fimmtudagur, október 14, 2004

Bush eilítið ofvirkur á vafasaman hátt...?

Ég tók mig til og horfði á hluta af kappræðum forsetaframbjóðendurna tvo (af fjórum), og reyndi að hlusta. Þeir komu vel fram, nokkuð skýrmæltir en þetta var sami skíturinn hjá þeim báðum, illa lyktandi, bara aðeins öðruvísi áferð. En ég fylgdist nokkuð grannt með Bush, og fannst eitthvað bogið við hann. Hann hagaði sér einsog hann væri á einhverju örvandi. Einsog til dæmis kókaín.


En, hvar eru hinir tveir frambjóðendurnir? Bill Van Auken og Ralph Nader. Gæti verið að þeir séu bara ekki til? Í öðrum orðum að gera framboð þeirra svo ótrúverðugt, að þeir eyðileggja fyrir öllum hinum tveim í þessu guðsútvalda lýðræðsiskrumskælingjalandi sem stjórnað af skrælingjasmælingjum? Að þessi stjórnsömu auðvaldsfjölmiðlar sem eru í eigu hergagna-, eiturefna, matvæla- og bílaiðnarins, gera svo lítið úr þeirra málefnum, með því að virða þá ekki viðlits, að þeir eru, skv. skilyrtum könum, einfaldlega ekki til? Sérstaklega þarsem þeir báðir vilja frið og herinn burt úr Írak, að hjálparhönd verði gefinn til þeirra sem minna mega sín. Það eru bara tveir forsetaframbjóðendur í Bandaríkjunum. Þessi staðhæfing virðist í fljótu bragði vera dagsönn, enda eru bara tveir forsetaframbjóðendur í sjónvarpinu.

Þetta er ekkert annað en skilyrðing, ÞAÐ ERU BARA TVEIR FLOKKAR. Tveir flokkar, ein skoðun. Í 280.000.000 manna landi er ekki pláss fyrir meira en eina skoðun. Þessi setning býður uppá heimfæringu... bara taka þrjú núll af tölunni.

Engin ummæli: