miðvikudagur, júní 30, 2004

Er órói í samfélaginu? Hef ekki fundið fyrir því, en ég bý útá landi, þannig að ég veit ei hvernig þetta er á Íslandi, sem er Reykjavík(aka Höfuðborgarsvæðið). En það virðist allt gerast í Reykjavík/Ísland, það eru skandalarnir sem mestir, þar eru allir þingmenn og ráðherrar, þar virðist ríkja skálmöld, skeggöld og vargöld.

Í Reykjavík ráða ráðamenn.

En útá landi eru eintómir strumpar, þar sem skoðanir ráðast af Baugstíðindum, enda erum við sveitungar svo spilltir af auðvaldi og trúgirni að við trúum öllu sem prentað er á blað. Fyrst það stendur í riti, þá hlýtur það að vera satt.

Við tökum ekki mark á málgagni sjálfstæðisflokksins, hvað þá ljósvakamiðlum ríkisstjórnar.

Engin ummæli: