föstudagur, apríl 15, 2005

Skal ég frelsast?

Las þessa ágætis grein á Djöflaeyjunni, er heitir "Bloggið mun frelsa þig", en ég get ómögulega farið eftir þessu. Mér finnst bara eitthvað svo fáranlegt að skrifa um einhverja hversdagslega hluti:
Vaknaði í morgun klukkan 10. Fór á fætur. Fékk mér Coco Pops. Fór í tölvuna. Hér er ég. Síðan fer ég á leikæfingu.
Mér finnst þetta bara svo absúrd og asnalegt. En ég skal samt fara skilja eftir mig eitthvað hrafnaspark og það gæti vel farið svo að það verði absúrd og asnalegt.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

jahh.. ég væri nú alveg til að heyra um hvunndaginn há þér. Daglegar athafnir geta verið áhugavert ferli og mismunandi eptir mönnum. " kúkaði stórum lorti kl 15:22-15:37, fékk mér tómatsósu með banana í morgunmat. Fór út að hlaupa og dáðist að glampa jöklanna sem fylltu mig arísku stolti"
Sjáðu bara Vésa, hann er með eitt slíkt blogg

- Bóbó