lítillæti [er] siðferðileg afstaða manns, en svívirðing er lítillækkun, sem maðurinn verður að þola af gerðum annarra.” (H.P. 1966:46).
Í stuttu máli sagt þá er virðing gott mat eða álit annarra manna, en sæmd er mælikvarði eða viðmiðun á rétta eða ranga breytni einstaklings og ættar. Talað er um mismikið “magn” af sæmd fyrir athöfn, atferli eða atvik – “fékk sæmd fyrir”, “fékk hann góða sæmd fyrir…”, “fékk hann mikla sæmd fyrir…”, “fékk hann litla sæmd fyrir”, “fékk hann enga sæmd fyrir” o.s.frv. Sæmd er réttlætiskennd og samviska í senn.
“Betra er að deyja með sæmd en lifa í ósæmd” á ekki alltaf við, og gæti verið að sú skilgreining á sæmd er einstaklingsbundinn eftir höfundum, það kemur einna best í ljós Hrafnkels sögu Freysgoða, þegar Hrafnkell fær val milli líf og útskúfun frá sveitinni sinni eða dauða (H.P. 1966:39). En máski má það vera að þessi setning “…að deyja með sæmd…” er ofmetin, rétt einsog örlög eru ofmetin (H.P 1966:32). Frekar má telja að lífið hafi verið þess virði að lifa því til hins ýtrasta og ef maður getur sloppið með skrekkin sama hversu glæpurinn er alvarlegur, þá kýs maður lífið, auðvitað. Þó að tilfinningar höfðu verið sterkar á þessum tíma, þá hlýtur nú skynsemin að vega meira.
Þessi tvö hugtök gera grein fyrir hvar í metorðastiga samfélagsins þú ert staddur. Vel metinn eða illa liðinn. Ef virðing er gott álit, svívirðing vont álit, þá er sæmd orða, heiðursorða ef svo má segja. Að vera með góða sæmd þýðir einfaldlega að þú sért traustsins verður. Ef þú ert með mikla virðingu, þá ertu einfaldlega vel metinn í samfélaginu En geturðu verið virtur en ekki með neina sæmd? Já.
Íslendinga sögur
Talað er um andstæður í Íslendingasögnum, þ.e. góður og vondur, vitur og heimskur, hugrekki og heigulsháttur. Við sjáum það á Gunnar og Njáli á móti Skammkatli og Otkatli, Hallgerði og Bergþóru svo einhverjir séu nefndir. Rauði þráðurinn í nær öllum Íslendinga sögum er virðing og sæmd, hefndir og sættir.
· Hrafnkels saga Freysgoða
Hrafnkelssaga er gott dæmi um mismunandi merkingar á þessum gildum. Hrafnkell Freysgoði hafði mikla virðingu frá sínum þingmönnum, en hafði litla sæmd, því Hrafnkell gat verið algjör ruddi í framkomu, en var útsjónarsamur. Eignaðist sér stórt land, verður auðugur, nær goðorði sínu með offorsi, en er samt góður við bónda og búendur, og er talin af öllum vera ágætis höfðingji. En þó bætir hann engum manni sem hann verður að bana, og er frekar hrokafullur maður.
Síðan höfum við bónda sem býr á landi Hrafnkels, er heitir Sámur en honum er lýst sem rólegur, yfirvegaður og góður maður. Vel liðinn af vinum og nágrönnum, virðist hafa enga virðingu en mikla sæmd. Þessi munur kemur leynt og ljóst fram þegar Sámur leitast eftir liðveislu á alþingi, en enginn höfðingji vill hjálpa honum, enda ómerkilegu sveitadurgur þarna á ferð, einnig þora þeir ekkert í Hrafnkel. Það er ekki fyrr en Sámur hittir þá Þjóstarssyni, sem hafa virðingu og sæmd, en sækjast eftir auknum hróðri, þ.e. meiri virðingu og sæmd. Besta leiðin til þess, að svo virðist, er að lítillækka annan goða.
Sámur og Þjóstarsynir svívirða síðan Hrafnkell með pyndingu snemma morguns, síðan úthýsa þeir honum úr Aðalbóli. Hann flytur um set með smá pening og vinnumenn, goðorðslaus og þ.a.l. virðingarlaus. En sex árum síðar kemur hann aftur, auðugur, virtur og með sæmd að svo virðist, tekur aftur það sem hann átti og gefur Sámi líf einsog Sámur gerði sex árum fyrr.
Hrafnkelsaga finnst mér sýna hvað best munin á virðingu og sæmd. Hrafnekll vegur Einar saklausan, en þarf ekkert að koma með skaðabætur, sú mikla virðing sem hann hefur, auk hrokans, lætur hann haga sér einsog hann sé ofar samþykktum lögum. Sámur aftur á móti er með sína sæmd, réttlætiskennd, einnig lögfróður og tekur upp málið fyrir Þorgeir. Sökum skort á virðingu þá fær hann engann til liðs við sig, útaf því að Hrafnkell er hærra settur í þjóðfélaginu en hann.
· Brennu-Njáls saga
Í Njálu kemur það ef til vill einna skýrast fram hvað sæmd er. Gunnar Hámundarsson tekur ekki vel í það hann sé ásakaður um að vera tepra, sýnir sómann sinn í því að honum finnst ekki gaman að drepa menn en finnst hann þurfi gera það af brýnni nauðsyn. En nær allt sem hann gerir eru honum til sæmdarauka. Hann fer út, verður ríkur, kemur heim, fær fallega konu, er vopnafimur, hraustur og drengur góður. Hann hefur allt til þess að fá mikla virðingu og góða sæmd.
Hann og Njáll, gera afar virðingavert tvíeyki sem sjá sómann sinn í því að halda friðinn á landinu. En því miður verða þeir óafvitandi leiksoppar í höndum sæmdar- og virðingalausra manna, sem gera allt í sínu valdi til að svívirða þá.

Niðurstaða
Einsog ég bendi á í upphafi þá eru mörg orð í Íslendingasögum hlaðinn vissum merkingum og það er ekkert skrifað sem ekki er meinað. En til að svara nokkrum spurningum sem komu hér í upphafi þá er sæmdin eftirsótt, en efnisleg gæði geta vegið á móti því auk auknu valdsumboði, ef svo má segja. Til að mynda frændur Gunnars sem vilja koma honum dyrir kattarnef svo að þeirra skítugu hendur geta seilst ofaní sjóðinn hans, bera um hann óhróður og lygar, Hrafnkell sem vegur mann saklausan í nafni Freys, en neitar að bæta skaðann, og telur sig óhættan gagnvart málssókn einhver ómerkilegs kotbónda. Að vega mann af óþörfu gat strítt gegn sæmdartilfinningunni, einsog þegar Gunnar viðurkennir tilgangsleysi þess að vega mann og annann. Auk þess getur virðing manns minnkað við það, eða aukist, en það fer eftir því hver er veginn. Má nefna þegar Njálssynir og Kári láta eggjast af orðum Marðar og vega Höskuld að óþörfu, sem hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.
Það er kannski ekki mikill munur á virðingu og sæmd, en það er, að ég tel, stigsmunur þar á. Með því meina ég að virðing er það mat, álit sem landsmenn hafa á þér, en sæmd er réttlætiskennd, álit sem einstaklingur hefur á rétta og ranga breytni.
Einnig hef ég takmarkaða kunnáttu um líf og venjur á miðöldum, og get þar af leiðandi ekki staðhæft um munin á virðingu og sæmd. Þetta er alls ekki tæmandi skýring, en þetta er kenning sem mætti athuga og greina betur.

Heimildir
Hermann Pálsson. 1966. Siðfræði Hrafnkels sögu. Heimskringla. Reykjavík.
Vésteinn Ólason. 1997. Samræður við söguöld. Heimskringla. Reykjavík.
Íslensk bókmenntasaga II. 1993. ritstjóri Vésteinn Ólason. Mál og menning. Reykjavík.
Íslensk orðabók. 1993. ritstjóri Árni Böðvarsson. Mál og menning. Reykjavík.
Ágætis greining eftir Naomi Klein á landsvæði sem átti að verða stærsta sérleyfis-verslunarmiðstöð í HEIMINUM, en er nú rjúkandi brunarústir, í miðri eyðileggingunni ráfa tvær tegundir af óánægðum viðskiptavinum, einn helmingur með byssur og Biblíur, en hinn hópurinn með molotov-kokteila og Kóranin.

Djöfulsins fokking farsi! Þetta er svo ótrúlegt, og þetta er því miður satt.


Rosalega er heimurinn stór...

Ég hef á tilfinningunni ég sé lítill frunsa á lítilli freknu á afar litlum manni. Sinnu-, framtaks- og áhugaleysi hrjáir mig alvarlega. Ég nenni ekki að gera neitt, ég hef engann áhuga á því að gera neitt, tel að það bjargi ekki neinu að gera eitthvað og hverju mundi það svosum breyta ef ég gerði eitthvað? Ég er andsetinn af gegnumsýrðu vestrænu sjónvarpsveruleikafirrtum hugsunarhætti! Það er að segja, maður heyrir litla rafræna rödd sem segjir "það er ekkert sem þú getur gert!" Þetta er ekki alveg að ganga upp.

...en hann er það ekkert. Allt sem þú gerir hefur áhrif.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

En á léttari nótum, þá hefur snjóað hér á Hornafirði.

Já, aldeilis fjör og partístuð.
Já, það eru ýmsar tölur á sveimi varðandi dauða í Írak.

Írakar:
Samkvæmt þessum upplýsingum, en hér er miðast við dauða sem hefur verið tilkynnt af fréttamönnum og öðrum, þá ráfar dauðatalan milli 14000 til 16000, en aðrar upplýsingar segja að á bilinu 100.000 íraka hafa dáið. Síðan má ekki gleyma í byrjun persaflóastríðsins (1991) þá er tölur einnig óljósar, fræðimenn reikna með 25.000 til 75.000 manns og aðrir telja að aðeins 100 manns dóu (sem er fráleitt) og allt upp að 200.000.

Samkvæmt skýrslu frá UNICEF, 1998, að eftir þetta stríð, eftir viðskiptabannið, þá töldu þeir að næstum því 90.000 manns dóu árlega. Hmm ekki nema 1.080.000 manns, frá 1991 til 2003.

Jæja, reiknum aftur: Ef við reiknum með því að skýrsla UNICEF er marktæk, þá er stofndauði 1.080.000 manns, og þá er talan á bilinu 1.120.000 - 1.380.000 írakar, útaf árásum og viðskiptaþvingunum. Vissulega verður maður að reikna með einhverjum skekkjumörkum. Eigum við að segja helmingur til eða frá? Semsagt á bilinu 500.000 - 2.500.000? Hvað heyri ég hvíslað í fjarska? Einhver einkennileg rödd sem virðist segja í lágum rómi:
"Þjóðarmorð"

Ameríka og hinir viljugu:
Ég hef enga samúð, svo ég skelli þessarri tölu hér kuldalega - BNA: 1203, SB: 74, aðrir: 72. 1991 þá dóu 378 BNA-hermenn, bæði í bardaga og af öðrum orsökum. Það gerir 1727 manns, whoopee.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Finn fyrir algjörri nauðsyn að byrja á þessu innleggi með því að vitna í vin minn sem sendi mér rafbréf um daginn:

"... er enn að berjast við að koma jafnvægi á líf mitt, það er of mikill bjór og of lítið kynlíf... það hlýtur að lagast einhverntímann"

Og enda á afar ljóðrænu orðavali:
Gvöð hvað ég er graður.
Stríð?

Hér er stríð, "myndir sem er ekki sýnt í sjónvarpi." Allt virðist vera svo æðislegt eftir að hafa farið í gegnum þessar myndir. Svo rólegt, friðsamlegt, mannúðlegt og góðhjartað. Alltí gúddí og alltílæi!

Hvernig dirfast yfirvöld, fjölmiðlar og aðrir óupplýstir og fáfróður almúgi að kalla það sem er í gangi í Írak stríð? Stríð er þegar tveir (eða fleiri) herir kljást! Ekki einn, heldur tveir! Stríð er ekki fjöldamorð á saklausum borgurum! Stríð er ekki alhliða vígavopnasýning hergagnaiðnaðar Bandaríkjana. Stríð er ekki mannúðlegt eða góðhjartað. Það á aldrei nokkurn tímann að koma til þess nema í algjörri nauðsyn, ef allar diplómatískar aðferðir virka ekki til þess að afvegaleiða geðsjúkan leiðtoga með mikilmennskubrjálæði og vænan skammt af ranghugmyndum, sem er stjórnað af siðblindum og vitfirrtum ráðgjöfum. Þá er ég ekki að tala um Saddam Hussein. Hann er engill. Enda fór hann aldrei í stríð við meginþorra heimsbúa, þ.e. almenninginn, pöpulinn.

ER ÞETTA NAUÐSYNLEGT?
EN ÞETTA?
HVAÐ MEÐ ÞETTA HÉRNA?
Er hægt að finna gleði og hamingju á þessum myndum?

Fjandinn hafi það. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af morð og dauða, stríð er viðbjóður. Ég fell tár í hvert einasta sinn sem ég sé myndskeiðin frá Írak í Fahreinheit 9/11. En ég mun ekki fella tár ef slatti af vanvirtum, dauðþreyttum og kúguðum almenningi í Mið-, Norður- og Suður-Ameríku rís upp í vonsku og heift, stormi til Washington og hreinlega myrða þessa menn til að endurheimta sæmd sína, og ef nauðsynd krefur til að undirstrika þessa ólgandi reiði, stjaksetja höfuðin og planta þeim fyrir framan hýbili allra helstu auðkýfinga landsins með skilaboðin "Ekki aftur! Ekki dirfast!"

sunnudagur, nóvember 14, 2004


Já, skítur skeður félagi, skítur skeður.

Þetta er yndislegt stríð þarna í Írak. Rauði hálf-máninn ætlar að fara með hjálpargögn og birgðir til Falluhja, sjö bílar stútfullir af vatni, mat og lyfjum og hvað gerist. Nei, útaf öryggisástæðum mega þeir ekki koma. En af hverju? Gæti það verið útaf þeir eru að nota vopn sem Íraski herinn notaði gegn Kúrdum á sínum tíma með samþykki þáverandi stjórarmenn BNA? Í raun notaði breski herinn líka gas á móti uppreisn í Írak í kringum 1918 skilst mér, en þær upplýsingar koma frá breska sjónvarpsþættinum "Between Iraq and a Hard Place". En sá þáttur sýndi vel hverni sagan fer í furðulega hringi.

Fréttaflutningur er orðinn gegnumsýrður af lygum, þvættingi, fölsunum, útúrsnúningum og áróðri að málið með þessar fréttir að maður veit ekki hverju maður á að trúa, ein hlið segjir eitt, önnurhlið segjir hitt og einhver í miðjunni segjir allt annað. En ég leyfi mér að staðhæfa að það er verið að nota vopn sem eru bönnuð samkvæmt alþjóðlögum, napalm og cluster-sprengjur:
"In the succeeding years, the General Assembly received seven reports on human rights in armed conflict from the Secretary-General, who also submitted reports on international law covering the prohibition or restriction of the use of certain specific weapons, on the protection of journalists and on the use of napalm and other incendiary weapons."
-Tekið frá heimasíðu Sameinuðu þjóðana

Her eru tvær áhugaverðar síður:
Sorry Everybody og Baghdad Burning
Tölvuleikjadýrkun

Ég elska tölvuleiki, þessi tilfinning að spila góða tölvuleiki, nýja jafnt sem gamla er unaðslegt. Til dæmis er algjört æði að detta á heimasíðu sem inniheldur gamla tölvuleiki sem hætt er að selja, svokallað Abandonware. Þegar ég fór yfir listann á einni heimasíðu (t.d. Abandonia) þá fór um mig furðuleg tilfinning sem ekki er hægt lýsa öðruvísi en nostalgía, ljúfsár söknuður af liðinni tíð. Hand of Fate, Eye of the Beholder 1 og 2,

Með nýrri tölvu sem ég náði að ráðstafa inná heimilið fylgdi með tölvuleikur er ber titilinn Doom3, augljóslega framhaldið af Doom 1&2, en D3 er án efa einn flottasti leikur sem ég hef séð og, sem heilalaus skotleikur , er hann bara nokkuð góður. En það vantar samt ýmislegt sem komið hefur í öðrum fyrstu-persónu skotleik jafnt nýja sem gamla, einsog til dæmis að halla sér til vinstri eða hægri, að fela sig í öllum þessum skuggum sem eru í leiknum. En það er lítið við því að gera, enda er þetta bara Doom 1 í glænýjum og drulluflottum búningi.

En því miður á maður ekki marga tölvuleiki (að undanskildum þessum glás af gömlum leikjum sem maður niðurhalar), sá eini sem hefur bæst í safnið er No One Lives Forever 2: A spy in H.A.R.M.´s way. Sem er frekar skemmtilega fáránlegur, byggt á hreinni nostalgíu og gömlum spæjaramyndum.

En hvað næst? Half-Life 2.

En hvað núna? Legends of Kyrandia: Malcolm´s revenge.
"The bums have lost!" - The Big Lebowski, orðaskipti milli Dude og Mr. Lebowski.

Já, þessir aumingjar, þessir sósíalísku kommaskræfur hafa tapað. Hvernig ættu þessir kommar að geta komið einhverju í framkvæmd þegar þeir hafa ekkert efni á því? Stéttlaust land? Þvaður! Hvað með þetta bull um anarkisma? Stjórvaldsleysi! Þvættingur. Það er mannskepnunni eðlislægt að láta stjórna sér. Sjáið Rússland!

Gróðurhúsáhrifin er plat! Marga tugi ára vísindlegra rannsókna, kannana, og athuganir bara sorp. Þetta er kommaáróður og ekkert annað.

Og stríðið í Írak! Hvað er svosum að því að 100.000-200.000 írakar, börn, konur, gamalmenni deyja. Þetta fólk hefur ekki þurft að ganga í gegnum erfiða þjálfun einsog þessir 1000-2000 bandarískir hermenn sem hafa dáið! Þetta ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir frelsi hins vestræna heims! Stríð er fallegt. Stríð er friður.

Síðan höfum við hér á okkar fagra fullkomna landi einhverja róttæka atvinnumótmælendur að dreifa óhróðri um stjórnvöld bæði heimafyrir og erlendis, auk þess að hafa samúð með hryðjuverkamönnum, samkynheigðum og einhverjum halanegrum! Síðan mæli ég sérstaklega og bara eindregið gegn því að þið vitjið þessa heimasíðu! Þið gætuð hlotið varanlegan heilaskaða af.

Já. Við erum nú einu sinni frjáls. Og ef þetta pakk er svona óánægt þá getur það kosið sér nýja valdstétt á fjögra ára fresti.
Hér er áhugaverð síða er kallast Fat-Pie.com og vil ég þakka honum Andra Ákasyni fyrir þessa áhugaverður ábendingu. Ég mæli eindregið með Salad Fingers. Þetta er afar martraðakenndar og súréalískar teiknimyndir.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Tilbreytingarleysi?

"Fear is my lovely, lonely habit" eru byrjunarorðin í laginu Third eye á plötunni Songs for Insects með Thought Industry. Hræðsla er venja, venja sem getur leitt til einangrunar og tilbreytingarleysis. Eitthvað sem ég þjáist af. Þetta er bara hin dæmigerði kvíði, hræðslan við að stíga aðeins eilítið útaf sporinu, gera eitthvað nýtt, brjóta upp tilveruna með smá flippi. En málið er að maður er ansi oft hræddur við það að gera sig af fífli.

Þessi hræðsla er einnig fólgin í því að tjá sig á opinskáan hátt, eitthvað sem ég á í erfiðleikum með. Oft pælt í því að fá mér einhverja fræðilega ráðgjöf hjá menntuðum mönnum, en... ég geri það ekki. Hví ekki? Máski er það kvíði að þurfa opinbera það fyrir einhverjum að ég tel mig eiga eitthvað bágt. Svo ég held áfram að feta í sömu fótspor og ég hef gert undanfarinn ár, labba hratt á sama stað, festist í forarpytti af sjálfsáhyggjum, kvíða, fælni og stressi. Muldra í hljóði "geri það á morgunn", "geri það seinna", "á næsta ári" o.s.frv. Í staðinn fyrir að gera það núna.

Byltinginn getur beðið fyrst ég get ekki framkvæmd byltingu í sjálfum mér. Eitt af fyrstu skrefunum er að viðurkenna vandamálið. Framtaksleysi, áhugaleysi, gleymska, skapvonska, óeðlilegur kvíði, stress, hræðsla og fleiri andlegir kvillar er hægt að sjóða saman í eitt = þunglyndi.

Einhvern tímann hlaut að koma að því að maður segjir eitthvað, hví ekki núna?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Í dag eru forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Einnig er eldgos í Grímsvötnum.

Hvernig ætli að þetta tvennt tengist?

Ef maður væri afar trúaður, þá er máski möguleiki á að Satan sjálfur spretti upp úr iðjum jarðar, til að hneppa allt mannkyn í ánauð um leið og Bush winnur.

Og Bush mun vinna. Því miður.
Ætli aukið þunglyndi, geðhvarfasýki, félagsfælni, anorexía, búlemía og fleiri geðsjúkdómar séu afleiðing auðvaldshyggju-þjóðfélagi? Ofantalið er eflaust hægt að rekja til greinilegra erfðasjúkdóma. En það er samt skuggalegt hvað mikið af fólki er haldið þessum kvilla...

Hmm... handahófskennd pæling í boði Dodda.

laugardagur, október 30, 2004

Inga Dögg

Þessi heimasíða á skilið sérstök verðlaun frá Félagsvísindadeild Háskóla Íslands. Þetta er dæmigerð blogsíða, en þarna skrifar 13 ára gelgja, sem finnst allt "gegt" og "tótalí kúl", ekki sé minnst á "ýkt mikið á flippinu" auk þess að hafa verið "á Prodigi á föstudagin", verið "ýgt full" og "gegt þunn" daginn eftir. Stafsetningavillurnar eru margar, orðalagið áhugavert og notkun upphrópunarmerkja og broskalla er í hámarki!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!

En hví á þessi síða að fá sérstök heiðursverðlaun? Jú, þessi Inga Dögg er ekki til. Verðlauninn á þessi síða skilið fyrir að sýna, einsog einn skoðanamaðurinn komst að orði, "hið sanna skítlega eðli Íslendinga", en þessi "13 ára stelpa" var hótað dauða, misþyrmingum, líkamsárásum, einnig gert lítið úr visku, kunnáttu, stafsetningu og fleira. En þetta voru tvær tvítugar MH-stelpur sem gerðu þessa síðu uppá flippið.

Tökum dæmi um skoðun, en þetta er úr innlegginu "fór á Prodigi á föstudag":

"elfa : 20. október 2004 - 21:21
vá þú ert heimskasta manneskja sem ég veit um, til hamingju með það...hvað ertu eilla að meina með að það voru gelgjur þarna??? Þú ert verri gelgja en þær allar til samans....lestu aðeins betur yfir bloggið þitt og þá fattaru hvað ég er að meina....og viltu bara ekki segja okkur í smáatriðum hvað þú gerðir með þessum gaur þarna...þúst bara omg sko....shitt krakki hvað ertu gömul eiginlega...hmm ég ætla að giska á 11 eða 12 ára....tími til kominn til að rífa sig upp úr þessari heimsku hér"

En hér skrifar dæmigerð 13 ára gelgja, augljóslega. Og hér eru tvær aðrar 13 ára gelgjur:

"Ella og Unnsla
: 26. október 2004 - 20:25
Sko, MARGT höfum við þér að segja.. ÞÚ ERT GELGJA DAUÐANS!!!! Þú ert sorglega einhverf og ættir að vera lokuð einhverstaðar inni með þessa bloggsíðu þína einungis til að skemmta íslandi með þessari heimskulegu stafsetningu þinni sem er blönduð lygi og HEIMSKU!!!!!!!!!! AAAAAAAHAHAHAHA Maður fer bara í KRAMPA af að lesa þetta sko shit maður!!! Vaaá þetta er GEÐVEIKT FYNDIÐ!!!!!!!!! :D:D:D:D Halltu bara áfram að skemmta okkur stelpunum sem rökkum þig niður á sama tíma og þá líður öllum miklu betur!!!!!! ;)"

Síðan er fólk sem mælir með sjálfsmorði, og með afar einkennilegar röksemdarfærslur:

"Kringi : 27. október 2004 - 12:32
áttaru þig á því hvað þú ert að misnota líf þitt! fólk í 3 heims löndum (æji þú veist ekki hvað það er fáðu einhvern til að segja þér það) á svo bágt að það borðar sand meðan þú drekkur þig fulla og lætur hommalegan barnaníðing á dópi ríða þér... ég ráðlegg að þú hættir að anda, borða, drekka, og drepir þig einfaldlega. það ætti að gera þér gott"

Skoðanir á þessu innleggi eru 36 talsins. Ðí best is jett tú komm. En þessi heimasíða var lesinn upp af Freysa á X-inu 97,7, eða "ikker frissi á exinu hefði ikvarð verið að tala um síðuna mína", en skoðanirnar fóru upp í 61 talsins:

"
katarína : 26. október 2004 - 18:26
sko þú litla ógeðslega heimska hóran þín, heldur þú í alvöru að 1hver se að dast að ogeðslegu viðurstyggilegu, barnalegu, gelgjulegu og umfram allt ogeðslegu mutherfuckin siðu þinni þa er það rangt það er búið að vera bögga þig og þina ljótu síðu i allan dag u retard... síðan þin suckar þu suckar eg hata þig og eg mun finna þig og drepa þig þú litla ógeðslega þú og tilhugsun þín um sjálfsmorð er sérstaklega sniðug.... so go a hed n kill yourself annas kem eg og geri það fyrir þig og spurðu "kallinn þinn" úti dópneyslu hans og allar gellurnar sem hann erað ríða frammhja þer..... HUGSAÐU AÐEINS Þ.E.A.S EF ÞÚ ERT FÆR UM ÞAÐ..... ef þú svo gott sem hugsar utí það að lata berja mig þa hefuru nafnið það heita ekki margir katarína...."

Vá. Takið eftir því að þessi manneskja hatar Ingu Dögg og vill drepa hana, og röksemdarfærslan er? Því hún Inga Dögg var að spá í að fremja sjálfsmorð. En Inga Dögg tekur þessu með ró:

"Inga DöGG** : 26. október 2004 - 20:55
Skomm..ég er ekki í garðaskóla en ég ættla þúst bara leyfa ykkur að æsa ykkur svona gegt á síðunni minni! Mér er alleg sama**"

En síðan kemur á daginn að þetta er bara plat, og hvað gerist? Sumt fólk trompast.

"Ég : 27. október 2004 - 16:52
Hæhæ
Heirðu nú mig..Ég varð bara segja skoðun mína á þessari síðu hjá ykkur ..
Þið eruð 2 stelpur í Menntaskóla..Kommon þið getið betur en þetta..Með því að búa til heila fólk.is síðu um einhverja ímindaða stelpu sem þið bjugguð til .. Frekar sorglegt satt að segja..Og greinilega var tilgangur ykkar á þessari síðu að hneyksla fólk og láta það trúa að einhver svona klikkuð gelgja væri til..Síðan er engin Inga Dögg til sem er fædd 91..HAHA gátuði ekki passað að ímindaða stelpan sem þið bjugguð til væri skráð, sko já og síðan greyjið krakkarnir á myndunum sem eiga vera vinir Ingu Daggar.. og allan þennan tíma sem þessi sorglega síða er buin að vera í gangi eruð þið örugglega heima hjá ykkur hlægandi yfir að fólk skyldi trúa ykkur en réttast væri að hlæga yfir ykkur og síðan eydduð þið tíma í að gera e-mail handa þessum íminduðu krökkum ! Hvað hafiði ekkert að gera i guðana bænum..og talandi um að fólk sé asnalegt að skrifa svona ljótt til þessara stelpu sem þið bjugguð til..ef að það eina sem þið kallið skemmtun er að búa til stelpu´og heila fólk.is síðu sem á að vera klikkuð..þá eruð þið verulega sorglegar!..Jæja takiði ykkur til og gerið einhvað við líf ykkar.."

Hættir þetta þarna, ónei, einhver ein manneskja í viðbót tekur í sama streng:

"mitt nafn er bara mitt mál : 27. október 2004 - 16:58
sick sick sick!! þið þaddna 2 menntaskólastelpur! þetta er ekki heilbrigt! að ímynda sér eikkverja stelpu sem á að vera í bara ja´eikkerju helvítis rugli! eruði að fá eikkvað kikk útúr þessu eða? ég er bara alls ekki að skilja þennan sjúka einkahúmor! ég bara vil heldur ekkert skilja hann! og svo fá leyfi hjá eikkerju folki erlendis að láta myndir af þvi inná þessa síðu, sem eikkerja feik vini!! og svo eru það bara eikkverjir hálfvitar sem trúa því að 13 ára stelpa mundi deita 22 ára gaur! eins og það myndi einhverntíma gerast! akkuru að eyða öllum þessum tíma í að gera einhverja síðu fyrir manneskju sem er ekki einu sinni til?! svo voruði að skrifa eikkvað: ef hun inga dögg væri til, þá væri hun með tilfinningar!
ekki sýndist mer ÞIÐ (þið 2 einmana menntaskólastelpur) vera að pæla i þvi að mamma þessarar klikkuðu ingu væru með tilfinningar!! pff þið þurfið alvarlega á sálfræðiráðgjöf að halda!! að lifa í eikkerjum sona draumaheimi með eikkerja sækó stelpu!! ætla ekki að eyða meiri tíma í að segja ykkur að þið eruð SICK!! TOTALLY SICK eins og þið látið eins og "stelpan" sem btw ekki til segja skrilljón sinnum í bloggum!!
SICK SICK SICK SICK SICK SICK"

og, afsakið allar þessar tilvitnanir, en þetta eru æðisleg komment, eitt í viðbót:

"Jónas : 27. október 2004 - 17:05
". Þess vegna viljum við biðja ykkur um að hugsa ykkur tvisvar um næst, áður en þið hótið litlum stelpum á folk.is." - Þetta stendur í lokapistli ykkar.
Á móti þessu segi ég:
Ég vill biðja ykkur um að hugsa ykkur tvisvar um áður en þið gerið allt brjálað í samfélaginu!!!"

Já, upplausn útaf "13 ára gelgju"... hvað næst? Upplausn útaf kindum?

OMG. Love yah!!!!!!!!!!!!!!!!;);););););););););)

föstudagur, október 29, 2004

Um stöðugleika Halldórs, eilítið um kennaraverkfall, kryddað af samsæri

Hvað er stöðugleiki? Útskýringinn í Íslensku orðabókinni er stutt, en útskýrir ekki neitt, en þar segjir:
"Stöðugleiki kk - það að vera stöðugur"
-Íslenska orðabókin 2002, ritstjóri Mörður Árnason
En þetta orð er stöðugt notað af hinum stöðuga og staðfasta Halldóri Ásgrímssyni, Hornfirðingur og ríkisbubbi og auk þess að vera forsætisráðherra Íslands þá er hann líka afspyrnu leiðinlegur stjórnmálamaður. En fyrir síðustu kosningar 2003, þá sagði hann þetta aftur og aftur og aftur, að þetta orð, einsog orðið málefnalegur, missti alla sína merkingu"Það verður að ríkja hér stöðugleiki, annars fer allt til fjandans, kjósið mig, ég kann að brosa, og vel á minnst: stöðugleiki." er í megindráttum það sem hann sagði.
En hvað er stöðugleiki? Kíkjum á orðið stöðugur í orðabókina,en þar er heldur lengri útskýring en á fyrra orði:

"Stöðugur L 1 Sífelldur, samfelldur, óumbreytanlegur,
sem varir (lengi) -> stöðug ótíð / e-ð stendur á stöðugu
e-ð fer jafnan eins fram 2 Staðfastur, óhvikull, traustur
stöðugt AO - sífellt"
-Íslenska orðabókin 2002, ritstjóri Mörður Árnason
<>
Ókei, þar höfum við það. Er það gott fyrir stjórnmálamann að vera staðfastur? Vera með í sífellu sömu klisjurnar? Að hafa óumbreytanlegan persónuleika? Sem sagt standa fast á sínum skoðunum , aldrei að hvika frá, ef eitt er sagt þá er ekkert tekið til baka. Er það ekki bara þrjóska og barnaskapur? Hvernig á maðurinn að þroskast ef skoðanir mannsins breytast ekkert?

En stöðugleiki í þjóðfélagi býst ég við að eigi að þýða að allt er ei ókei. Takið eftir beinþýðingunni og jafnt sem orðaleiknum. Það er ekkert ókei í þessu landi. Óánægja og ójöfnuður er of algengt til að hér sé einhver fjandans stöðugleiki.

Tökum kennaradeiluna sem dæmi, í því máli ríkir enginn stöðugleiki, eru ekki einhver lög sem segja að krakkar á aldrinum 6-15 ára eiga að vera í skóla allavega 170 daga á ári? Jú, mikið rétt. Það versta við þetta verkfall er að það er einsog enginn, allavega mjög margir, bjuggust bara ekkert við því, þó sérstaklega ráðamenn. Jafnvel þó þetta hafi verið í uppsiglingu síðan í 5 vikna kennaraverkfallinu 1995 og eins dags verkfallinu árið, hvað, 2000 (?). Ójæja. En af hverju kemur þetta stjórnvöldum ekkert við? Þ.e. stjórnvöld, með hinum stöðuga Halldóri Ásgrímsyni í broddi fylkingar... "Við höfum ákveðið að sveitarfélögin eiga að sjá um þetta... útaf því... bara..." Gæti kannski verið að þessir róbótar sem sitja í ráðherrastól eiga enginn börn? Eða eru öll börninn kominn í framhaldskóla?

En síðan kemur á daginn að hann Dóri vill fá fund, pg hvað gerist á þessum fundi? Ekki neitt. Setjum upp leikþátt:

Deiluaðilar labba inní forsætisráðherraskrifstofuna, og sjá þar Dóra dóser í þægilegum stól.
"Hæ" segjir Dóri, og deilumenn kinka kolli og bjóða góðann daginn.
Deiluaðilar fá sér sæti fyrir framan skrifborð Dóra. Það líður og bíður.
"Jæja, hvað segjiði?" spyr Dóri varfærnislega.
"Við vorum kannski að vonast eftir því að þú mundir segja eitthvað?" spyr formaður Kennarafélagsins.
"Ha, ég?" spyr Dóri á móti "Nei, nei, viljiði kaffi og kleinur?"
Þeir jánka við því, og horfa á hvor aðra, yggla brúnum og gjóa augunum að Dóra.
"Viljiði sjá mig brosa?" spyr Dóri.

En, máski er önnur ástæða af hverju stjórnvöld vilja ekkert gera neitt í þessum málum. Hér er samsæri. Á næsta ári verða þeir sem eru 10. bekk komnir á vinnualdur, og einsog staðan er í dag, þá er skortur á vinnuafli í fiskvinnslu og öðrum ófaglærðum störfum. Stjórnvöld líta á þessa deilu sem algjört "ching, ching" því í fyrsta lagi eru þeir að spara tæplega 740.000.000 krónur á þeim fimm vikum sem hafa liðið, í öðru lagi geta þeir sparað, bæði fyrir sig og fiskvinnslufyrirtæki (takið eftir því að Halldór er kominn af fiskvinnslufyrirtækisættum) á því að flytja inn erlent vinnuafl. Útkoman? Hagræðing af hinni furðulegustu gerð.

mánudagur, október 25, 2004

Þið örfáu áhangendur og aðdáendur ég biðst velvirðingar á leti af minni hálfu að skrifa eitthvað af viti á þessa síðu, en... hér kemur háfleyg og ömurleg afsökum... ég er önnum kafinn að tengja nokkra punkta saman, er tengist auði, fátækt, ömurleika og þvíumlíkt á Íslandi, auk heimspekilegum vangaveltum á borð við "Ég kúka, þess vegna er ég"
Hvað er fallegt við fjölsyldu?

Þegar hún stækkar.

Var að skoða seríu af ljósmyndum, og varð allur uppfullur af tilfinningum sem eru ansi lík lýsingunni á ást, kærleika og alúð... nau, hvur í fiðrildum að svo hafi ekki verið...

Bróðir minn, Ingvar Árni Ingvarsson og eiginkona hans Sono Izutsu-Wright Ingvarsson, og dóttir þeirra Kaitlyn Björg Ingvarsson.

fimmtudagur, október 14, 2004

Bush eilítið ofvirkur á vafasaman hátt...?

Ég tók mig til og horfði á hluta af kappræðum forsetaframbjóðendurna tvo (af fjórum), og reyndi að hlusta. Þeir komu vel fram, nokkuð skýrmæltir en þetta var sami skíturinn hjá þeim báðum, illa lyktandi, bara aðeins öðruvísi áferð. En ég fylgdist nokkuð grannt með Bush, og fannst eitthvað bogið við hann. Hann hagaði sér einsog hann væri á einhverju örvandi. Einsog til dæmis kókaín.


En, hvar eru hinir tveir frambjóðendurnir? Bill Van Auken og Ralph Nader. Gæti verið að þeir séu bara ekki til? Í öðrum orðum að gera framboð þeirra svo ótrúverðugt, að þeir eyðileggja fyrir öllum hinum tveim í þessu guðsútvalda lýðræðsiskrumskælingjalandi sem stjórnað af skrælingjasmælingjum? Að þessi stjórnsömu auðvaldsfjölmiðlar sem eru í eigu hergagna-, eiturefna, matvæla- og bílaiðnarins, gera svo lítið úr þeirra málefnum, með því að virða þá ekki viðlits, að þeir eru, skv. skilyrtum könum, einfaldlega ekki til? Sérstaklega þarsem þeir báðir vilja frið og herinn burt úr Írak, að hjálparhönd verði gefinn til þeirra sem minna mega sín. Það eru bara tveir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. Þessi staðhæfing virðist í fljótu bragði vera dagsönn, enda eru bara tveir forsetaframbjóðendur í sjónvarpinu.

Þetta er ekkert annað en skilyrðing, ÞAÐ ERU BARA TVEIR FLOKKAR. Tveir flokkar, ein skoðun. Í 280.000.000 manna landi er ekki pláss fyrir meira en eina skoðun. Þessi setning býður uppá heimfæringu... bara taka þrjú núll af tölunni.

föstudagur, október 08, 2004

Píkutilburðir

Hvað er með litlar smástelpur í tíma og þeirra dramatík, leikrænir tilburðir að reyna gera mikið mál úr engu? Það þarf að taka svona athyglissjúkar dramatussur og berja úr þær tennurnar einstaka sinnum, gera þær grein fyrir því að heimurinn snýst EKKI í kringum þær.

Djöfull, fjandans, andskotans, helvítis.

föstudagur, október 01, 2004

Almennur pirringur og önuglyndi

Ég er að vinna hjá sveitarfélagi Hornafjarðar, deild er kallast Málefni Fatlaðra, ég tel mig ekkert þurfa að útskýra það sérstaklega.

Ég skar niður vinnuna þarna talsvert sökum þess að ég var að byrja í skóla, og er aðeins að vinna tvær-þrjár helgar í mánuði, auk þess mun ég taka að mér liðveislu og heimsækja einn einstakling reglulega á einhverjum tilteknum dögum og föstum tímum, klukkutíma í senn.

Ég sótti um vinnu hjá sláturhúsinu, sama dag og það var verið að auglýsa, öllu heldur, grátbiðja um fólk í vinnu. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá fékk ég ei vinnu, sem er ansi svekkjandi, því ég var eiginlega að stóla á það.

Ég fékk útborgað heilar 30þ. krónur, ég get ekki fengið atvinnuleysisbætur sökum þess að ég er í skóla og ég er alls ekkert á því að sækja um lán eða hækka yfirdráttarheimildina sem er þessa stundina heilar 100þ. krónur, en það gæti samt farið svo að ég neyðist til þess. En ég veit ekki hvað ég ætti að gera til þess að fá aukalegan pening. Gæti verið að ég þurfi að fá einhverja félagslega aðstoð til.

Ég var að borga reikning á kaffihorninu sem nam 12þ krónum og keypti mér Drum-tóbak, bréf og kaffibolla á Esso-stöðinni fyrir nákvæmlæga 1025 krónur. Ég á eftir 17þ. krónur sem ekki duga til að borga af láninu. Hvað á ég að gera?

Ég athugaði starf sem lausapenni hjá Eystrahorni, en forsvarsaðilar þar voru ekki við, svo ég tjékka á því næsta mánudag. Ég á möguleika á aukavöktum á hjúkrunarheimili aldraðra, en er eftir að athuga það.

Þessa stundina þá virðist allur heimurinn vera á móti mér og ég er afar niðurdreginn og leiður. Jaðrar á við alvarlegt þunglyndi. Ef ekkert gengur, þá neyðist ég væntanlega til að hætta í skólanum og athuga vinnu í frystihúsinu, sætta mig við það tiltekna samfélagslega hlutverk að vera "blue collar working stiff." Ég er ekkert á því, fíla það engann veginn.

Ég ætla að koma mér úr þessarri klemmu einhvern meginn, bara spurning hvernig.

fimmtudagur, september 30, 2004

Já. Halldór "hinn þurri" Ásgrímsson orðinn forsætisráðherra og eitt af hans fyrstu verkum er að reyna úthýsa einn af sínum eigin flokksmönnum úr öllu er varðar þingstörf og -nefndir. Byrjar vel.

Jón Steinar Gunnlaugsson orðinn hæstaréttadómari, nema hvað. Ætli Hannes Hólmsteinn verði rektor Háskólans?

Hmmm... finn ég skítalykt af augljósum klíkuskap hjá "valdboðinu"? *þef, þef* Jú, það er einhver dularfull lykt af þessu.

Klíkuskapur
Það telst varla klíkuskapur að ráða barnið sitt í sjoppu sem maður á, það telst varla klíkuskapur að tala við vin sinn í frystihúsinu til að sannfæra hann um að ráða 16 ára unglingspjötlunna sem er vinkona dóttur þinnar, varla er það klíkuskapur að fá manninn sinn til að leysa sig af við ræstingar.

En, skv. skrifræðis/bjúrókratíu reglunni þegar kemur sérstaklega að opinberum störfum þá á ekki og má ekki ráða nákomna vini eða ættingja í æðstu störf, sérstaklega ef meðmæli, reynsla og menntun er lakari en hjá þeim sem ekki þekkja "ráðningarstjórann" . En einsog staðan er í dag, þó sérstaklega hér og í BNA, þá er þetta byrjað að líkjast konungsveldi. Ættingjarnir og prófesjonal rassasleikjurnar fá bestu störfin.

þriðjudagur, september 28, 2004

Það var frétt á Sunnudaginn 26. sl, er fjallaði um ofskynjunarsveppi, eða hina svotilkölluðu drjóla, en þeir innihalda efni er valda ofskynjunum er kallast "psilocybin." En fréttin tjáði manni um það að nú væri fólk byrjað að tína sveppi víðast hvar í Reykjavík.

En þetta voru akkúrat upplýsingarnar sem ég þurfti. Fór síðan út að labba, og hvað fann ég? Nú, drjóla, sem ég tíndi og mun verka, neyta og njóta.
Veit ekki hvað er í gangi með þetta blog...

Ég púslaði litlu innleggi er varðaði litla nýjung á bókasafninu, er ég ætla að birta það þá koma bara "error" - þannig að ég póstaði öðru innleggi um bókasafnið. En af einhverjum furðulegum ástæðum þá komm fyrra innleggið inn. Þannig að ég breytti þessu innleggi í nöldur.
Kommakvað?

Það má vel athuga hvort það sé einhver fótur fyrir litlum kommaklúbb á Hornafirði. Ætli það séu einhverjir Hornfirðingar sem lauma sér stundum á þessa síðu og geta kannski tjáð sig um málið?

Hmmm... það er varla að maður þori að opna munnin hér um ýmis málefni, hræddur um að vera stjaksettur.

fimmtudagur, september 23, 2004

Hjarðeðli rasista...?

Ég viðurkenni að ég hef lítið stúderað þessa tilteknu einstaklinga, einfaldlega útaf því ég veit að þeir hafa rangt fyrir sér; enginn er framar öðrum, það gengur ekki upp. Það er ekki til nein marktæk reglustika á það hversu ólíkt fólk er. Það er auðveld að dæma fólk útfrá útlitinu, enda það fyrsta sem maður sér.

Hvernig, spyr ég, er hægt að koma fólki skilning um að það hafi rangt fyrir sér, án þess að maður ofreyni sig? Auk þess er sá hinn sami að ofreyna sig í að reyna sannfæra mann að hann hafi rétt fyrir sér með því að vísa í vafasöm vísindi og skítleg slagorð. Ég hef litla þolinmæði í svona fólk, en þó eru til undantekningar. Sumir minnast á í einfeldni sinni muninn á blökkumanni og hvítum manni eða evrópubúa og araba. Sætta sig við einfaldar útskýringar á útlitsmuni og hegðun "Negri er með stórt typpi og fílar hvítar kellingar" eða "Arabar eru kreisí útaf öllum þessum hita og þess vegna vilja þeir allir drepa alla" og það er oftast einfald og auðveld að útskýra að þetta er ekkert svona einfalt. Í fyrra tilvikinu þá á ástinn enginn landamæri, auk þess eru typpi mistór hjá hverjum og einum, í seinna tilvikinu þá eru ekkert allir Arabar að drepa alla, síðan getur maður talið upp sögulega atburði, muninn á menningarheimum, aðstæðum og ástæðum.

Ég hef auk þess nett gaman af kynþáttakaldhæðni, ég nota til dæmis stundum orðalagið "skáeygður grjóni", "negri með prik" eða "handklæðahausar" til að lýsa tilteknum manneskjum, minn einkahúmor og ég meina ekkert illt. Sem minnir mig á samtal við frænda minn, er ég fékk far hjá frá Reykjavík til Hornafjarðar á síðasta ári, en hann segist vera yfirlýstur kynþáttahatari en flest allt sem hann sagði um mun á kynþáttum var blanda af fáfræði, alvöru, gamansemi og auk þess að viðurkenna að hann væri haldinn þessum tveimur fyrrtöldu kvillum, ef svo má segja. Það er auðveld að tala við svona rasista, enda eru þeir ekkert alvörugefnir rasistar, það má segja að þetta sé dæmigerður íslensku rasisti, þ.e. kynþáttahatur er ekki þeirra aðaláhugamál eða meginsvið, oft orðað í hálfkæringi eða gráglettilegu gríni. Sættir sig við einfaldar skýringar en er til í að láta fólk leiðrétta sig.

En hvað á maður að segja við bókstafstrúarrasista, kynþáttahatara sem hefur kreddubundnar skoðanir og tekur mark á vísindalegum athugasemdum, könnunum og niðurstöðum um mun á milli mismundandi manna. Einsetur sér það að það er upp á hann/hana komið að bjarga heiminum frá hnignandi gildum og venjum...

...æi, ég veit það ekki. Því ég bara skil ekki hvernig svona fólk verður til. Hvort þetta sé eitthvað sem foreldri eða eldra systkyni sagði eða segjir sem viðkomandi lítur upp til...?

mánudagur, september 13, 2004

"Minnumst fórnarlamba hryðjuverka..." þessi lína er orðinn ansi margtuggin og klisjukennt. Mér er nokk pent sama um þau Bandarísku börn er misstu foreldrana sína í árásinni 2001. Hvað með þau börn sem þurfa að lifa við fátækt og ömurleika, misnotkun og barsmíðar, hungur og dauða uppá hvern einasta dag í Bandaríkjunum (og víðar auðvitað)?

Hvað annað er merkilegt við dagsetningu 11. september?

"1st Cavalry Division" á vegum BNA kemur til Víetnam árið 1965 og flestir vita hvaða ríkishyðjuverk áttu sér stað í Víetnam næstu átta árin.

Þetta er sami dagur og Salvador Allende, lýðræðislegi réttkjörni forseti Chile, var steypt af stóli árið 1973 og Auguste Pinochet var settur inn sem einræðisherra og olli miklu tjóni hjá almennum borgara í Chile.

og Celine Díon gefur út sína fyrstu ensku plötu Unison árið 1990... AAAAAAARGH, ef það er ekki tónlistarlegt hryðjuverk, þá veit ek ei hvað er hryðjuverk.

Síðan er gott að skoða þennan lista, til að fá smá samanburð á hryðjuverkum og ríkishryðjuverkum...
Hnattverming og mengun... tenging?

Það var sýndur þáttur á RÚV um daginn sem bar titillinn "Big Chill" (sem er einnig nafn á teknó-vímugjafa-hátíð í UK). Þar var verið að tala um hnattvermingu, bráðnun jökla sem orsakar að meira hreint vatn fer útí saltann sjóinn sem gæti leitt til þess að golfstraumurinn hættir að streyma og þar af leiðandi mundi það enda í ísöld, því, einsog hvert mannsbarn ætti að vita, þá á golfstraumurinn drjúgan þátt í því að halda jörðinni heitri. Þetta er atburðarás sem mun henda næstu 100 árin. Í stuttu máli sagt : við erum serðuð... nema:

Að við hættum að menga svona viðbjóðslega mikið.

Enginn vísindamaður minntist á það í þessum þætti, þeir sögðu alltaf að "það er ekkert sem við getum gert í þessu", jú! Hætta að bora eftir olíu, slaka á bílanotkun, nota hjól í við hvert tækifæri, ganga meira, loka mörgum verksmiðjum og huga að komandi kynslóðum. Ekkert sem við getum gert, djöfulsins svartsýni er þetta.

Það er til lausn á flestum vandamálum, en því miður er vandamálið oft svo að það er enginn endanleg lausn á flestum vandamálum...

miðvikudagur, september 08, 2004

Menntun? Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?

Var að ræða við tvo Breta í gærkvöldi, og þau bendu mér á einn áhugaverðan punkt, sem ég hef áður velt vöngum mínum yfir (en ég hef þó ekki viðrað þá skoðun hér, að mig minnir). En það var í sambandi við menntun.

Mér hefur alltaf skilst að menntun í Bretlandi sé alveg afleit, en skv. þeim hjúunum, þá er það ekki svo slæmt, menntun í Bretlandi hefur verið að sækja í sig veðrið undanfarin ár, og er talin bara nokkuð góð, en þó er það mismunandi milli héraða. Fleira fólk er að mennta sig í tölvufræðum, heimasíðugerðum, netstjórnun og fleira stafrænt bull, auk annarskonar "æðri menntun" (sagnfræði t.d.;).

En nú er komið upp vandamál í Englandinu, en það er akkúrat titillinn á þessu litla innleggi "Hvað á að gera við allt þetta menntaða fólk?" Því dágóður hluti af þessum hámenntuðu háskólagengnu prófessorum og doktorum fá hvergi vinnu við það sem það hefur eytt dágóðum peningi og tíma í að sérhæfa sig í, og á móti kemur er orðinn talsverður skortur á smiðum, pípurum, rafvirkjum, múrurum og fleirum sérhæfðum verkamönnum, sem hægt er að treysta á nota bene, því þeir sérhæfðu verkamenn sem eru þarna eru, skv. Dover-hjónana (og fleiri), óprúttnir glæpamenn.

Ekki það að ég hafi eitthvað á móti æðri menntun, en þetta verður aðeins að koma til móts við "framboð og eftirspurn". Þetta gæti endað á þann skoplega hátt að tölvunarfræðingar geta ekki fengið rafvirkja í húsið sitt til að leggja rafmagnið svo að hann geti tengt tölvuna sína, sagnfræðingurinn gæti ekki fengið smið til að smíða bókahilluna, læknirinn fær ekki pípara til að gera við sótthreinsunarvaskinn eða framkvæmdastjórinn fær ekki múrara til að byggja verksmiðjuna sína.

Bara pæling.

Úfff...
Það var nú að ljúka málþing á vegum ÚFFF núna fyrir rúmum klukkutíma síðan. Þetta var fundur sem miðað var við fólk á aldrinum 16-25 ára, en þó máttu nú hverjir sem er mæta. Það verður að segjast að þetta var afar uppbyggilegt og mjög ánægjulegur fundur, jafnvel þó að stór hluti af nemendunum mættu til þess að sleppa við tíma (og sást best eftir hléð, er klukkan sló fjögur þá var rúmur helmingurinn horfinn) þá gerði það ekkert til, enda var nóg af ungu sem eldra fólki í lok fundarins til að skeggræða um það sem betur má fara. Tími til fokking kominn.

Félagslífið hér á Höfn er, svo maður noti afar gamla og góða klisju, til háborinnar skammar. Þegar talað er um æskudýrkun, að börnin eru framtíðinn og svo framvegis, þá á maður bágt með að trúa því, enda er sama sem ekkert gert til að skapa eitthvað félagslíf í þessum litla bæ, viðhalda einhverjum áhuga hjá þessum aldurshópi til að, tja, búa hérna í bænum. Þeir sem flytja úr bænum, koma sjaldan ef nokkurn tímann aftur, nema kannski á eitthvað tíu ára fermingarendurmót eða til að heimsækja fjölskyldunna sína um jólin. Þessi aldurshópur, meðan það er hér í skóla (þó sérstaklega 16-18 ára) hefur ekkert að gera, nema að biðja aðeins eldri manneskjur til að fara í ríkið og kaupa áfengi og fara á fyllerí um helgar, ég held að félagslífið samanstendur mest megnis af því... fyllerí.

En vonandi mun þetta virka einsog vítamínsprauta fyrir mig og þá sem yngri eru. Nokkur málefni sem var drepið á:
  • Að bæta samstarf milli skóla og stofnana annarstaðar á landinu.
  • Koma á fót ungmennahúsi, eða Húsi, einsog t.d. H-Húsið á Hveragerði.
  • Stofna félög, nefndir eða hópa, halda námskeið sem er tengd ýmsum áhugamálum (á borð við tónlist, leiklist, myndlist o.s.frv.)
  • Að sparka í rassin á bæjaryfirvöldum og minna þá þetta fólk, þetta fólk sem er hluti af og mótar samfélagið sem við búum í.
  • Að kjósa ungan einstakling inná bæjaráð, með því að hvetja alla á aldrinum 18-25 að kjósa þann mann.

Já, þetta var svo sannarlega þarfaþing.

þriðjudagur, september 07, 2004

Það er gaman af einstaklingum sem njóta þess að opna þriðja augað fyrir áhugasama. Mitt uppáhald er og verður ætíð Bill Hicks, en hann Jóhannes Björn Lúðvíksson er kominn á topp 10 listann.

mánudagur, september 06, 2004

Ætla mér að skrifa heillangann pistill um sumarið og ýmislegt annað, en ég hef lítinn tíma, svo ég ætla aðeins að drepa á því helsta, svona til uppfyllingar:

  • Laptop talvan heima fór í steik, þannig að ég get aðeins verið að þýða Ástardagar, Stríðsnætur, milli klukkan 16:00 - 19:00, ef ekkert brýnt skólaverkefni liggur fyrir. Þetta finnst mér miður, því það er sjaldan búið að koma tækifæri til að vinna í þessarri þýðingu.
  • Síðasta laugardag varð ég ofurölvi, og gerði mig eflaust af miklu fífli. Varð næstum valdur stórskaða á honum Hilmari Erni Hilmarssyni, tónlistarmanni... en Óðinn leit yfir honum svo engar blóðsúthellingar urðu. Auk þess þurfti ég að vinna daginn eftir, svona kæruleysi má helst ekki endurtaka sig.
  • Tvær giftingar, ein nýfædd frænka, klúðrið með Útnára-útileguna, Bjólfskviða og meira merkilegt, ásamt ýmsum pælingum og svoleiðis. Stay partly tuned, ég er enginn überbloggari einsog þessi hérna.

föstudagur, ágúst 20, 2004

Hver er skaðinn?

Gef mér leyfi til að koma með yfirlýsingu:
Ég reyki kannabis og ég skammast mín ekkert fyrir það!

Síðan spyr ég: Hver er munurinn á 200 manna uppsögn og á einum manni sem neytir kannabis?

Svar: Alhæfum aðeins. Þessir 200 eru fjölskyldumeðlimir, auk þess er þetta fólk fyrirvinnan á heimilinu. 200 sinnum 2 gerir 400, skellum inn 2 börnum per fjölskyldu, það gerir 800 manns. Segjum sem svo að þessir 200 manns þéni, tja, tæpar 200-300 þúsund krónur, þurfa að borga mat, reikninga, leigu/húsnæðislán (eða aðrar afborganir), bílalán, o.s.frv. Þegar þetta 200 fólk missir vinnuna þá er mikill skaði gerður, þetta fólk þarf að sækja um atvinnuleysisbætur sem nemur rúmar 90 þúsund krónur, einnig fær það barnabætur (sem er mismunandi miðað við aldur barnana) og kannski aðrar félagslega aðstoð. Þannig er hægt að gróflega áætla að þetta fólk fái sem nemur 130 þúsund krónur. En það þarf enn að borga sömu reikningana.

Einn maður sem reykir kannabis, borgar sem nemur 2000 krónur fyrir þessa vafasömu neysluvöru.

Í fyrra tilvikuni er athæfið allt í lagi sökum sparnaðar hjá einhvberju tilteknu fyrirtæki á vegum ríkisins, í seinna tilvikinu er athæfið ólöglegt sökum forræðishyggjulaga hjá þessu sama ríki. Þannig aðalspurninginn er : Hvað er verið að eyðileggja margar fjölskyldur?

þriðjudagur, ágúst 10, 2004

Bjólfskviða

Í byrjun september mun hefjast tökur á einni stærstu bíómynd sem hefur verið gerð hér á landi : Beowulf&Grendel.

Ekki bara það, þá mun ég fá eitthvað aukahlutverk sem einhver barbari. Aldeilis.

mánudagur, ágúst 09, 2004

Ólafur Teitur er fífl!

Hann kom í Kastljós um daginn til að ræða um Fahrenheit/911 eftir Michael Moore (þarna var líka Jakob Magnúson og einhver annar). Það fyrsta sem þetta nýja þjóðarfífl sagði um þessa mynd var "þetta er blekking" og ég er ekki frá því að hann hafi bætt við "og lygi." Ansi stór orð fyrir jafn ómerkilegan mann, neólíberalisti dauðans. Fífl. Já, stríð er blekking börnin góð, og ekki telst það hlutlaus skýring að sýna venjulegt íraskt og amerískt fólk (hermenn eða almennir borgarar) deyja fyrir málstað sem þau skilja ekki eða gera sér ekki grein fyrir því að þetta snýst um einhvern tilekinn málstað (gjöreyðingarvopn, saddam er hitler, fóstureyðingar og heiðingjar, en ekki snýst þetta um olíu). Já, stríð er blekking. Måske er ekkert stríð, måske er ekkert hungur, måske er enginn kynþáttahyggja og måske er enginn fátækt og ef til vill er enginn forseti Bandaríkjana, þetta er allt blekking. Ólafur Teitur bætist við hin langa lista af Íslandsfíflum fyrir þessi orð, en hann er eflaust umkringdur af góðum vinum og kunningjum á borð við Hannes Hólmstein Gissurason, Jón Steinar Gunnlaugsson, Björn Bjarnason, Davíð Oddson, Halldór Ásgrímsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og eflaust er hægt að finna fleiri til að bæta við listann. En þurfum við fleiri fífl, þurfum við virkilega hugsunarlausa simpansa sem lepja upp og apa allt eftir því sem einhverjir nýhyggju-frjálshyggjukapítalistar segja og gera? Sérstaklega ef það kemur sér vel fyrir einhverja vel valda og afar fáa pedófíla og morðingja? Veistu, nei ég bara held ekki. Senda þá til Rússlands, Suður-Ameríku eða Suður-Afríku og leyfa þeim að kynnast frjálsum markaði án þess að hafa kreditkort eða lífverði. Barnamorðingjar! Eru ábyrgir fyrir fleiri morð og vosbúð en Maó, Stalín og Hitler til samans, og kannski má henda inní kónum á borð Djengis Khan, Saddam Hussein, Pol Pot og Pinochet.

sunnudagur, ágúst 08, 2004

Er að fara byrja þýða aftur, nokkrir valdir kafla úr Stríðsdagar, ástarnætur, og hugsanlegt er að þessi bók komi út á Íslensku einhvern tímann á næsta ári.

Það sem lendir á íslenska skurðbrettið að þessu sinni er stafurinn M sem stendur fyrir Media, Movement og Myth. Fjölmiðlar, hreyfing, goðsögn.
Hugsunarlaus

En annars, hvað var ég að hugsa. Ég var í einhverri hugsunarhrinu, hugsandi hluti. Hvað í ósköpunum var ég að hugsa? Það tengdist vissum málefnum, kannabis, geðklofa, samkynhneigð, hreyfingar, byltingar, pælingar, hugmyndir. Þetta var eitthvað "train of thoughts," hugmyndalest sem skransaði allharkelga þegar ég stóð upp úr mínu móki í sófanum núna rétt áðan. Hvað var ég að hugsa, hvað fór í gegnum heilasellurnar, hvað leyndarmál alheimsins var ég að velta fyrir mér fyrir örstuttu síðan? Ef aðeins ég vissi.

Það er óþolandi þegar maður lendir í spennandi hugarheimum, eða rökræðir við hausinn á sér um athygvlisverðar aðdróttanir, alhæfingar, staðhæfingar, sannleika, kenningar og pælingar, einn uppí sófa, að um leið og manni dettur í hug að koma þessum vangaveltum á blað þá er maður búinn að gleyma þeim.
Að dást að dásemini

Mörg okkar dáumst að þeim byltingum og byltingaröflum í fortíðinni og margir telja að sagan sé fordæmisgildandi fyrir nútíðina og hvað koma skal í framtíðinni. Við bendum á það sem er að og hrópum í laumi yfir óréttlæti ríkistjórna, ráðamanna og annarra valdsmanna, og einnig komum við með hugmyndir yfir því sem betur má fara, hugmyndir sem við vitum en viðurkennum ei að munu aldrei verða framkvæmdar, nema að við komum því í framkvæmd. Það erum við sem eigum að vera fordæmisgildandi, en ekki atburðir sem áttu sér stað fyrir mörghundruð árum síðan og tug þúsund kílómetrum í burtu. Ef eitthvað er að, þá er það undir okkur komið að koma því í lag.
En við erum hrædd. Hrædd um mannorðið, hrædd um afleiðingar gjörða okkar, hrædd um sektanir og fangelsanir, hrædd við andlitslaus öfl sem munu kannski verða okkur og okkar nánustu að miska eða bana. Hræðsla sem hefur verið innleidd til að halda okkur á mottunni. Því hin dularfullu, ósýnilegu öf, sem eru nú bara manneskjur einso við hin, eru afar ötull í að benda á afleiðingar ýmissa einstaklinga: Jesús var myrtur fyrir að boða frið, ef þú boðar frið þá verður þú drepinn, þetta hefur verið endurtekið í næstum 2000 ár, undirstrikað með eldheitum járnflein, rökrætt fram og til baka á píslarbekk, heitar umræður á báli og íhugað af mörgum í járnfrúnni. En hvað er það sem kirkjan og ríkið hafa hamrað á undanfarin 2000 ár eða svo: Þegiði og hlýðið.

laugardagur, ágúst 07, 2004

Operation : Blog Resurrection!

Já, það er, að ég held og nokkrum öðrum, kominn tími fyrir mig að reyna einhverskonar endurlífgunartilraunir við bloggið mitt, aðeins of seint fyrir heimlich-aðferðina. Einu sinni var það svo að það kom lífsmark einstaka sinnum upp á nokkra vikna fresti, en nú hefur það verið eitt lífsmark í hverjum mánuði síðan í apríl, held ég. Mitt blogscore er heil 87 á tæpum átta mánuðum eða svo. Vá, það er næstum 10 innlegg á mánuði. Atorkusamur... ha? Magnað? Nei.

Maður er búinn að vera í einhverri andlegri lægð undanfarna mánuði, manni hefur fundist að það hafi ekki verið neitt nýtt að frétta, ekkert nýtt að segja og ekkert nýtt til að bæta við. En vissulega er margt að frétta, margt að segja og margt hægt að bæta við, það hafa komið upp ýmist atburðir sem truflaði aðeins mitt mók þetta sumar.

Skrapp til London, þar sem ég innbyrti annað hvort löglegan eða löglega vafasaman vímugjafa, sem var fínt.

Mig dreymdi afar merkilegan og skemmtilegan draum. Það er erfitt að útskýra drauma, sama hversu ljóslifandi þeir geta verið í mínum huga meðan ég sef, í mínum draumaheimi. En fjórða júlí til fimmta júlí, dreymdi mig draum sem nú er orðinn minn uppáhaldsdraumur. Lýsingarnar eru dálítið "sketchy" og ansi erfitt að koma með smáatriðin, einsog útlit á manneskjunum, hvað þau sögðu og ýmislegt annað sem skiptir kannski máli eða skiptir engu máli. En málið með þennan draum að hann kom mér fyrir hugsjónir einsog ég væri virkilega á staðnum að gera þessa hluti, mér fannst þetta ósköp eðlilegt, þangað til ósköp óeðlilegir hlutir byrjuðu að gerast.

En hér byrjar lýsinginn á ýmsum atvikum, atburðum og umhverfi:

Ég var á röltinu með vini mínum, sem ég kem ómögulega fyrir mér þessa stundina, um koldimma nótt. Við gengum á stétt sem var staðsettur við "freeway" í risastórri borg. Það var ekki mikið af bílum, sem var einkenilegt. Borginn var blanda af ýmsum borgum og bæjum, strúkturinn einsog Reykjavík, dálítið handahófskennt, byggingar á hólum og hæðum, arkitektúrinn frá London og Amsterdam, múrsteinar og miðaldahús og síðan grænt gras, grænir hólar, græn lauf á fallegum trjám einsog í þjóðgörðum eða sveitabæjum á borð við Höfn, eða viss hverfi í Höfuðborgarsvæðinu. Það mátti einnig glitta í háhýsi og skýjakljúfur einsog í New York.
Við gengum saman, vinur minn og ég, framhjá frekar bröttum og götóttum hól, bakvið hólin voru margar byggingar. Síðan heyrði ég í hlátrasköllum fyrir ofan mig, og mér var litið á þennan hól. Í eini laut sá ég tvær persónur, stelpu og strák, á unglingsaldri, dálítið illa til fara, rifin föt, tætt hár, skítug í framan, en voru að skemmta sér vel. Ég skildi ekki strax af hverju, en þegar það byrjaði að neista úr kveikjara og glitta í krumpaða hálfslíters plast-gosflösku, þá gat ég áætlað að þessir krakkar voru að reykja kannabis, eða í raun hvaðsemer, því síðan tóku þau upp túpu og sniffuðu.
Stuttu seinna, sá ég rétt út úr auganu á mér, þriðju manneskjuna sem sat í annarri laut ekki langt í burtu. Þessi manneskja var aðeins snyrtilegri og rólegri, gallabuxum, hermannaskó, síðerma bol. Hann var kannski á þrítugs aldri með skolhært hár, rauðleit goatie á hökunni, barta og dálítið órakaður. Satt best að segja, og af ástæðum sem eru mér ókunnar, þá leit hann út einsog Birkir í I adapt, sem mér fannst dálítið einkennilegt í draumnum, yppti öxlum og ég héld áfram mína leið, labbað hægt og fylgdist með þessu fólki. Það leið ekki á löngu fyrren unglingarnir tóku eftir sama einstaklingi, og höguðu sér einsog þau þekktu hann, sem þau og gerðu. Þau voru að biðja um eitthvað, og hann hafði fyrst margt viskulegt að segja meðan hann gekk frá ýmsum vímugjöfum í þartilgerðar plastumbúðir, hegðaði sér einsog íslenskur "shaman", með ýmis varnaráð hvað má og má ekki gera. Síðan heyrði ég hann segja "meskalín",orð sem ég lét mig sperra eyrun og stoppa, snúa mér við og íhuga hvort ég ætti að kaupa mér meskalín hjá þessum skuggalega, en einkennilega, karakter.
Þessi díler fór síðan í hverfi sem var þarna rétt hjá, stelpan og strákurinn fylgdu með. Ég byrjaði að elta þau í gegnum þetta furðulega hverfi, fann þau síðan í húsasundi. Þetta var útvherfi sem var einnig þessi sérkennilega borgarblanda, raðhús úr múrsteinum, en raðhúsin voru öll í þvers og kruss, hálfgerð völundargöng. Ascher-leg. En í afar íslenskri umgjörð, í villtri náttúru. Mjög fínt hverfi, en það var samt þessi tilfinning að þetta væri hálfyfirgefið svæði, fáir á ferli og lítið um að vera.
En ég fann dílerinn, og vildi kaupa hjá honum "meskalín". Hann lét mig fá mikið magn af hvítum kögglum á meðalstóru viðarskurðbretti, ég þarf helst að mylja það sjálfur. Ég byrja að mylja, tek upp peningaseðill, rúlla honum upp og ætla mér að sjúga "meskalín" uppí nefið, þá koma smá gola og feykti hluta af meskalíninu af, ég reyndi að gefa því skjól svo að meira mundi nú ekki fjúka af, setti úlpuna mína yfir skurðbrettið, byrjaði síðan að hlaupa til að finna almennilegt skjól, enda kominn góður strekkingur. Mold, sandur og annað drasl blandaðist við meskalínið, þannig ég hendi mér niður, tók upp upprúllaðan peningaseðill og saug af öllum lífs og sálarkröftum.

Síðan byrjaði mér að líða einkennilega, orðinn dálítið léttur. Leit í kringum mig, og síðan fauk ég útúr þessu hverfi inní annað verra hverfi, síðan útúr því og útí sveit, á fullri ferð að fjöllum, stoppa þar, næ áttum. Stend, horfi uppí fjall, horfi uppí himinn, lít síðan niður og fýk síðan upp. Jörðinn byrjaði síðan að minnka og minnka, síðan byrjaði það að breytast og breytast afar hægt þangað til það myndaðist röð af bókum fyrir framan mig að ég tók eftir því að ég var kominn aftur inní herbergi og mér leið einsog ég hafði ekkert sofnað. Leit á klukkuna og hún var að vera eitt um nóttina, og fór að sofa klukkan hálf ellefu eða svo. Það fannst mér magnað.
Þar endar draumurinn minn.

Skrapp aðeins til Reykjavíkur. Þar var mér sýndur menningarviðburður í hjarta Reykjavíkur. Andspyrnu/róttæklinga/byltinga/jaðarhópar-spjallstofa, bókasafn og -sala. Bullaði alveg ósköp við eitthvað fólk sem ég þekkti. Keypti mér varning af ýmsu tæji (bækur og fleira). Skrapp síðan aftur heim til Hornafjarðar. Allsvakaleg ferð.

Er að fara til London aftur, síðan Kanada, síðan aftur London og þaðan heim. Inná milli verð ég vitni að giftingu og ýmist annað sem mun koma mér á óvart.

Þetta og fleira sem hefur drifið uppá mína ótrúlega nægjusama daga. Vissulega jaðrar þetta ekkert á við pakkfullt augnablikslíf, þar sem hver mínúta er undursamleg og viðburðartíkt, það er ekki einsog ég sé að ferðast á milli bæja til þess að berjast við forhertar forynjur af ýmsu tæji.

En jæja, ég ætla samt að passa mig að ofblogga ekki, en ég mun samt einnig reyna að vanblogga ekki of mikið.

laugardagur, júlí 24, 2004

Lestur undanfarnar vikur 
 
Akira Katsuhiro Otomo, fyrsta útgáfa 1982, ensk útgáfa 1986 - 6 bindi.
Bað mömmu mína, bókasafnsvörðinn, að hafa uppá þessum bókum fyrir mig, hún fann þær hjá bókasafninu á Akranesi. En því miður vantaði eina bók, þannig ég þurfti að bíða í rúmlega tvær vikur þangð til ég fékk þær loks í hendurnar. Biðin var vel þess virði. Eitt orð sem lýsir þessari sögu, orð sem er í senn klisja en samt á vel við : Snilld, ég geng svo langt að segja gargandi, epísk snilld.

Katsuhiro Otomo er japani, og það tók hann nær 10 ár að klára þessa sögu. Útkoman er alveg ótrúleg.

Akira-myndin er ein af mínum uppáhaldsmyndum, teiknimynd sem kom út árið 1988, leikstýrð af Katsuhiro Otomo, höfundinum. Hún toppar nær allar handteiknaðar teiknimyndir gerðar fyrir 1995, en þá var byrjað að nota tölvur til að fullkomna hreyfingarnar. Tónlistinn er einnig í miklu uppáhaldi hjá mér, og það hefur reynst nær ógjörningur að hafa uppá tónlistinni á geisladisk.

Árið 1986 sprakk sprengja af áður óþekktri stærð og styrkleika í miðborg Tókíó, og 9 tímum seinna braust út þriðja heimstyrjöldinn. 

Sagan byrjar 31 ári síðar, í Neó-Tókíó. Mótórhjólagengi á táningsaldri, með söguhetjunni Kaneda í broddi fylkingar, bruna eftir ónotaðri og óupplýstri hraðbraut útúr Neo-Tókíó um koldimma nótt. Þeir koma að endanum á hraðbrautinni, sem eru rústir einar, en fyrir neðan þá er staðurinn þar sem sprengjan sprakk 1986. Þeir snúa við, og fara aftur til borgarinnar. Tetsuo, góður vinur Kaneda, tekur fram úr honum. En útúr myrkirinu verður á hans vegi lítil mannvera, og af furðulegum ástæðum springur hjólið hans Tetsuo. Kaneda og hinir komu aðvífandi að slysinu, og Tetsuo liggur á götunni í sárum. Kaneda hleypur að honum, en sér þessa mannveru, sem lítur út einsog lítill strákur, en andlitið er á skjön við vöxtinn. Strákurinn lítur út einsog gamall maður...

...síðan upphefst spennandi atburðarrás, þarsem herinn, ríkistjórnin, byltingarherinn, unglingar, og yfirnáttúrulegar verur blandast inní söguna og úr verður ein besta teiknimyndasaga sem nokkurntímann hefur verið gefinn út.  Teiknimyndasaga sem hafði gífurleg áhrif á þróun teiknimyndasagna, innan og utan Japans.

Islam : Saga pólitískra trúarbragða eftir Jón Orm Hallgrímsson, gefin út 1991

Einsog nafnið bendir til, þá fjallar þetta litla rit um Islam, upphaf þess og áhrif. Afar fróðleg bók, skrifað á hlutlægan hátt, og upphefur enga sleggjudóma um Miðausturlönd. Í þessarri bók er rakin saga Múhaðmeðs, muninn á súnní og shía-múslímum, áhrif Breta og Bandaríkjamanna á þessi lönd, hættuástand sem skapaðist af stofnun Ísraels o.fl.

En ég ætla mér að fræðast örlítið meira um þessa trú og þessi lönd og hef þar af leiðandi byrjað að lesa Kóraninn, sem er afar tormelt bók.

miðvikudagur, júní 30, 2004

...

Afsakið... ég veit að fáir lesa þetta, en...

Er það starfskilyrði fyrir ríkjandi þing- og ráðamenn að koma sem flestum lögum og frumvörpum í lagabákn Íslands?

Þeir sem eru stjórnaliðar og þeir sem eru stjórnrandstæðingar, er það óskrifuð (eða skrifuð) regla að vera nær ætíð á öndverðum meiði? Er enginn leið fyrir þessa bjána að komast samkomulagi?

Fólk! Þið sem haldið að þið getið ekkert gert, gerið eitthvað! Annaðhvort ræot með molotovkokteila og grjóti, eða læsið ykkur í handleggjastöðu fyrir framan Stjórnaráðið eða Alþingi (eða bæði!!)!
Er órói í samfélaginu? Hef ekki fundið fyrir því, en ég bý útá landi, þannig að ég veit ei hvernig þetta er á Íslandi, sem er Reykjavík(aka Höfuðborgarsvæðið). En það virðist allt gerast í Reykjavík/Ísland, það eru skandalarnir sem mestir, þar eru allir þingmenn og ráðherrar, þar virðist ríkja skálmöld, skeggöld og vargöld.

Í Reykjavík ráða ráðamenn.

En útá landi eru eintómir strumpar, þar sem skoðanir ráðast af Baugstíðindum, enda erum við sveitungar svo spilltir af auðvaldi og trúgirni að við trúum öllu sem prentað er á blað. Fyrst það stendur í riti, þá hlýtur það að vera satt.

Við tökum ekki mark á málgagni sjálfstæðisflokksins, hvað þá ljósvakamiðlum ríkisstjórnar.
Jæja, best að viðra eitthvað, svona rétt áður enn mánuðurinn endar. Það er nú aðeins meira en mánuðurinn síðan ég lagði eitthvað af mörkum á þessa litla vefbók hérna, en það er nú ekkert mikið sem ég hef að segja.

En, tíu mínútum áður en mánuðurinn endar, til flefle með 17. júní, hvað sem það þýðir, og forsetinn líka, vattever, og... glænýja "vargöld" sem hefur skellt á þjóðfélagið. Ég lít útúm gluggan og sé fólk vera að kyrkja hvort annað útaf ástæðum sem eru mér ókunnar.

Jíbbí!

laugardagur, maí 22, 2004

Ég er í buxum. Buxurnar eru bláar. Ég er í skóm. Skórnir eru svartir.

Er það ekki magnað?
Ég stefni á að taka bókina Fast Food Nation og þýða hana í mínum frítíma. Er það ekki frábært?

mánudagur, maí 10, 2004

Hversu þolinmóð erum við?
Hér á landi ríkir lítil spilling, en hún er samt talsverð ef miðað er við innlendar fréttir undanfarna vikur og mánuði, sú spilling sem þrífst á þessu landi er klíkuskapur og það er nóg af því. Hvert hneykslismálið rekur upp fjörur fjölmiðla, og almenningur, tæknilega séð, gerir lítið annað en að tala um það en gera ekkert í því. Það þarf bara eina hugrakka sál, lítil steinvala getur komið af stað skriðu. En hver þorir að taka af skarið?

Miðað við uppátæki ráðherra; útlendinafrumvarpið, stuðningurinn við stríðið, fjölmiðlafrumvarpið, svikin loforð, drottnunargirnd, drambsemi, hroki, valdníðsla, lögreglufrumvarpið, styðja ekki sjálfstætt ríki Palestínu né Færeyjar og fleira óupptalið, miðað við þetta og fleira, þá skil ég ekki af hverju að fjöldi einstaklinga sem hafa fengið sig fullsadda af þessarri vitleysu og leyfa ráðamönnum að finna fyrir því með reiði - bara uppþot einsog 1949 nema miklu svæsnari og grófari, breyta götunum í stríðsvæði, molotovkokteilar, grjótkast. Reiðin. Hún ólgar.

Nei, fólk gleypir þetta hrátt, segjir að þetta batni, og á meðan eru veruleikafirrtir klepparar að gá hversu langt má ganga gagnvart fólkinu sem þjónar þeim, því þeir þjóna okkur ekkert, það erum við sem höldum þeim uppi en við sýnum þeim lítið sem ekkert aðhald, rétt einsog á gamla vinnustaðnum mínum. Klepparar, því þeirra háttalag er ekkert svo ólíkt langtíma geðsjúklingum á Klepp. Langtímasjúklingar, stofnanaskemmt fólk, á það til að firrast gjörsamlega frá veruleikanum og byrja að koma með óskir og þrár sem enginn getur uppfyllt eða má ekki uppfylla, því þessar óskir eru óraunhæfar; setja aldurstakmark á erlenda ást, bjóða uppá fjölbreytni með því að innleiða fábreytni, að hræðast eitthvað sem ekki er til. En munurinn á kleppurunum á Kleppi og kleppurunum í Stjórnaráði er sá að síðari hópurinn eru komnir í lyfjaskápinn en eru samt að ganga af göflunum. Stjórnmálamenn á Íslandi eru stofnanaskemmdir, þeir þurfa aðhald. En þeir virka samt einsog einstaklingar með framheilaskaða og eru ögn þroskaskertir. Þeir hafa sjálfmiðaða hugsun: Allt sem ÉG geri og hugsa er rétt, því ÉG er að gera það og hugsa, auk þess hef ÉG alltaf rétt fyrir mér.

Tæknilega séð má ég ekki segja frá því, en ég stenst það ekki því þetta er svo kaldhæðið (en mun stroka út ef þess er óskað og biðjast innilegar afsökunarbeiðni ef ég hef sært viðkvæma sál): Einn af mínum skjólstæðingum er heilabilaður, hann er Sjálfstæðismaður. Hann trúir því enn að Rússland sé kommaland. Hann trúir því að Saddamn Hussein stóð fyrir Tveggja Turna Falli. Hann trúir því enginn fátækt sé til. Hann trúir öllu sem Ríkistjórnin segjir og gerir.

Það þarf mikla þolinmæði að vinna með geðsjúku og heilabiluðu fólki, en það þarf samt sem áður að sýna þeim vissa ákveðni og koma með skýr mörk. Yfir strikið má ekki ganga.
Fátt að segja. Lítið að gera. Ekkert í fréttum. Búinn í þessum tveimur prófum.
Illa borgað. En ágætis starf. Þvílikt þolinmæði. Vinna mikið undanfarna daga. Þankagangur mikill. En tjái mig lítið. Verð að bæta úr því.

mánudagur, maí 03, 2004

Jæja - sökum breytinga á sumarfríum, þá fer ég í frí 8. til 19. - svo að Lúndúnarferðin breytist lítillega - en ég býst við því að fara 9. eða 10. og staldra við í viku eða svo.
Glænýtt barn komið í fjölskylduna
Jæja. Nú er búið að bætast við nýtt skyldmenni, en hann Ingvar Árni Ingvarsson og hún Sono Izutsu-Wright eru loks orðin að alvöru foreldrum. En í nótt, klukkan 0240 fæddist stúlka sem ber nafnið Kaitlyn Björg Ingvarsson (af einhverjum ástæðum fá þau ekki að skíra barnið Ingvarsdóttir, en hún verður Ingvarsdóttir í mínum huga), hún vó 3,2 kg við fæðingu! Magnað.

Þetta hlýtur að vera mögnuð tilfinning að verða (loksins) faðir, Ingvar Árni!
This must be a fantastic feeling to (finally) become a mother, Sono!
Congratulations with the newborn.

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Jæja - ég ætla að fara til London í Júní - 3. eða 4. - gera eitthvað sniðugt. Staldra við í Sódómu, auðvitað.

mánudagur, apríl 26, 2004

NO TV-Vikan
Að vera uppalin á sjónvarpi, vídeó og tölvuleikjum frá barnæsku hefur ekki gefið mér margt í mínu lífi. Ég stundaði það áður fyrr að horfa alveg gífurlega mikið á sjónvarp, stillti klukkuna og vikudaga eftir dagskránni, stundum gekk það svo langt að ég neitaði um yfirvinnu útaf sjónvarpsþætti. Einnig horfði maður á hvaðsem er um tíma, það skipti ekki máli hvað var á á skjánum, það gat verið Stundinn okkar eða Maður er nefndur, ég mundi glápa á það af tómri skyldurækni gagnvart hinu heilaga sjónvarpi. Eða kvikmyndirnar, ég var orðinn fíkill. Tók vídéóspólu í hvert sinn sem tækifæri og fjárhagur leyfði, það skipti ekki máli hvaða ég tók, hvort það var ömurleg vísindaskáldsögu-þvæla á borð við Dollman, eða rómantískt gamamyndarsorp á borð við Ghost, þá horfi ég á, sama hversu ömurleg myndinn er. Tölvuleikjanotkun mín er ekkert betra, fokk, ég spila óhemju mikið af tölvuleikjum og ég það sem ég spila getur verið frá snilldarafþreyingu til hönnun frá helvíti. En ég spila það samt.

En nú er öldinn önnur (enda var ég mikill skjáfíkill á 20. öldinni) og hef skorið niður sjónvarpsgláp umtalsvert, en fæ reglulega fráhvarfseinkenni sem ég verð að svala með því að horfa allavega á einn þátt í sjónvarpinu, ég horfi enn á vídeó/DVD/bíó en geri talsvert minna af því en áður tíðkaðist. En að vísu er einn "löstur" sem ég enn hef, það er tölvuleikjaspilun, það verður langt í það að ég losni við þá fíkn.

Annars er hin margumrómaði Alþjóðlegi "No-Tv" Vikan, og stefnan er sett á það að hætta, að mestu, að horfa á sjónvarp. Ég er þegar byrjaður á því, og hef horft á, tja, 2 tíma af sjónvarpi í þeirri viku sem var að líða. Það er afrek. Allt í allt, þá held ég að ég sé búinn að horfa á, tja, kannski 6 tíma af sjónvarpi í þessum mánuði, jafnvel minna!

miðvikudagur, apríl 21, 2004

Jíppí - það verða fleiri þýðingar á næstunni. Aaaaah, þetta er yndislegt.
Vegna þess að systir mín er svo yfir sig spennt yfir afmælisdeginum mínum þá hef ég ákveðið að skrifa eilítið um það tiltekna málefni áður hún eipar yfir sig

Einsog sumir vita þá á ég afmæli í ár (vá!) á laugardaginn 25. september og þá mun ég verða 25 ára gamall. Það er sérstakur aldur. Þá á ég bara fimm ár í það að verða 30 ára gamall.

Anyways, mín magnaða systir er orðinn svo yfir sig spennt yfir þessarri dagsetningu að hún hefur ákveðið að reyna skipuleggja þetta afmæli með pomp og prakt. Hún hefur suðað í mér að blogga þetta plan og athuga viðtökurnar.

En planið er í megindráttum þessi : Að fá lánað eða leigða vöruskemmu yfir eina helgi, frá föstudegi til sunnudags, fá fjöldann allan af bílskúrsböndum og öðrum áhugasömum tónlistarmönnum hvaðanæva af landinu sem eru tilbúnir í að spila frítt og auk þess borga fyrir öll aukaleg útgjöld, því ég er ekkert sérstaklega vel fjáður maður. Bjóða haug af liði í þetta afmæli og, í sannleika sagt, verða hnetur. Koma með nóg af áfengi eða bara koma með góða skapið, og hafa afar vinalega og hátíðlega skemmtun.

Þetta er bara hugmynd í bígerð, en hún Imba er alveg í því að vilja gera þetta. Hún sendi meira segja fyrirspurn á rokk.is, og það hefur fengið, tja, sosum ágætar viðtökur.

En ég er ekki bara jafn ótrúlega spenntur yfir þessu, þó vissulega finnst mér þetta góð hugmynd og framkvæmaleg, þetta er bara svo mikið vesen fyrir einn úldinn afmælisdag. En núna væri fínt að fá einhverjar viðtökur, og endilega þið fáu sem komið hér á þessa litlu síðu mína, segjið mér hvað ykkur finnst. Ætti ég að láta verða af því? Einnig munduð þið nenna ferðast eitthvert lengst útí útnára Íslands til að taka þátt í Hornfirskum gleðskap?

þriðjudagur, apríl 20, 2004

Þessi texti er 1st draft, svo margt sem kemur fram er dálítið beinþýtt. Ég ætlaði að fara betur yfir þetta, en það eru samt sem áður nokkrar setningar sem ég er í miklum vafa um, og hef þá skilið eftir enska textann í sviga. Það eru sum orð sem eiga að vera í ítölsku til að undirstrika þau, en það sem þetta innlegg mun fara í gegnum minniháttar eða stórfelldar breytingar þá nenni ég ekki að bæta því inn. Orð og orðalag þarf aðeins að bæta og breyta, allar ábendingar og meira segja prófarkalesningar eru velkomnar. Njótið vel.

R fyrir Rými (b. 205)

Útskúfun : Kort örvæntingar
Stjórnun Rúms og Tíma, Geimferðir og Geimkönnun


"Borg: Skipulag af þöglum og einangruðum manneskjum sem eru lamaðar einsog eilífðarvél."
"Ferðamannaiðnaður: Aðferð sem felst í því að rými sem ekki hefur verið úthlutað fyrir framleiðslu eða húsnæði (þ.e. útrýming raunverulegs lífs) er breytt í stað þar sem hægt er upplifa fals-líf - gegn borgun."
"Áhugaverð afleiðing sem fylgir þróun samgöngukerfa er að þegar vegalengdin milli samfélaga minnkar, þá eykst vegalengdin milli einstaklinga innan samfélagana."


Í nútímaheiminum er stjórnun sjálfkrafa beitt á okkur með rýminu sem við búum í og hreyfum okkur. Það eru vissir helgisiðir sem við lifum samkvæmt - vinna, "frítími", neysla, undirlátsemi - því heimurinn okkar er hannaður eingöngu með þessa hluti í huga. Við vitum öll að verslanamiðstöðvar eru til að versla, skrifstofur til að vinna, stofur til að horfa á sjónvarp og skólar eru til að hlýða kennurum. Við ferðumst í gegnum rúm sem hafa fyrirfram ákveðinn tilgang, og allt það sem þarf til að halda okkur á sífelldri hreyfingu er að halda okkur á sömu braut í sífellu (and all it takes to keep us going through the same motions is to keep us moving along the same paths.). Það er erfitt að finna eitthvað annað að gera en að skoða og versla í Kringlunni; og, því við erum svo vön þessu, þá er erfitt að láta detta sér í hug að gera eitthvað annað þar - hvort eð er að gera eitthvað annað en að versla þarna er því sem næst lögbrot, þegar þú hugsar málið.
Það verða sífellt færri og færri af frjálsu og óbyggðu rými eftir í heiminum þar sem við getum leyft huga okkar og líkama vera frjáls og óheft. Næstum allir staðir sem þú ferð á eru í eigu einstaklings eða hópa sem hafa þegar ákveðið tilgang og fyrirframákveðin not fyrir rýmið: einkaeign, verslunarsvæði, mislæg gatnamót, þjóðvegir, kennslustofur, þjóðgarðar. Og okkar frekar fyrirsjáanlegu leiðir sem við tökum um heiminn leiða okkur sjaldnast nálægt þessum frjálsu svæðum sem eru eftir.
Þessi rými, þar sem við getum látið hugann reika óhindrað, hafa verið skipt út fyrir útfærðu, ákveðnu og stjórnuðu umhverfi einsog Disneyland - staðir þar sem þrár okkar eru áskapaðar og seldar til okkar á kostnað fjárhag og tilfinninga. Að koma sjálf með tilgang í lífið og heiminn og að skapa okkar aðferðir til að spila og leika okkur eru nauðsynlegir þættir í mannlegri tilveru; í dag, þegar við erum aldrei í rými sem hvetja okkur, þá kemur það ekkert á óvart að mörg okkar erum örvæntingafull og ófullnægð. En akkúrat útaf því að heimurinn hefur svo lítið af frjálsu svæði, og hringrás hversdagslífsins leiða okkur aldrei í þau svæði, þá erum við neydd til að fara á staði einsog Disneyland til að fá eitthvað í líkingu við leik og spennu. Ævintýrin sem hjörtu okkar þrá hafa þegar verið leyst af hólmi af fals-ævintýrum, og í staðin fyrir að skapa fáum við bara að horfa.
Okkar tími er jafn nákvæmlega upptekið og takmarkað og rýmið; vissulega, er aðgreining rýmisins formbirting á því sem þegar hefur komið fyrir tímann. Allur heimurinn lifir og hrærist samkvæmt stöðluðu tímakerfi, hannað til að samhæfa hreyfingar okkar frá einni hlið plánetunnar til annars.
Inní þessu stóra kerfi, þá er lífið okkar samræmt vinnutímanum okkar og/eða skólatíma, jafnt sem opnunartímar fyrirtækja, ferðaáætlanir almennings samgöngukerfa o.s.frv. Þessar tímaáætlanir sem stjórna lífi okkar á sér djúpar rætur og byrja á barnæsku okkar: við gleymum því að tíminn sem við eigum er að sjálfsögðu okkar eign og okkar til að ákveða hvað við gerum við hann, en skiptum honum samt í flokka á borð við vinnudagar, matartímar og helgar. Líf sem orsakast af spontant kenndum, að gera eitthvað af sjálfsdáðum og án þess að um fyrirætlun er að ræða, er óhugsandi fyrir okkur; og hinn svo kallaði "frí"tími er oftast áætlaður tími til að gera eitthvað annað en að vinna. Hversu oft sérðu sólina rísa upp? Hversu oft ferðu út að ganga á sólríkum eftirmiðdegi? Ef þú fengir óvænt tækifæri á að fara í spennandi ferð þessa viku, mundirðu gera það?
Þessi heftandi umhverfi og tímaáætlanir hefta hina gífurlegu möguleika sem lífið okkar hefur uppá að bjóða. Einnig heldur þetta okkur í einangrun frá hvort öðru. Í vinnunni okkar, þá eyðum við stórfelldum tíma í að gera eitthvað eitt tiltekið verkefni með einum tilteknum hópi, á einum tilteknum stað (eða allavega eitt ákveðið umhverfi, fyrir iðnaðarmenn og afleysingjafólk). Svona takmörkuð, endurtekinn reynsla gefur okkur afa takmarkaða sýn á heiminn, og hindrar okkur frá því að kynnast öðru fólki af öðrum uppruna og menningarheimi. Heimilin okkar einangra okkur ennþá meir: í dag aðskiljum við okkur í læstum litlum kössum, að hluta til útaf þeirri hræðslu sem auðhyggjan hefur farið með aðra, og að hluta útaf því að við trúum þessum ofsóknarkennda áráðri fyrirtækjanna sem selja okkur þjófavarnakerfin. Úthverfin líkjast öllu heldur kirkjugörðum, aðskilið fólk í kössum... rétt einsog vörurnar í verslunar-keðjunum, jafn "ferskt". Þegar þykkir veggir skilja okkur að frá nágrönnunum okkar, og vinir og vandamenn eru dreifðir útum allt land, þá er illskiljanlegt að hægt sé að hafa einhverskonar samfélag, hvað þá að skipta svæði samfélagsin á milli okkar þar sem fólk getur notið góðs af sköpunargáfu hvors annars. Og bæði heimilið og vinnan bindur okkur niður á einum stað, halda okkur kyrrstæðum, að við erum ófær í að ferðast um heiminn nema í fljótfærnislegum ferðalögum og fríum.
Jafnvel ferðamáti okkar er heftur og heftandi. Ferðaaðferðir nútímans - bílar, rútur, lestir, neðanjarðarlestir, flugvélar - halda okkur á stöðluðum leiðum, horfandi á heiminn fara framhjá okkur í gegnum skerm, einsog það væri sérstaklega leiðinlegur sjónvarpsþáttur. Hvert og eitt einasta okkar lifum í persónulegum heimi sem samanstendur af frekar vel þekktum áfangastöðum (vinnustaðurinn, matvöruverslanir, íbúð vinar þíns, dansstaðurinn) með nokkrum millileiðum (sitjandi í bílnum, standandi í strætó, gangandi upp stigann), og maður hefur varla tækifærir til að verða á vegi einhverju ófyrirsjáanlegu eða uppgötva nýja staði. Maður gæti ferðast á hraðbraut í tíu mismunandi þjóðum án þess að sjá neitt annað en malbik og bensínstöðvar, svo lengi sem hann heldur sig í bílnum. Læst á okkar leiðum, við getum ekki ímyndað okkur alvöru frjáls ferðalög, langar hnattferðir uppgötvana sem gæti leitt okkur í beint samband við glænýtt fólk og hluti á hverju horni.
Í staðinn, þá sitjum við í umferðahnútum, umkringt af tugum ef ekki hundruðum einstaklinga í nákvæmlega sömu stöðu og við, en við erum aðskilin frá þeim útaf þeim stálbúrum sem eru bílarnir okkar - þannig að þeir líta frekar út fyrir að vera hlutir en meðbræður og -systur. Við höldum að við getum séð meira af og náð frekari tengslum við umheiminn með þessum nútímaferðamáta; en ef eitthvað er, þá erum við í raun að sjá minna af honum. Er möguleikar samgöngukerfa verður stærri og meiri, þá breiða borgirnar úr sér yfir meira og meira landslag. Þegar vegalengdin lengist, þá þarf fleiri bíla, fleiri bílar krefjast meiri rýmis, þannig að vegalengdin lengist aftur... og aftur. Með þessu móti munu hraðbrautir og bensínstöðvar koma í staðinn fyrir allt sem var í fyrsta lagi þess virði að ferðast til... það er að segja allt sem þegar hefur ekki verið breytt í skemmtigarð eða vinsælan ferðamannastað.

Sum okkar sjá internetið sem "ókannað svæði (final frontier)", sem frjálst, ónýtt rými sem er enn ósnert til að kanna. Það gæti og gæti ekki verið að tölvuheimurinn (netheimurinn (cyberspace)) hafi visst frelsi í boði fyrir þá sem hafa efni á að nota og kanna það; en hvað sem það hefur uppá að bjóða, þá er það í boði með því skilyrði að við skiljum eftir líkama okkar: sjálfviljug aflimun. Mundu að þú ert líkaminn þinn jafnt sem hugur: er það frelsi að sitja á sama stað, starandi á blikkandi ljós í marga klukkutíma, án þess að nota bragð-, snerti- eða lyktarskyn? Hefurðu gleymt tilfinningunni sem fylgir því að standa berfættur á blautu grasi eða á volgum sandi, lyktinni af gúmmítré eða valhnotureyk? Manstu eftir ilminum af stilki tómata? Bjarma kertaljóssins, hina æsandi upplifun yfir að hlaupa, synda, snerta?
Í dag getum við snúið okkur að internetinu fyrir spennu án þess að hafa á tilfinningunni að við höfum verið svikin því að okkar nútímalíf eru svo þvingað og fyrirsjáanlegt að við höfum gleymd hversu ánægjuleg athafnir og hreyfingar eru í raun og veru. Hví að sætta sig við afar takmarkað frelsi sem alnetið (cyberspace) hefur uppá að bjóða, þegar það er svo mikið af upplifunum og tilfinningum í boði í hinum raunverulega heimi? Við ættum að vera hlaupandi, dansandi, hjólandi, njóta lífsins að fullnustu, skoða nýja heima - hvaða nýja heima? Við verðum að enduruppgötva líkama okkar, skynjanir okkar og rýmið í kringum okkur, og síðan getum við breytt þessu rými í nýja heima þar sem við getum komið með okkar eigin þýðingu og tilgang í.
Að lokum, verðum við að finna upp nýja leiki - leiki sem hægt er að taka þátt í þeim herteknu svæðum heimsins, leikir sem afmá fyrirfram ákveðinn tilgang svæða á borð við verslunarmiðstöðva, veitingastaða og kennslustofu, og við getum þá komið með okkar eigin tilgang samkvæmt okkar þrám og draumum. Við þurfum leiki sem geta hjálpað okkur til að ná saman, komist útúr þessum innilokuðu og einangruðu heimilum, og inná almenningssvæði þar sem við getum notið góðs af félagskap og sköpunargáfum hvors annars. Einsog þegar fólk hjálpar hvort öðru eftir náttúruhamfarir og rafmagnstruflanir sem auk þess gerir lífið þeirra aðeins spennandi (hvort eð er, þá er þetta smá tilbreyting frá frekar leiðinlega fyrirsjáanlegum heimi), þá ættu þessir leikir að geta hópað okkur saman og fengið okkur til að gera nýja og spennandi hluti. Við ættum að mála ljóð á veggi verslanasvæða, tónleika á götunum, kynlíf í almenningsgörðum og kennslustofum, fríar lautaferðir í stórverslunum, spontant hátíðir á hraðbrautum...
Við þurfum að finna upp nýjar útfærslur á tímanum og einnig nýjar aðferðir til að ferðast. Reyndu að lifa án þess að hafa klukkur og úr, án þess að samhæfa lífið við restina af hinum afar upptekna heimi. Reyndu að fara í löng ferðalög, gangandi eða hjólandi, þannig að þú mund verða var við allt sem er á milli byrjunarreits og áfangastaðar, án þess að hafa einhvern skerm eða glugga (screen) á milli. Prófaðu að skoða nágrennið eða hverfið sem þú býrð í, skima yfir landið á húsþökunum, athuga hvern krók og kima - þú mund undrast allt það falda ævintýri, sem bíður eftir því að finnast, sem bíður eftir þér!

Alvöru kort af ímynduðum heimi, ímynduð kort af alvöru heimi.
Kort nútímans lýsa heimi sem enginn manneskja hefur stigið fæti á fyrr: heimur með varlega skráðum vegalengdum og stöðluðum merkjum, frosið í tíma/ tímalaust, algjörlega tómt af tilfinningalegu umhverfi - hlutlægur heimur, því í dag vitum við öll að það er enginn heimur nema hinn huglægi. Þessi kort innihalda svo litlar upplýsingar um þýðingu mannlífsins að það er enginn furða að við villumst alltaf þegar við notum þau: við förum sífellt í hringi, komum "á réttum tíma" til okkar svokallaða áfangastaða, höfum ekki hugmynd um hvert við erum að fara og hvers vegna, hvað þá að vita hvað hægt er að finna í þessum heimi þegar við förum af þjóðveginum eða útúr höfuðborgarsvæðinu.
Ef við sköpuðum okkar eigin kort, skráum niður okkar einstaklingsbundnu upplifanir í staðinn fyrir að fá staðlaðar upplýsingar útúr mælitækjunum, þá mundi það augljóslega sýna hvað það er að vera mannvera á þessari jörð. Kannski þá mundum við skapa heim fyrir mannkyn til að lifa í, ekki tæki eða tól. Bók á borð við "On the road" er eitt dæmi um svoleiðis kort: það skráir leiðir nokkurra einstaklinga í gegnum rúm og tíma, frásagnir um tilfinningaflæðið jafnt sem líkamshreyfingu. Vissulega hjálpar þessi bók okkur ekki í að finna götunöfn eða rétta leið til bensínstöðva á Selfossi, en til langtíma litið þá mun hún hjálpa þér að ná lengra en kort af Austur-Skaftafellsýslu.
Það er satt að við upplifum heiminn mismunandi, og ef við gerðum okkar kort hreinskilningslega (þ.e. huglægt) þá mundu þau öll líta mismunandi út; en það ætti að vera nægileg ástæða til að fagna fjölbreytileika heimsins, en ekki að kvarta yfir því! En, rétt einsog bók, um fólk sem þú hefur aldrei hitt, hefur visst notagildi sem kort yfir þínu eigin lífi, þá geta þessir einstaklingsbundnu annálar oft haft hjálpsamlegt notagildi fyrir margt annað fólk, og af fjölbreyttum toga. Þú mund uppgötva að þegar þú talar opinskátt fyrir sjálfan þig, þá ertu örugglega að tala fyrir aðra líka: það er bara eitt af því að vera mannlegur (og okkar ástæða af hverju við dreifum orðinu "við" miskunnarlaust um þessar blaðsíður). Hér á eftir eru nokkur dæmi um huglæg kort sem nokkrir þátttakendur í okkar samvinnuhóp hafa gert, sem dæmi; sjálf bókin sem þú ert að lesa er einnig kort, auðvitað, ef þú notar hana rétt.

Textabrot:
Rými er ekki til fyrr en það hefur verið skoðað. Maður skapar rými með því að hlaupa, stökkva, dansa og klifra í gegnum það.
Ef hjartað þitt er frjáls, þá er jörðin sem þú stendur á frelsað svæði. Verndaðu það.


V fyrir Vinnu ( b. 244)

"Vinna er gagnstætt sköpun, sem er leikur.
" Heimurinn byrjaði að vera mér einhvers virði um leið og ég hætti að vera alvarlegur þegn þjóðfélagsins og varð - ég sjálfur. Ríkið, þjóðin, sameinuðu þjóðir heimsins, var ekkert nema stórt samansafn af einstaklingum sem endurtóku mistök forfeður sína. Þau voru föst í tannhjóli frá fæðingu til dauðadags - og þetta hlaupahjól reyndu þau að göfga með því að kalla það "líf". Ef bæðir einhver til að útskýra eða skilgreina líf, hvað væri upphaf og endir alls, þá mundi svarið vera sviplaust andlit. Lífið væri eitthvað sem heimspekingar hafa reynt við í bókum sem enginn les. Þeir sem væru djúpum skít, "ólaðir við vinnuna" (those in the thick of life, "the plugs in harness", held að ég hafi þýtt þetta rétt)höfðu engan tíma í svona ómerkilegar spurningar. "Þú verður að borða, er það ekki?" Þessi fyrirspurn , sem átti að gera mann orðlausan, og hafði þegar verið svöruð, ef ekki í algjörlega neikvæðum skilningi þá allavega frekar óhugnanlegum neikvæðum skilningi af þeim sem vissu, var vísbending um allar þær spurningar sem fylgdu í kjölfarið á raunsæjum evklíðskum runum. Sá litli lestur sem ég hafði náð að framkvæma tók ég eftir því að þeir sem voru mest inní lífinu, sem voru að móta lífið, sem voru lífið sjálft, átu lítið, sváfu lítið, áttu lítið sem ekkert. Þeir gerðu sér engar grillur um skyldur, eða viðhalda ætt og fjölskyldu, eða varðveita Ríkið. Þeir höfðu áhuga á sannleika og eingöngu sannleika. Þeir þekktu aðeins eina athöfn - sköpun. Enginn gæti skipað þeim til að gera eitt eða neitt, því þeir höfðu þegar heitið sjálfum sér í að gefa allt frá sér. Þeir gáfu endurgjaldslaust, því það er eina aðferðin til að gefa. Þetta var lífstíll sem mér þótti heillandi: þetta var skynsemi og skynsamlegt. Þetta er líf - en ekki lýð- og lífskrum sem fólkið í kringum mig tilbeið."
-Henry Miller, Bylting hversdagslífsins (The Revolution of Everyday Life)

(Tricks of the Tradeless)
Fag þeirra ófaglærðu

Gregarius: Það eru þúsund ástæður til að vinna ekki - að njóta lífsins meira, til að forðast þá skömm sem fylgir því að setja verð á tímann þinn eða klæðast starfsmannabúningi eða hafa yfirmann, að neita markaði auðhyggjunnar um erfiði þín. Og þegar ég segi "vinna ekki", þá meina ég það ekki þannig að gera ekki neitt í staðinn, ég meina að nota tímann til að gera það sem þig langar til að gera. Ég held að besta ástæðan til að vinna ekki er sú staðreynd að svo mikið af fólk veit ekki hvað það á að gera í staðinn. Þú verður að fá tækifæri til að endurheimta þá hæfileika sem hjálpa þér að beina þínum kröftum að einhverju öðru. Ég gæti ekki verið að framkvæma jafn mikið af aktívisma, eða ferðast jafn mikið, ef ég væri í venjulegri vinnu - það er alveg áhreinu.

Deborah: Persónulega finnst mér þetta snúast um að vera eins langt frá framleiðslu-neyslu hringrásinni og mögulegt er. Ef ég fæ ekkert útborgað, þá freistast ég ekki til að kaup tilgangslausar vörur... sem neyddu mig til að hafa fasta útborgun, föst í einum lífsstíl - þú getur lend í djöfullegri hringrás sem samanstendur af því a borga upp skuldir á einhverjum hlut sem gladdi þig, kaupa meira dót til að losna við áhyggjurnar sem fylgir skuldinni, og svo framvegi - auk þess, þá er þetta umhverfislega séð rétt líka, ekki að hvetja þá til að fjöldaframleiða drasl þegar landfyllingarnar eru yfirfullar.

Paul: Ég viðurkenni að í mínu tilviki var frekar erfitt til að byrja með - það var frekar ömurlegt fyrstu árin, eftir að ég lofaði sjálfum mér að ég mundi aldrei ráða mig í vinnu aftur, sérstaklega því ég þekkti engan sem var að gera það sama eða hafði einhverju þekkingu til að deila með mér. Í raun varð ég að læra þetta einn og óstuddur, sem er dálítið sorglegt þegar ég veit núna að það er fullt af fólki sem er að gera sambærilega hluti sem hefði getað hjálpað mér í gegnum þessar breytingar. Allir mínir gömlu vinir frá framhaldskólanum gátu bókstaflega ekki skilið hugmyndina - þeir voru allir með vinnu, eða fengu fé frá foreldrunum, og þeir mundu kvarta einsog allir aðrir gera um peninga þegar þeir fengu sér í glas á bar, sem hafði eitthvað hóptilboð eða á einhverjum öðrum stað þar sem ég hafði bara ekki efni á að fara á; að lokum hættum við að hitta hvor aðra, einfaldlega útaf því ég hafði ekki efni á því. Það voru ömurlegir tímar sem komu er ég var bara einn með sjálfum mér, ráfandi um, í örvæntingarfullri leit af nauðsynjum tilverunnar. En ég nýtti mér þennan nýja tíma til að taka þátt í verkefnum sem kom mér í kynni við nýjan hóp af vinum, fólk sem skildi mun betur hvað ég var að gera og hvers vegna. Þau hafa hjálpað mér mjög mikið, og lífið er mun betra núna. Ég vakna á hverjum degi hraustur og lifandi, í hvert sinn sem ég set mat í munninn án málamiðlana, þá er það lítill sigur, ein lítil sönnun að andspyrna er virkilega möguleg.

Jay: Þetta var öðruvísi fyrir mig en Paul, því ég kem frá fátækum uppvaxtarskilyrðum, ég átti ekki neitt til að byrja með, þar með talið atvinnumöguleika. Fyrir mig, að vinna ekki er bara framlenging á því sem lærði í æsku er faðir minn var atvinnulaus, og þurfa hlaupa á brott og lifa á götunni... en að gera það viljandi gerir það að jákvæðum hlut, og lætur mig ekki líða einsog ég sé undir náð og miskunn efnahagskerfisins. Ég gæti sitið einhverstaðar og liðið ömurlega, bíðandi eftir tækifæri til að vinna við og við svo ég gæti haft efni á einhverju skyndibitasorpi, eða ég gæti gert þetta. Fyrst ég á ekkert, þá get ég allavega lifað lífinu til fullnustu, gert hina skapandi hluti sem ég elska að gera.

Markatos: Ég vann fyrst fullan vinnutíma , byggingarvinnu, síðan byrjaði ég að skera niður vinnutímana svo ég hefði meiri tíma í að vinna í listinni minni... þegar ég missti vinnuna, þá byrjaði ég að vinna við smávinnur, að setja upp sýningu fyrir fjármagnaða listamenn, sjá um veitingar í veislum og samkvæmum, kannski tímabundinn tveggja til þriggja vikna erfiðisvinna svo ég gæti borgað fyrir nokkra mánaða frelsi. Ég mundi sækja um vinnu því ég vildi læra eitthvað sem þeir gætu kennt mér, einsog málmsuðu - ekki svo ólíkt því er Sarah fær vinnu við prentsmiðju í viku í hvert sinn sem hún klára í nýja útgáfu af "zine"-blaði, bara til að eiga efni á prentuninni / til að stela eintökunum. (... just to rip off the copies). Ég fann verulega ódýrt hús hérna útí sveit og gerði fínan garð (planted a garden). Núna þarf ég bara að vinna örfáar vikur á ári.

Deborah: Ef þig langar til að gera þetta, þá er þetta bara spurning um að demba sér í djúpu laugina: segðu upp vinnunni þinni og ekki horfa til baka - þú átt eflaust eftir að komast á þurrt land einhverstaðar. Ég þekki engan sem hefur ekki tekist ætlunarverkið um leið og þeir byrjuðu að framkvæma það, þeir þurftu bara að trúa því að það tækist. Það er ekki margt til í þessum heimi sem getur í raun drepið þig. Allt þetta gráa svæði sem lítur út einsog skjótur dauði og hörmungar frá sjónarmiði örugga smáborgarans er miklu auðveldara að fást við um leið og þú ert kominn upp að því.

Gregarius: Ef þú ert ekki en tilbúinn til að fara vinnulausu leiðina, rétt einsog Paul og Debbie, þá eru fullt af öðrum möguleikum. Ég uppgötvaði sjónhverfingar (juggling) nokkuð snemma á ævinni, og fann út að ef ég kynnti mig rétt fyrir hlaupatíkur stórfyrirtækja Ameríku þá mundu þeir borga mér 500 dollara eða meira fyrir eina sýningu. Ég gerði svaka flott nafnskírteini, fékk mér umboðsaðila, og sýni listir mínar kannski tuttugu kvöld á ári á fundum og ráðstefnum. Þetta er næstum einsog bankarán, því þetta framfleytir mér og mínu lífi, sem ég nota til að grafa undan allri vinnunni þeirra. Og það eru líka önnur, frekar fágæt tækifæri - ef ég væri ekki að gera þetta, þá gæti ég fengið borgaða stöðu við að vinna fyrir aktívista-hóp sem ég býð mig fram í sjálfboðavinnu. Vinkona mín, Anna, er framkvæmdastjóri yfir róttækri bókaverslun sem er ekki rekin í hagnaðarskyni, en launin nægja fyrir hana og hún á nóg til að hjálpa nokkrum eignarlausum vinum sínum. Það er afar mikilvægur þáttur í þessari vinnulausu skuldbindingu, það er að vita þegar þú átt meiri auðlindir en annað fólk og vera viljugt til að skipta því á milli. Ég er ekki að segja að þú þurfir að sjá um alla, heldur að þekkja það að kannski hefur fólk uppá eitthvað annað bjóða fyrir utan pening, og ekki vera hræddur að deila með þeim það sem þú hefur... einsog einn strákur sem er hjá henni nokkuð oft vinnur við það að brjóta saman og hefta og aðra sjálfboðavinnu fyrir fréttabréfið þeirra, því hann hefur tíma í það en enginn annar. Þegar allir skuldbinda sig við að gefa allt til hvors annars, þá er yndislegt að geta hætt að meta og mæla, hætt að hafa áhyggjur yfir frjálsum markaði og jöfnum skiptum og bara gefa og deila með fólki.

Jay: Ég ferðaðist á puttanum í nokkur ár, betlandi smápeninga, hélt mig með öðru heimilislausu fólki... ég þurfti að berjast við þunglyndi, já. En ég gerði aðra hluti líka, ég hélt mér nokkuð skörpum í ýmsum málum. Einsog þegar ég gisti á bókasöfnum, þá kenndi ég mér sjálfum að nota tölvur svo ég gæti gert heimasíður og fleira fyrir vini mína og hluti sem við gerðum... skiptir ekki máli, ég varð mjög heppin þegar ég hitti Liz af algjörri slysni á Lee Street. Hún er lærður rithöfundur, mjög svöl jafnvel þó hún sé gjörsamleg miðstéttarkona - ég þekkti dætur hennar fyrir. Hún var með ofgnótt af verkefnum - hún átti að gera eitthvað leiðinlegt flugvéla tímarit (einsog Ský- þýð.)- og þegar hún fann út að ég gat skrifað líka, þá lét hún mig fá nokkur verkefni og borgaði mér fyrir. Núna er ég sá eini hérna sem hefur einhverjar stöðugar tekjur, meiri tekjur en sumir vinir mínir hér sem koma frá miðstéttinni! Þetta er furðulegt. Ég býst við því að lífið getur alltaf komið manni á óvart, ef þú heldur þér nógu lengi á lífi svo það hafi tækifæri á því.

Paul: Ég eyddi miklum tíma á bókasafninu meðan ég var í framhaldskóla - bókasöfn eru frábær, þannig ættu allar eignir að vera skipulagðar, þarna gat ég fengið gefnar bækur, kvikmyndasýningar, vídeó (þau höfðu meira segja vídeótæki og sjónvarp til afnota), aðgangur að netinu, hljóðlát herbergi til að sofa, baðherbergi...og ég gat tekið upp allar plöturnar sem ég vildi þegar ég læddist í skólaútvarpstöðina í næsta herbergi. Ég reyni bara að hafa varan á öllum hlutunum sem ég get safnað þegar ég fer í úthverfa-veiðar - klósettpappír, eldspýtur, matardiskar og silfuráhöld hjá stórfyrirtækja-veitingastöðum, gefins kassettur hjá plötu- og safnarabúðum - það er svo mikið af drasli sem fer til spillis í Bandaríkjunum, það er fáránlegt. Þú getur næstum fengið allt í ruslatunnum - mat, húsgögn, ég man þegar Jay fann fjandi góðan gítarmagnara sem var í fullkomnu lagi! Þú getur einnig aðstoðað litlum fyrirtækjum í skiptum fyrir vörur - ég var vanur að stela stórum dósum af ólífum í bakherbergi eldhús (það var alltaf opin hurðin að aftan)einhvers heimavistarhúsi sem var í einkaeign og fengið burritos í skiptum einhverstaðar annarstaðar - síðan er það búðarhnupl, eða að fá gefins hluti frá óánægðum starfsmanni, sem er auðvelt útaf því það er svo mikið af óánægðum starfsmönnum... þú átt aldrei að borga fyrir að ljósrita, eða fyrir smábrauð, svo eitthvað sé nefnt. Einu sinni fékk ég hjól í toppástandi í skiptum fyrir nokkrar plötur, hjólið hafði verið skilið eftir í hjólaviðgerðarstofu þar sem hann vann! Síðan er það svindlið - þegar þú þekkir annað fólk með sambærilegan lífstíl, þá bætist einn nýr við einu sinni í mánuði eða svo, fríar símhringingar eða frímerki, eða lestarmiðar í skiptum fyrir einhverja brellu. Ég kannast við margar góðar brellur, einsog í bókinni hans Abbie Hoffman, "Steldu þessa bók" (Steal this book) en þar bendir hann á þá uppgötvun að sumar tegundir af erlendum skiptimyntum er hægt að nota í ýmsa sjálfsala, hann finnur einhvern erlendan gjaldmiðil, sem á erfitt uppdráttar, en þá getur sem samsvarar rúmlega tuttugu og fimm sent af erlendri skiptimynt jafngilt hátt uppí hundrað kvartdollara (25 sent). Að læra aðlagast líferni með færri fötum og öðrum þægindum er afar mikilvægt, en það getur einnig haft mikilvægt reynslugildi, þetta þarf ekkert að vera niðurlægjandi einsog sumir óharðnaðir miðstéttakrakkar sjá þetta úr fjarlægð. Alveg rétt! Það virkilega hjálpar við sparnað og gerir þig kleyft að gera áhugaverða hluti ef þú reykir ekki, drekkur eða notar vímuefni.

Jackson: Ég varð bara heppinn, ég gerði bara hluti sem mér líkaði vel við að gera og ég fékk bara mína núverandi tekjulind uppí hendurnar. Ég hafði gífurlegan áhuga á sjaldgæfum gömlum teiknimyndasögum og svoleiðis dóti, eitthvað sem vinir mínir gátu ekki skilið, og ég uppgötvaði að ég gat grætt mikinn auð á að bútlegga (bootleg). Þetta er ekkert svo slæmt - fólkið sem vill fá þessa hluti hefur aurinn til að borga fyrir það, og það gæti ekki fengið þessa hluti öðruvísi, rétt? Og þetta er miklu hættuminna en það sem sumir glæpafélagar mínir gera, einsog að stela bílum. Ég bý við nokkur þægindi - án einstaklinga einsog mig til að halda þeim upp, þá mundu sumir af mínum ósveigjanlegu and-atvinnu vinum mundu hafa afar erfitt uppdráttar. Í veit alveg að það er ekkert byltingarkennd við að vera glæpamaður - eða listamaður eða skemmtikraftur ef útí það er farið, einsog aðrir einstaklingar sem þú tekur viðtal við - en í alvöru talað, allt er málamiðlun í þessum heimi, þangað til við getum snúið þessari þróun við. Þetta er bara spurning um hvað þú heldur sé árangursríkasta málamiðlunin. Og með því að gera þetta hef ég nóg af tíma og meira segja smá pening til að einbeita mér að betri hlutum. Eitt í viðbót - þessi lífsmáti hefur kynnt mér fyrir mismunandi sambandi við meðbræður og -systur. Þegar þú ert að vinna, og það er öll þessi spenna og samkeppni og hatur, að það er auðveld að verða illgjarn og uppi með sér. En núna reyni ég sjálfkrafa að vera vinalegt við fólk, að finna út hvað það hefur uppá að bjóða gagnvart hvort öðru og það er auðveldara að umgangast fólk því mér finnst þau ekki vera ógnandi... fyrir utan svínin/löggurnar, auðvitað.

Deborah: Ef þú býrð á svæði þar sem "ólöglegt eignarnám" (squatting) er val, einsog New York eða Evrópa, þá er það augljóslega besta aðferðin til að fá heimili. Þú borgar ekki leigu, þú ert að nota rými sem mundi annars vera notað til geyma úrgang og eiturefni, og þú ert að nota krafta þína til að byggja upp svæði sem er opið öllum, ólíkt hinum dæmigerðu vernduðu úthverfa-fangelsum. Annars... Mo vinkona mín bjó í vörubíl í nokkur ár, og eitt sinn svaf Sarah þarna á daginn, á meðan hún vann næturvinnu í prentstofu. Það getur verið erfitt að hafa tök á öllum eignum, en það minnir þig bara á það að eiga ekki of mikið og alltaf að deila því og lána. Málið er bara að vera nýjungagjarn... til dæmis ef þú hefur engan samastað, skipulagaðu þá mótmæli og tjaldaðu á svæðinu sem þú mómælir og vertu þar bara - vertu viss að segja fjölmiðlum hversu mikið þú saknar heimilisins og gæludýrana og sjónvarpsins!

Paul: Grundvallar ástæða þess að vinna ekki er að þú ert að koma þér frá hver-maður-fyrir-sig efnahagnum, svo þú verður að læra að vinna með öðrum. Finndu hóp af fólki og áttaðu þig á því hvað allir geta lagt af mörkum - það þarf ekkert að vera endilega að vera efnislegt, en þú verður að gera eið um að þið sjáið um hvert annað. Þetta gildir um það hvað flest ykkar búa. Í byrjun er ég var einn með sjálfum mér, þá leigði ég alveg hræðileg herbergi, fyrir meiri pening en ég hafði efni á, og síðan byrjaði ég að búa á geymslusvæðum, svaf í bókasöfnum eða í miklu verri híbýlum. Ég hef eytt nokkrum árum af lífinu bara við að ferðast um heiminn, frá einu vinahúsi til annars bara svo ég þurfti ekki að borga leigu, og það er allt í lagi, en þú er samt að stóla á að annað fólk borgi. Það besta sem hægt er að gera í þessari stöðu er að fá hóp af fólki til að stofna samfélagssvæði, eða kommúnu, sem er hannað í hagnýtum tilgangi - ekki eingöngu til að jafna sig frá skóla eða vinnu, einsog flest húsnæði - vöruskemmu, eða stórt gamalt hús með kjallara og húseiganda sem býr fjarri. Þú getur notað rýmið til að gera frábæra hluti, lifir ódýrt og lærir að deila með öðrum... og þú getur borgað alla eða hluta af leigunni með verkefnum á borð við sýningar, peninga frá böndum sem æfa eða búa þarna, og svoleiðis. Þetta er ekki harla ólíkt því að vera í hljómsveit og deila sendiferðabíl saman, í staðinn fyrir að fara á mörgum mismunandi bílum. Við það að búa saman þá deilir þú ekkert bara byrðinni sem fylgir baráttunni í að halda sér á lífi, en þú lærir einnig að ná saman við fólk og að gera hluti sameiginlega, sem er mikilvægasti þátturinn í þessu öllu saman.

Elise: Ég veit ekki hvað annað fólk getur gert fyrir staðinn sem það býr í, það eru milljón möguleikar... það sem ég gerði var að taka yfir einhvern yfirgefinn kofa bakvið hús þarsem nokkrir krakkar bjuggu sem ég þekkti; það var aðeins einn veggur, og með því að nota afganga frá byggingarsvæðum þá endurbyggði ég allan kofann og gerði lítið hús úr því, með viðarofni og öllu. Ég meira segja lagði símalínu frá húsinu þeirra, gerði garð, gerði áburð úr mínum eigin hægðum. Ég byrjaði árið án þess að hafa nokkra hugmynd hvernig átti að gera eitthvað af þessu, fyrir utan það sem ég lærði frá lífrænu sveitabýli - það var magnað að finna út hvað ég gat gert sjálf.

Jay: Það erfiðasta, auðvitað, er að fá læknisaðstoð í öðrum löndum en Kanada og norður-Evrópu, sem ennþá hafa gott heilbrigðiskerfi og góða félagslega aðstoð í boði, en það er einnig erfitt fyrir fullt af fólki sem vinnur allan tímann líka. En þú getur oftast reddað þér einhvernvegin. Ég á einn vinn, guð veit hversu oft hann hefur veikst, slasast eða fengið sýkingu þegar hann ferðast, og getu alltaf fengið einhvern til að sjá um sig - einhver mamma vinar hans er læknir, eða einhver er að læra hjúkrunarfræði, og það er alltaf einhver einn vinur hans og Sally sem vill fara með þeim, og hún er öll í svona vúdú og gömlum lækningaraðferðum, hún er nokkuð svöl. Einu sinni þóttist Dan hafa lent í vinnuslysi til að fá vinnuveitendur í að borga fyrir uppskurð sem hann þurfti á að halda því hann tognaði í baki (slipped a disk in his back) - ég held að hann hafi bara fengið vinnuna til að gera þetta, þetta var svakalegt. Ernie borgar ekki spítalareikninginn, einsog ég hef gert, einsog Cheese, vinur minn, gerði þegar hann kjálkabrotnaði. Hann fór þangað fótbrotinn, síðan fór hann aftur með ígerð og síðan aftur fyrir eitthvað annað, og fékk aðstoð í hvert einasta sinn. Það hjálpar að vera alltaf á ferðinni og halda sér frá reikningunum... þú getur líka komið með falskt nafn. Stela nokkrum vítamínum og elda eitthvað úr draslinu sem þú finnur í ruslatunnum getur líka virkað vel sem fyrirbyggjandi meðul - þetta eru bestu ráðin sem ég get gefið.

Markatos: Ég er stundum spurður að því hvort ég sé með einhver framtíðaráform, barneignir og svoleiðis. En með hina dæmigerðu fallegu konu og framabrautar-vinnu og flott hús og svona, ég er fullorðinn maður núna og ég á erfitt með að trúa því að ég fari í einhverskonar öfuga miðaldrakreppu og óskaði þess að ég hefði átt að skipta út öllu því sem ég á fyrir fyrrgreindu kjaftæði. Hreinskilningslega þá held ég að síðustu tíu ár af ævintýraferðum hafa verið mér meira virði en fimmtíu ár af einhverju öðru lífi. Ég hef lent í átökum er varða rómantísku sambandi við fólk sem var ekki tilbúið að ganga jafn langt og ég hef gert, en þú getur leyst þessi átök friðsamlega, það er ekki ómögulegt - og ég vill ekki stofna sambönd við fólk sem vill ekki samþykkja minn lífstíl, það er bara fáranlegt. Í sambandi við börn, þá held ég að það sé nóg af góðum ástæðum að eignast ekki börn og einmitt nú þá held ég að ég vilji aldrei eignast börn. En ég hjálpa vinum mínum með börnin þeirra, svo ég er ekki að útiloka þau frá þeim möguleika að njóta lífsmátans. Tvær góðar vinkonur mínar eru einstæðar mæður og ég geri það sem ég get til að passa börnin, gefa þeim grænmeti úr garðinum, svoleiðis dót. Þau er bæði æði, geta enn unnið við félagsleg störf - en mig langar til að minnast á það að félagskerfið í þessu landi er í fokki og getur ekki aðstoðað fólk í þeirra stöðu, sérstaklega þegar þau reyna einsog þau geta til að gera góða hluti fyrir annað fólk. En annars, það verður athyglisvert að fylgjast með þessum börnum vaxa úr grasi.

Elise: Mig langar gjarnan til að eignast börn einhvern daginn. En þegar kemur að því málefni er tengist öryggi og stöðugleika, þá geri ég mér engar grillur um það að peningar og sjúkratrygging og allt það geta boðið uppá betri langtíma öryggi og stöðugleika en ástríkt samfélag hefur uppá að bjóða. Ég held að við ættum annaðhvort að eyða kröftum okkar í að lifa af samkvæmt reglum nútímans, eða reyna skapa heim það sem það skiptir ekki máli. Einhver verður að byrja á því einhvern tímann, Ég veit að ef ég eyði lífi mínu í að byggja upp samfélag með öðrum, deili því sem ég hef með þeim og geri hluti sem mér finnst vera réttir, þá mun ég hafa fólk þarna til halds og trausts fyrir mig og börnin mín. Það eru kvennadeildir og samskonar staðir sem geta boðið uppá aðstoð, það eina sem það þarf er fleira fólk einsog ég sem geta fórnað lífi sínu í það.

Paul: Stundum er ég spurður að því hvort mér líði einsog sníkjudýri, lifi á óhófinu sem samfélagið býður uppá. Það er margt sem mig langar til að segja um það. Í fyrsta lagi, veit ég að það er ekki ómögulegt fyrir alla í þessu landi að gera það sama - fullt af fólki þarf að framfleyta fjölskyldum, eða vilja reyna "vinna innan um kerfið" einsog það er orðað, eða eru þegar að rífa sig uppúr fátæktinni - það er allt í lagi. Auk þess er nær ógjörningur að lifa mínu lífi í löndum á borð við Brasilíu þar sem er lítið er af auðlindum - en það er hópur sem kallast M.S.T. þarna sem setjast að og eigna sér gróðurjarðir, en það er ekki sama lífið sem ég lifi hér. Annars - sú staðreynd að það eru ekki allir með þau forréttindi að geta skipulagt vinnulaust líf er góð ástæða, að mínu áliti, fyrir okkur hin að grípa tækifærið meðan það gefst. Ég er ekki í neinni miðstéttar-hugarangist að ég ætti að vera með sektarkennd yfir öllum þeim tækifærum sem eru mér í boði, svo lengi sem ég hef tækifæri á að gera þessum sömu tækifærum kleift fyrir annað fólk. Ég held að við sem höfum þau forréttindi að komast út úr kerfinu, því auðveldara verður að vinna að endalokum þess, höfum þá ábyrgð gagnvart öllum öðrum og okkur sjálfum að gera einmitt það, og nauðsynin er meiri núna akkúrat fyrir fátæka iðnaðarmanninn og þriggja barna föðurinn neðar í götunni og þær milljónir sem búa allstaðar í heiminum sem ekki hafa þennan valkost. Sérstaklega í ljósi þess að það er svo margt sem fer til spillis í þessu þjóðfélagi, hví ekki að koma því not, í staðinn fyrir að hjálpast að við að skapa meiri úrgang, meiri neyslu? Engin er sjálfsöruggur, það er Bandarísk goðsögn; spurningin er ekki hvort að þú hafir efni á að lifa (eeeh - the question is not wether you are paying your own way) - allir sem hafa fullyrt það að gera það hafa alltaf gert það á kostnað annarra - spurningin er frekar hvort þú ert að nýta alla þá möguleika sem þú færð til að gera heiminn að betri stað. Fólk hefur spurt mig áður hvað mundi gerast ef fleiri mundu lifa einsog ég, hvort auðlindirnar mundu tæmast og hverfa. Í fyrsta lagi, einsog ég hef áður sagt, því fleiri sem lifa svona því auðveldara verður það - svo ég held að það mundi hjálpa til ef fleira fólk mundu taka þátt í þessu með okkur, með því að hætta vinnunni sinni og fara af vinnumarkaðnum. Í öðru lagi - og við skulum segja sem svo að óhófið sem við höfum lifað á mun minnka og hverfa - það mundi einnig vera gott mál. Ef þú hefur stóran hóp af einstaklingum sem eru ekki tilbúin til að vinna lengur í hörðum heimi samkeppni- og samsteypu-stjórnun, sem vilja fá meira útúr lífinu en það sem þegar er í boði og sverja að snúa aldrei við, auk þess að þau geta ekki lengur fengið þær auðlindir sem þau þurfa til að lifa af með því að safna úrganginum frá kapítalista-markaðnum ... þar hefur þú byltingarhóp sem er til í allt. Ef þrá þeirra er ákveðin og metnaðarfull væri smitandi, þannig að aðrir mundu taka þátt í að heimta aftur auðlindir þjóðfélagsins, það mundi fljótlega verða "Aðstæður sem ekki verður snúið frá (a situation that goes beyond the point of no return)" einsog skáldið sagði.

Gregarius: Ég veit að ég get gert þetta eins lengi og kýs. Ég hef verið nógu heppinn til að finna út hversu marga mismunandi hluti lífið hefur uppá að bjóða, hluti sem ég hefði aldrei getað séð með því að vera staðbundinn/á venjulegum sjónarhóli, og ég hef hitt svo mikið af frábæru fólki sem eru að gera ótrúlega hluti með lífið sitt, fólk sem ég þekki sem er tilbúið í að hjálpa mér eða benda mér á nýjar leiðir ef ég þarf þess. Ég trúi nógu vel á sjálfan mig að ég er nógu tilbúinn í að takast á við hvaða brjálaða áætlun sem er sem ég hef í bígerð, án þess að líta við. Og ég gjörsamlega ráðlegg öllum að hætta í vinnunni að eilífu ef þau vilja upplifa fullnægjandi ævintýralíf.