fimmtudagur, september 23, 2004

Hjarðeðli rasista...?

Ég viðurkenni að ég hef lítið stúderað þessa tilteknu einstaklinga, einfaldlega útaf því ég veit að þeir hafa rangt fyrir sér; enginn er framar öðrum, það gengur ekki upp. Það er ekki til nein marktæk reglustika á það hversu ólíkt fólk er. Það er auðveld að dæma fólk útfrá útlitinu, enda það fyrsta sem maður sér.

Hvernig, spyr ég, er hægt að koma fólki skilning um að það hafi rangt fyrir sér, án þess að maður ofreyni sig? Auk þess er sá hinn sami að ofreyna sig í að reyna sannfæra mann að hann hafi rétt fyrir sér með því að vísa í vafasöm vísindi og skítleg slagorð. Ég hef litla þolinmæði í svona fólk, en þó eru til undantekningar. Sumir minnast á í einfeldni sinni muninn á blökkumanni og hvítum manni eða evrópubúa og araba. Sætta sig við einfaldar útskýringar á útlitsmuni og hegðun "Negri er með stórt typpi og fílar hvítar kellingar" eða "Arabar eru kreisí útaf öllum þessum hita og þess vegna vilja þeir allir drepa alla" og það er oftast einfald og auðveld að útskýra að þetta er ekkert svona einfalt. Í fyrra tilvikinu þá á ástinn enginn landamæri, auk þess eru typpi mistór hjá hverjum og einum, í seinna tilvikinu þá eru ekkert allir Arabar að drepa alla, síðan getur maður talið upp sögulega atburði, muninn á menningarheimum, aðstæðum og ástæðum.

Ég hef auk þess nett gaman af kynþáttakaldhæðni, ég nota til dæmis stundum orðalagið "skáeygður grjóni", "negri með prik" eða "handklæðahausar" til að lýsa tilteknum manneskjum, minn einkahúmor og ég meina ekkert illt. Sem minnir mig á samtal við frænda minn, er ég fékk far hjá frá Reykjavík til Hornafjarðar á síðasta ári, en hann segist vera yfirlýstur kynþáttahatari en flest allt sem hann sagði um mun á kynþáttum var blanda af fáfræði, alvöru, gamansemi og auk þess að viðurkenna að hann væri haldinn þessum tveimur fyrrtöldu kvillum, ef svo má segja. Það er auðveld að tala við svona rasista, enda eru þeir ekkert alvörugefnir rasistar, það má segja að þetta sé dæmigerður íslensku rasisti, þ.e. kynþáttahatur er ekki þeirra aðaláhugamál eða meginsvið, oft orðað í hálfkæringi eða gráglettilegu gríni. Sættir sig við einfaldar skýringar en er til í að láta fólk leiðrétta sig.

En hvað á maður að segja við bókstafstrúarrasista, kynþáttahatara sem hefur kreddubundnar skoðanir og tekur mark á vísindalegum athugasemdum, könnunum og niðurstöðum um mun á milli mismundandi manna. Einsetur sér það að það er upp á hann/hana komið að bjarga heiminum frá hnignandi gildum og venjum...

...æi, ég veit það ekki. Því ég bara skil ekki hvernig svona fólk verður til. Hvort þetta sé eitthvað sem foreldri eða eldra systkyni sagði eða segjir sem viðkomandi lítur upp til...?

Engin ummæli: