þriðjudagur, nóvember 30, 2004

Hér er ritgerð, eða öllu heldur rannsóknarvinna, úr Ísl303. Mér finnst gaman að skella þeim hér svona til að fylla inní, og máski til að fræða fáfróðan pöpulinn. Fékk heila 9.0 í einkunn fyrir hana. Magnað.
Virðing (virðing, -ar, -ar KV 1 mat, það að meta til verðs. 2 álit, heiður; það að virða: njóta v-ar, sýna e-m v-u, bera v-u fyrir e-m)
og
Sæmd (Sæmd, -ar, -ir KV 1 heiður, sómi, virðing: hafa s. af e-u, vera til s-ar. 2 laun. 3 FT s-ir bætur, skaðabætur.)
Formáli
Gluggað í nokkrar bækur, verið í djúpum pælingum víðsvegar um bæinn, á heimilinu, í kaffihúsi, í skólanum, á klósettinu. Byrjaði af alvöru að vinna í þessu 8. nóv 2004, og hef verið að grúska í þessu alla daga síðan. Sú vinna sem hefur farið í þessa smíð er að mestu þungir þankar, heimspekilegar vangaveltur og mikið af lestri. Sú bók sem hvað hjálpaði mér mest er Samræður við söguöld eftir Véstein Ólason, en þar er farið víða um bæði ritun og frágang Íslendinga sagna, einnig eru nokkrir atburðir í ýsmum sögum krufið.
Mestum hluta af tímanum hef ég eytt uppí rúmi kafandi ofaní bók, punkta niður nokkrar smáglósur og merkja við athyglisverðar blaðsíður. Síðan hefur framkvæmdahlutinn að mestu verið unninn í skólanum.
Í þessarri rannsókn verður reynt að fara ofaní kjölin á hugtökum er kallast virðing og sæmd. Það verður aðallega styðst við tvær Íslendingasögur, Hrafnkels saga Freysgoða og Brennu-Njáls saga, auk vitneskju úr fræðibókum.
Ég verð nú að viðurkenna það að þetta er afar erfitt efni til að kryfja, “hvað er sæmd?”, og er álíka þess að spurja “hvað er hamingja?”, því sæmd er afar afstætt hugtak, sérstaklega í Íslendingasögum. En einsog með hamingju þá er hægt að svara þessu á ansi marga vegu. Hamingja er tiltekin vellíðun yfir lífsvenjum, hlutum og gildum, og aukin hamingja gæti falist í góðri sæmd og virðingu frá vinum, vandamönnum og nágrönnum.
Að skilgreina hugtök á borð við sæmd og virðingu hefur reynst heldur snúið. Þetta eru hugtök sem samkvæmt íslensku orðabókinni þýða það nákvæmlega sama; sæmd er virðing og virðing er sæmd. En þó svo að það þýði það sama í dag, þá er samt spurning hvort það hafði mismunandi merkingu á þjóðveldisöld. Hvað fólst í virðingu á þjóðveldisöld og hvers vegna var fólk tilbúið að vega hvern þann sem hóf aðför að sæmdinni? Hvað var virðingarvert og hvað var vanvirðing? Er sæmd og virðing það sama? Er mikil virðing fólginn í að drepa? Var sæmdinn eftirsótt, eða fengu menn það óumbeðnir? Þessum spurningum auk annara mun ég reyna svara og skilgreina nokkur hugtök sem var hugsanlega viðloðið við virðingu og sæmd.
Mikilvægi orðana
· Sagan skráð

Vésteinn Ólason og Hermann Pálsson benda á að orðanotkun var afar sparleg en mikilvæg í Íslendingasögum. Enginn orð voru notuð í hálfkæringi, ólíkt nútímahöfundum. Sömu orðin og orðasamsetningar voru notuð aftur og aftur, og ekkert óeðlilegt að sjá sömu orðin 2-3 sinnum í sömu línu. En þetta á samt ekki við þetta tiltekna viðfangsefni.
Orðaforðinn sem notaður var í Íslendingasögum er frekar lítill ef miðað er við fjölda orða í íslenskum bókmenntum nú til dags, og farið var sparlega með stóru orðin (V.Ó, 1998:87-88 og H.P. 1966:28). En lítill orðafjöldi þýðir að mörg orð höfðu meiri merkingu, og gátu jafnvel þýtt margt. Sem stutt og laggott dæmi má nefna orðið “hlaup”, síðan fer það eftir í hvaða sambandi þú notar það, en getur þýtt íþrótt, minnkar eða hjaðnar (jöklahlaup), eftirréttur eða viðbrögð “ekki láta e-ð hlaupa með þig í gönur”.
Orðaval var mjög mikilvægt, enda notuðust höfundar við afar vandmeðfarna vöru til að skrá niður sögurnar. Það var ekkert “copy/paste”, “delete” eða “backspace”, tip-ex eða 1000 blöð í pakka frá Odda, heldur skinnpjötlur sem tók langan tíma að verka og voru notaðar til hins ýtrasta.
· Orðasenna
Einnig má áætla útfrá þessum sögum að hvers kyns óhróður og dylgjur sem farið var um einhvern tiltekinn einstakling, t.a.m. Gunnar þegar Skammkell segjir að hann hafi farið að gráta þegar Otkell rakst á hann, er bein árás á sæmdina, enda verið að ljúga um atvikið. Það sem fólk sagði var ekki síður mikilvægt og það sem var skrifað. Bein lygi gæti leitt til skjóts dauðdaga.
En orðasennur og óhróður er lýsandi fyrir því hvað orð höfðu mikla merkingu, ef þú kallar einhvern í dag “helvítis homma!” er ekkert víst að viðkomandi muni móðgast, enda er enginn sérstök merking í þessum orðum, nema grín. Hvers kyns bölv og uppnefni í dag eru einfaldlega sárasaklaus, enda notað oft af litlu tilefni og oftast í háði.
En ef þú hefði verið uppi á þjóðveldisöld og kallað einhvern “helvítis homma!” þá er næsta víst að viðkomandi hefði sármóðgast og gramist þessi orð og líklegt að hann hefði tuskað þig alvarlega til. Orðasenna Skarphéðins og Flosa er gott dæmi þegar bæturnar eru borgaðar á Þingvöllum fyrir víg Höskulds Hvítanesgoða, þegar hann segjir að Flosi lætur ríða sér í saurgatið. Þetta atvik, í bland við bótana og slæðuna var dropinn sem fyllti mælinn og leiddi til aðförina að Bergþórshvoli.
Gildi
Á landnámsöld og út þjóðveldisöldina var sæmd og virðing án efa talin eftirsóttastu gildi á Íslandi. Þú varst ekki maður með mönnum nema að þú hefðir einhverja virðingu og sæmd. Þú gast verið bláfátækur kotbóndi giftur ljótri konu, með örfáar rollur, einn vinnumann og lélegan hest, haft sæmd en enga virðingu, máski útaf því þú varst orðheldinn, örlátur og ráðagóður. Á móti gastu verið ríkur höfðingji, með gullfallega konu af góðum ættum, risastórt bú, marga vinnumenn og ambáttir, nóg af góðum hestum en samt haft enga sæmd en nóg af virðingu frá búendum, ef til vill því þú varst hrokafullur eða bætti engum manni sem þú varðst að bana.
Sæmdina fékkstu með réttri breytni, með örlæti, hermennsku, visku, svo eitthvað sé nefnt og ef þú fylgdir lögum og reglum, sem landar þínir á þingi hafa samþykkt. En ef þú sveikst þína vini, þína nánustu, sýndir öðrum mönnum og ættum vanvirðingu, þá gátu þeir litið á það sem beina árás á sæmd sína og ættar, og þá gat runnið kalt vatn milli skinns og hörunds, afleiðingarnar gætu verið annaðhvort að leita réttar síns á alþingi, heimta skaðabætur fyrir óhróður, jafnvel þó þú fengir greiddar bætur, þá mundirðu kannski hefna þrátt fyrir bæturnar, því orðin gátu stungið ekki síður en sverðið.
Sæmdartilfinning er afar mikilvægt hugtak í Íslendingasögum, en andstæða þess er hefndarskyldan (V.Ó. 1998: ). Ef einhverjum bónda, höfðingja eða goða fannst vera vegið að sæmd sinni og fjölskyldu, þá var útkoman ætíð sú að sá einstaklingur mundi endurheimta sæmd sína annaðhvort á alþingi eða með hefnd, þ.e. að vegaa þann sem vó að sæmdinni.
Sá sem hafði góða sæmd var líka hlaðinn öðrum góðum gildum og hlutum, t.a.m. drengskapur, ráðagóður, vígafimur, auðugur, auk þess hafa framkvæmt verðuga hluti, einsog að fara í víking (utanlandsferðir), hitt nafntogaða menn, konunga, jarla, bjargað einstaklingi og þar af leiðandi ætt frá ævarandi skömm og óvirðingu, með því til dæmis að verja eða sækja mál þeirra til alþingis. Dæmi um einstaklinga með mikla sæmd og virðingu eru til dæmis Gunnar Hámundarsson (vígafimur, utanlandsferðir, auðugur o.fl.), Njáll Þorgeirsson (ráðagóður, auðugur), þeir sem eru með litla sæmd en ágæta virðingu, Hrafnkell Freysgoði og Mörður Valgarðsson. En Mörður fyrirgerir sæmdina fyrir skjótum gróða (V.Ó. 1993: 70-71).
Virðing og sæmd
Virðing, að hafa virðingu einhvers, að vera virtur, þýðir í raun að hafa gott álit, vel liðinn, vinsæll. Virðing virðist vera orð sem á að vera það vel inngreypt í hugum landsmanna að enga útskýringu þarfnast. Þess til sönnunar bendi ég á Íslensku orðabókinna og orðsifjabókina, en þar er enginn greinargóð útskýring á því hvað virðing er, hvað það þýðir, annað en “að virða”, “sæmd” og “heiður”. Finnst mér það miður, því til eru afar góðar erlendar orðabækur, t.d. Webster´s Unabridged Dictionary of the English Language, sem nær ætíð hafa greinargóðar og skýrar útskýringar á hverju orði sem maður flettir upp. En ef ég miða við bæði íslenska og erlendar orðabækur þá virðist virðing, sæmd og heiður hið eitt og hið sama. Eða hvað?
Það þarf ekki að vera. Sæmd og virðing er kannski tvær hliðar á sama pening. Eins og kemur fram í Laxdælu þegar Ólafur afþakkar boð Mýrkjartans um land og konu, því hann “kvað betra vera að fá skjóta sæmd en langa svívirðing” frá sonum sínum. Sæmdin í þessu dæmi gæti þýtt að hann geti ekki haft það á samviskunni að synir hans munu hata hann ef hann mundi yfirgefa fjölskylduna, það gæti þess vegna leitt til hefndar, að sú athöfn að setjast að á Írlandi gæti vegið að sæmd ættarinnar, og það sem hann mundi fyrirgera ætt sína, þá munu synir hans verða ættarhöfuðin og ef til vill drepa hann ef tækifæri gefst. Hermann Pálson komst svo að orði: “…lítillæti [er] siðferðileg afstaða manns, en svívirðing er lítillækkun, sem maðurinn verður að þola af gerðum annarra.” (H.P. 1966:46).
Í stuttu máli sagt þá er virðing gott mat eða álit annarra manna, en sæmd er mælikvarði eða viðmiðun á rétta eða ranga breytni einstaklings og ættar. Talað er um mismikið “magn” af sæmd fyrir athöfn, atferli eða atvik – “fékk sæmd fyrir”, “fékk hann góða sæmd fyrir…”, “fékk hann mikla sæmd fyrir…”, “fékk hann litla sæmd fyrir”, “fékk hann enga sæmd fyrir” o.s.frv. Sæmd er réttlætiskennd og samviska í senn.
“Betra er að deyja með sæmd en lifa í ósæmd” á ekki alltaf við, og gæti verið að sú skilgreining á sæmd er einstaklingsbundinn eftir höfundum, það kemur einna best í ljós Hrafnkels sögu Freysgoða, þegar Hrafnkell fær val milli líf og útskúfun frá sveitinni sinni eða dauða (H.P. 1966:39). En máski má það vera að þessi setning “…að deyja með sæmd…” er ofmetin, rétt einsog örlög eru ofmetin (H.P 1966:32). Frekar má telja að lífið hafi verið þess virði að lifa því til hins ýtrasta og ef maður getur sloppið með skrekkin sama hversu glæpurinn er alvarlegur, þá kýs maður lífið, auðvitað. Þó að tilfinningar höfðu verið sterkar á þessum tíma, þá hlýtur nú skynsemin að vega meira.
Þessi tvö hugtök gera grein fyrir hvar í metorðastiga samfélagsins þú ert staddur. Vel metinn eða illa liðinn. Ef virðing er gott álit, svívirðing vont álit, þá er sæmd orða, heiðursorða ef svo má segja. Að vera með góða sæmd þýðir einfaldlega að þú sért traustsins verður. Ef þú ert með mikla virðingu, þá ertu einfaldlega vel metinn í samfélaginu En geturðu verið virtur en ekki með neina sæmd? Já.
Íslendinga sögur
Talað er um andstæður í Íslendingasögnum, þ.e. góður og vondur, vitur og heimskur, hugrekki og heigulsháttur. Við sjáum það á Gunnar og Njáli á móti Skammkatli og Otkatli, Hallgerði og Bergþóru svo einhverjir séu nefndir. Rauði þráðurinn í nær öllum Íslendinga sögum er virðing og sæmd, hefndir og sættir.
· Hrafnkels saga Freysgoða
Hrafnkelssaga er gott dæmi um mismunandi merkingar á þessum gildum. Hrafnkell Freysgoði hafði mikla virðingu frá sínum þingmönnum, en hafði litla sæmd, því Hrafnkell gat verið algjör ruddi í framkomu, en var útsjónarsamur. Eignaðist sér stórt land, verður auðugur, nær goðorði sínu með offorsi, en er samt góður við bónda og búendur, og er talin af öllum vera ágætis höfðingji. En þó bætir hann engum manni sem hann verður að bana, og er frekar hrokafullur maður.
Síðan höfum við bónda sem býr á landi Hrafnkels, er heitir Sámur en honum er lýst sem rólegur, yfirvegaður og góður maður. Vel liðinn af vinum og nágrönnum, virðist hafa enga virðingu en mikla sæmd. Þessi munur kemur leynt og ljóst fram þegar Sámur leitast eftir liðveislu á alþingi, en enginn höfðingji vill hjálpa honum, enda ómerkilegu sveitadurgur þarna á ferð, einnig þora þeir ekkert í Hrafnkel. Það er ekki fyrr en Sámur hittir þá Þjóstarssyni, sem hafa virðingu og sæmd, en sækjast eftir auknum hróðri, þ.e. meiri virðingu og sæmd. Besta leiðin til þess, að svo virðist, er að lítillækka annan goða.
Sámur og Þjóstarsynir svívirða síðan Hrafnkell með pyndingu snemma morguns, síðan úthýsa þeir honum úr Aðalbóli. Hann flytur um set með smá pening og vinnumenn, goðorðslaus og þ.a.l. virðingarlaus. En sex árum síðar kemur hann aftur, auðugur, virtur og með sæmd að svo virðist, tekur aftur það sem hann átti og gefur Sámi líf einsog Sámur gerði sex árum fyrr.
Hrafnkelsaga finnst mér sýna hvað best munin á virðingu og sæmd. Hrafnekll vegur Einar saklausan, en þarf ekkert að koma með skaðabætur, sú mikla virðing sem hann hefur, auk hrokans, lætur hann haga sér einsog hann sé ofar samþykktum lögum. Sámur aftur á móti er með sína sæmd, réttlætiskennd, einnig lögfróður og tekur upp málið fyrir Þorgeir. Sökum skort á virðingu þá fær hann engann til liðs við sig, útaf því að Hrafnkell er hærra settur í þjóðfélaginu en hann.
· Brennu-Njáls saga
Í Njálu kemur það ef til vill einna skýrast fram hvað sæmd er. Gunnar Hámundarsson tekur ekki vel í það hann sé ásakaður um að vera tepra, sýnir sómann sinn í því að honum finnst ekki gaman að drepa menn en finnst hann þurfi gera það af brýnni nauðsyn. En nær allt sem hann gerir eru honum til sæmdarauka. Hann fer út, verður ríkur, kemur heim, fær fallega konu, er vopnafimur, hraustur og drengur góður. Hann hefur allt til þess að fá mikla virðingu og góða sæmd.
Hann og Njáll, gera afar virðingavert tvíeyki sem sjá sómann sinn í því að halda friðinn á landinu. En því miður verða þeir óafvitandi leiksoppar í höndum sæmdar- og virðingalausra manna, sem gera allt í sínu valdi til að svívirða þá.

Niðurstaða
Einsog ég bendi á í upphafi þá eru mörg orð í Íslendingasögum hlaðinn vissum merkingum og það er ekkert skrifað sem ekki er meinað. En til að svara nokkrum spurningum sem komu hér í upphafi þá er sæmdin eftirsótt, en efnisleg gæði geta vegið á móti því auk auknu valdsumboði, ef svo má segja. Til að mynda frændur Gunnars sem vilja koma honum dyrir kattarnef svo að þeirra skítugu hendur geta seilst ofaní sjóðinn hans, bera um hann óhróður og lygar, Hrafnkell sem vegur mann saklausan í nafni Freys, en neitar að bæta skaðann, og telur sig óhættan gagnvart málssókn einhver ómerkilegs kotbónda. Að vega mann af óþörfu gat strítt gegn sæmdartilfinningunni, einsog þegar Gunnar viðurkennir tilgangsleysi þess að vega mann og annann. Auk þess getur virðing manns minnkað við það, eða aukist, en það fer eftir því hver er veginn. Má nefna þegar Njálssynir og Kári láta eggjast af orðum Marðar og vega Höskuld að óþörfu, sem hafði ófyrirsjáanlegar afleiðingar í för með sér.
Það er kannski ekki mikill munur á virðingu og sæmd, en það er, að ég tel, stigsmunur þar á. Með því meina ég að virðing er það mat, álit sem landsmenn hafa á þér, en sæmd er réttlætiskennd, álit sem einstaklingur hefur á rétta og ranga breytni.
Einnig hef ég takmarkaða kunnáttu um líf og venjur á miðöldum, og get þar af leiðandi ekki staðhæft um munin á virðingu og sæmd. Þetta er alls ekki tæmandi skýring, en þetta er kenning sem mætti athuga og greina betur.

Heimildir
Hermann Pálsson. 1966. Siðfræði Hrafnkels sögu. Heimskringla. Reykjavík.
Vésteinn Ólason. 1997. Samræður við söguöld. Heimskringla. Reykjavík.
Íslensk bókmenntasaga II. 1993. ritstjóri Vésteinn Ólason. Mál og menning. Reykjavík.
Íslensk orðabók. 1993. ritstjóri Árni Böðvarsson. Mál og menning. Reykjavík.
Ágætis greining eftir Naomi Klein á landsvæði sem átti að verða stærsta sérleyfis-verslunarmiðstöð í HEIMINUM, en er nú rjúkandi brunarústir, í miðri eyðileggingunni ráfa tvær tegundir af óánægðum viðskiptavinum, einn helmingur með byssur og Biblíur, en hinn hópurinn með molotov-kokteila og Kóranin.

Djöfulsins fokking farsi! Þetta er svo ótrúlegt, og þetta er því miður satt.


Rosalega er heimurinn stór...

Ég hef á tilfinningunni ég sé lítill frunsa á lítilli freknu á afar litlum manni. Sinnu-, framtaks- og áhugaleysi hrjáir mig alvarlega. Ég nenni ekki að gera neitt, ég hef engann áhuga á því að gera neitt, tel að það bjargi ekki neinu að gera eitthvað og hverju mundi það svosum breyta ef ég gerði eitthvað? Ég er andsetinn af gegnumsýrðu vestrænu sjónvarpsveruleikafirrtum hugsunarhætti! Það er að segja, maður heyrir litla rafræna rödd sem segjir "það er ekkert sem þú getur gert!" Þetta er ekki alveg að ganga upp.

...en hann er það ekkert. Allt sem þú gerir hefur áhrif.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

En á léttari nótum, þá hefur snjóað hér á Hornafirði.

Já, aldeilis fjör og partístuð.
Já, það eru ýmsar tölur á sveimi varðandi dauða í Írak.

Írakar:
Samkvæmt þessum upplýsingum, en hér er miðast við dauða sem hefur verið tilkynnt af fréttamönnum og öðrum, þá ráfar dauðatalan milli 14000 til 16000, en aðrar upplýsingar segja að á bilinu 100.000 íraka hafa dáið. Síðan má ekki gleyma í byrjun persaflóastríðsins (1991) þá er tölur einnig óljósar, fræðimenn reikna með 25.000 til 75.000 manns og aðrir telja að aðeins 100 manns dóu (sem er fráleitt) og allt upp að 200.000.

Samkvæmt skýrslu frá UNICEF, 1998, að eftir þetta stríð, eftir viðskiptabannið, þá töldu þeir að næstum því 90.000 manns dóu árlega. Hmm ekki nema 1.080.000 manns, frá 1991 til 2003.

Jæja, reiknum aftur: Ef við reiknum með því að skýrsla UNICEF er marktæk, þá er stofndauði 1.080.000 manns, og þá er talan á bilinu 1.120.000 - 1.380.000 írakar, útaf árásum og viðskiptaþvingunum. Vissulega verður maður að reikna með einhverjum skekkjumörkum. Eigum við að segja helmingur til eða frá? Semsagt á bilinu 500.000 - 2.500.000? Hvað heyri ég hvíslað í fjarska? Einhver einkennileg rödd sem virðist segja í lágum rómi:
"Þjóðarmorð"

Ameríka og hinir viljugu:
Ég hef enga samúð, svo ég skelli þessarri tölu hér kuldalega - BNA: 1203, SB: 74, aðrir: 72. 1991 þá dóu 378 BNA-hermenn, bæði í bardaga og af öðrum orsökum. Það gerir 1727 manns, whoopee.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

Finn fyrir algjörri nauðsyn að byrja á þessu innleggi með því að vitna í vin minn sem sendi mér rafbréf um daginn:

"... er enn að berjast við að koma jafnvægi á líf mitt, það er of mikill bjór og of lítið kynlíf... það hlýtur að lagast einhverntímann"

Og enda á afar ljóðrænu orðavali:
Gvöð hvað ég er graður.
Stríð?

Hér er stríð, "myndir sem er ekki sýnt í sjónvarpi." Allt virðist vera svo æðislegt eftir að hafa farið í gegnum þessar myndir. Svo rólegt, friðsamlegt, mannúðlegt og góðhjartað. Alltí gúddí og alltílæi!

Hvernig dirfast yfirvöld, fjölmiðlar og aðrir óupplýstir og fáfróður almúgi að kalla það sem er í gangi í Írak stríð? Stríð er þegar tveir (eða fleiri) herir kljást! Ekki einn, heldur tveir! Stríð er ekki fjöldamorð á saklausum borgurum! Stríð er ekki alhliða vígavopnasýning hergagnaiðnaðar Bandaríkjana. Stríð er ekki mannúðlegt eða góðhjartað. Það á aldrei nokkurn tímann að koma til þess nema í algjörri nauðsyn, ef allar diplómatískar aðferðir virka ekki til þess að afvegaleiða geðsjúkan leiðtoga með mikilmennskubrjálæði og vænan skammt af ranghugmyndum, sem er stjórnað af siðblindum og vitfirrtum ráðgjöfum. Þá er ég ekki að tala um Saddam Hussein. Hann er engill. Enda fór hann aldrei í stríð við meginþorra heimsbúa, þ.e. almenninginn, pöpulinn.

ER ÞETTA NAUÐSYNLEGT?
EN ÞETTA?
HVAÐ MEÐ ÞETTA HÉRNA?
Er hægt að finna gleði og hamingju á þessum myndum?

Fjandinn hafi það. Ég er ekki sérstaklega hrifinn af morð og dauða, stríð er viðbjóður. Ég fell tár í hvert einasta sinn sem ég sé myndskeiðin frá Írak í Fahreinheit 9/11. En ég mun ekki fella tár ef slatti af vanvirtum, dauðþreyttum og kúguðum almenningi í Mið-, Norður- og Suður-Ameríku rís upp í vonsku og heift, stormi til Washington og hreinlega myrða þessa menn til að endurheimta sæmd sína, og ef nauðsynd krefur til að undirstrika þessa ólgandi reiði, stjaksetja höfuðin og planta þeim fyrir framan hýbili allra helstu auðkýfinga landsins með skilaboðin "Ekki aftur! Ekki dirfast!"

sunnudagur, nóvember 14, 2004


Já, skítur skeður félagi, skítur skeður.

Þetta er yndislegt stríð þarna í Írak. Rauði hálf-máninn ætlar að fara með hjálpargögn og birgðir til Falluhja, sjö bílar stútfullir af vatni, mat og lyfjum og hvað gerist. Nei, útaf öryggisástæðum mega þeir ekki koma. En af hverju? Gæti það verið útaf þeir eru að nota vopn sem Íraski herinn notaði gegn Kúrdum á sínum tíma með samþykki þáverandi stjórarmenn BNA? Í raun notaði breski herinn líka gas á móti uppreisn í Írak í kringum 1918 skilst mér, en þær upplýsingar koma frá breska sjónvarpsþættinum "Between Iraq and a Hard Place". En sá þáttur sýndi vel hverni sagan fer í furðulega hringi.

Fréttaflutningur er orðinn gegnumsýrður af lygum, þvættingi, fölsunum, útúrsnúningum og áróðri að málið með þessar fréttir að maður veit ekki hverju maður á að trúa, ein hlið segjir eitt, önnurhlið segjir hitt og einhver í miðjunni segjir allt annað. En ég leyfi mér að staðhæfa að það er verið að nota vopn sem eru bönnuð samkvæmt alþjóðlögum, napalm og cluster-sprengjur:
"In the succeeding years, the General Assembly received seven reports on human rights in armed conflict from the Secretary-General, who also submitted reports on international law covering the prohibition or restriction of the use of certain specific weapons, on the protection of journalists and on the use of napalm and other incendiary weapons."
-Tekið frá heimasíðu Sameinuðu þjóðana

Her eru tvær áhugaverðar síður:
Sorry Everybody og Baghdad Burning
Tölvuleikjadýrkun

Ég elska tölvuleiki, þessi tilfinning að spila góða tölvuleiki, nýja jafnt sem gamla er unaðslegt. Til dæmis er algjört æði að detta á heimasíðu sem inniheldur gamla tölvuleiki sem hætt er að selja, svokallað Abandonware. Þegar ég fór yfir listann á einni heimasíðu (t.d. Abandonia) þá fór um mig furðuleg tilfinning sem ekki er hægt lýsa öðruvísi en nostalgía, ljúfsár söknuður af liðinni tíð. Hand of Fate, Eye of the Beholder 1 og 2,

Með nýrri tölvu sem ég náði að ráðstafa inná heimilið fylgdi með tölvuleikur er ber titilinn Doom3, augljóslega framhaldið af Doom 1&2, en D3 er án efa einn flottasti leikur sem ég hef séð og, sem heilalaus skotleikur , er hann bara nokkuð góður. En það vantar samt ýmislegt sem komið hefur í öðrum fyrstu-persónu skotleik jafnt nýja sem gamla, einsog til dæmis að halla sér til vinstri eða hægri, að fela sig í öllum þessum skuggum sem eru í leiknum. En það er lítið við því að gera, enda er þetta bara Doom 1 í glænýjum og drulluflottum búningi.

En því miður á maður ekki marga tölvuleiki (að undanskildum þessum glás af gömlum leikjum sem maður niðurhalar), sá eini sem hefur bæst í safnið er No One Lives Forever 2: A spy in H.A.R.M.´s way. Sem er frekar skemmtilega fáránlegur, byggt á hreinni nostalgíu og gömlum spæjaramyndum.

En hvað næst? Half-Life 2.

En hvað núna? Legends of Kyrandia: Malcolm´s revenge.
"The bums have lost!" - The Big Lebowski, orðaskipti milli Dude og Mr. Lebowski.

Já, þessir aumingjar, þessir sósíalísku kommaskræfur hafa tapað. Hvernig ættu þessir kommar að geta komið einhverju í framkvæmd þegar þeir hafa ekkert efni á því? Stéttlaust land? Þvaður! Hvað með þetta bull um anarkisma? Stjórvaldsleysi! Þvættingur. Það er mannskepnunni eðlislægt að láta stjórna sér. Sjáið Rússland!

Gróðurhúsáhrifin er plat! Marga tugi ára vísindlegra rannsókna, kannana, og athuganir bara sorp. Þetta er kommaáróður og ekkert annað.

Og stríðið í Írak! Hvað er svosum að því að 100.000-200.000 írakar, börn, konur, gamalmenni deyja. Þetta fólk hefur ekki þurft að ganga í gegnum erfiða þjálfun einsog þessir 1000-2000 bandarískir hermenn sem hafa dáið! Þetta ásættanlegur fórnarkostnaður fyrir frelsi hins vestræna heims! Stríð er fallegt. Stríð er friður.

Síðan höfum við hér á okkar fagra fullkomna landi einhverja róttæka atvinnumótmælendur að dreifa óhróðri um stjórnvöld bæði heimafyrir og erlendis, auk þess að hafa samúð með hryðjuverkamönnum, samkynheigðum og einhverjum halanegrum! Síðan mæli ég sérstaklega og bara eindregið gegn því að þið vitjið þessa heimasíðu! Þið gætuð hlotið varanlegan heilaskaða af.

Já. Við erum nú einu sinni frjáls. Og ef þetta pakk er svona óánægt þá getur það kosið sér nýja valdstétt á fjögra ára fresti.
Hér er áhugaverð síða er kallast Fat-Pie.com og vil ég þakka honum Andra Ákasyni fyrir þessa áhugaverður ábendingu. Ég mæli eindregið með Salad Fingers. Þetta er afar martraðakenndar og súréalískar teiknimyndir.

laugardagur, nóvember 13, 2004

Tilbreytingarleysi?

"Fear is my lovely, lonely habit" eru byrjunarorðin í laginu Third eye á plötunni Songs for Insects með Thought Industry. Hræðsla er venja, venja sem getur leitt til einangrunar og tilbreytingarleysis. Eitthvað sem ég þjáist af. Þetta er bara hin dæmigerði kvíði, hræðslan við að stíga aðeins eilítið útaf sporinu, gera eitthvað nýtt, brjóta upp tilveruna með smá flippi. En málið er að maður er ansi oft hræddur við það að gera sig af fífli.

Þessi hræðsla er einnig fólgin í því að tjá sig á opinskáan hátt, eitthvað sem ég á í erfiðleikum með. Oft pælt í því að fá mér einhverja fræðilega ráðgjöf hjá menntuðum mönnum, en... ég geri það ekki. Hví ekki? Máski er það kvíði að þurfa opinbera það fyrir einhverjum að ég tel mig eiga eitthvað bágt. Svo ég held áfram að feta í sömu fótspor og ég hef gert undanfarinn ár, labba hratt á sama stað, festist í forarpytti af sjálfsáhyggjum, kvíða, fælni og stressi. Muldra í hljóði "geri það á morgunn", "geri það seinna", "á næsta ári" o.s.frv. Í staðinn fyrir að gera það núna.

Byltinginn getur beðið fyrst ég get ekki framkvæmd byltingu í sjálfum mér. Eitt af fyrstu skrefunum er að viðurkenna vandamálið. Framtaksleysi, áhugaleysi, gleymska, skapvonska, óeðlilegur kvíði, stress, hræðsla og fleiri andlegir kvillar er hægt að sjóða saman í eitt = þunglyndi.

Einhvern tímann hlaut að koma að því að maður segjir eitthvað, hví ekki núna?

þriðjudagur, nóvember 02, 2004

Í dag eru forsetakosningar í Bandaríkjunum.

Einnig er eldgos í Grímsvötnum.

Hvernig ætli að þetta tvennt tengist?

Ef maður væri afar trúaður, þá er máski möguleiki á að Satan sjálfur spretti upp úr iðjum jarðar, til að hneppa allt mannkyn í ánauð um leið og Bush winnur.

Og Bush mun vinna. Því miður.
Ætli aukið þunglyndi, geðhvarfasýki, félagsfælni, anorexía, búlemía og fleiri geðsjúkdómar séu afleiðing auðvaldshyggju-þjóðfélagi? Ofantalið er eflaust hægt að rekja til greinilegra erfðasjúkdóma. En það er samt skuggalegt hvað mikið af fólki er haldið þessum kvilla...

Hmm... handahófskennd pæling í boði Dodda.