fimmtudagur, desember 08, 2005

Mig dreymdi draum sem mun hugsanlega gleðja eitt hjarta sérstaklega

Kom heim einn daginn, þar sátu foreldrar mínir og mínar systur og horfðu á sjónvarpið í stofunni. Mér var svo litið í sófann og sá gamla, svarta, loðna blendinginn liggjandi í makindum. Minn svipur einkenndist af forviða. Sú yngsta tók eftir undrunarsvipnum og sagði mjög stóísk, með bros á vör "Já, hann er bara kominn aftur."

"Nú jæja, það er nú gott," sagði ég og klappaði Bangsa, sem mjálmaði lágt.

Ég var bara mjög ánægður með heimkomuna hans.

Þetta þótti mér afar þægilegur draumur.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

...og þú hefur enga hugmynd hvað þetta gladdi mig mikið...

Nafnlaus sagði...

Segjum tvær, ég sakna Bangsa svooooooooooo mikið. MAMMA