föstudagur, október 01, 2004

Almennur pirringur og önuglyndi

Ég er að vinna hjá sveitarfélagi Hornafjarðar, deild er kallast Málefni Fatlaðra, ég tel mig ekkert þurfa að útskýra það sérstaklega.

Ég skar niður vinnuna þarna talsvert sökum þess að ég var að byrja í skóla, og er aðeins að vinna tvær-þrjár helgar í mánuði, auk þess mun ég taka að mér liðveislu og heimsækja einn einstakling reglulega á einhverjum tilteknum dögum og föstum tímum, klukkutíma í senn.

Ég sótti um vinnu hjá sláturhúsinu, sama dag og það var verið að auglýsa, öllu heldur, grátbiðja um fólk í vinnu. Af einhverjum óútskýranlegum ástæðum þá fékk ég ei vinnu, sem er ansi svekkjandi, því ég var eiginlega að stóla á það.

Ég fékk útborgað heilar 30þ. krónur, ég get ekki fengið atvinnuleysisbætur sökum þess að ég er í skóla og ég er alls ekkert á því að sækja um lán eða hækka yfirdráttarheimildina sem er þessa stundina heilar 100þ. krónur, en það gæti samt farið svo að ég neyðist til þess. En ég veit ekki hvað ég ætti að gera til þess að fá aukalegan pening. Gæti verið að ég þurfi að fá einhverja félagslega aðstoð til.

Ég var að borga reikning á kaffihorninu sem nam 12þ krónum og keypti mér Drum-tóbak, bréf og kaffibolla á Esso-stöðinni fyrir nákvæmlæga 1025 krónur. Ég á eftir 17þ. krónur sem ekki duga til að borga af láninu. Hvað á ég að gera?

Ég athugaði starf sem lausapenni hjá Eystrahorni, en forsvarsaðilar þar voru ekki við, svo ég tjékka á því næsta mánudag. Ég á möguleika á aukavöktum á hjúkrunarheimili aldraðra, en er eftir að athuga það.

Þessa stundina þá virðist allur heimurinn vera á móti mér og ég er afar niðurdreginn og leiður. Jaðrar á við alvarlegt þunglyndi. Ef ekkert gengur, þá neyðist ég væntanlega til að hætta í skólanum og athuga vinnu í frystihúsinu, sætta mig við það tiltekna samfélagslega hlutverk að vera "blue collar working stiff." Ég er ekkert á því, fíla það engann veginn.

Ég ætla að koma mér úr þessarri klemmu einhvern meginn, bara spurning hvernig.

Engin ummæli: