föstudagur, september 08, 2006

Brauðmylsnur

Flýg til Reykjavíkur núna á eftir klukkan 10:15 í þeim tilgangi einum að fara á Entombed.
Fékk símtal um klukkan níu gærkvöldi:
Kona: Góða kvöldið. Þórður?
Ég: Já.
Kona: Já, Hulda heiti ég og hringi frá Gallup og...
Ég: Nei, heyrðu, ég er búinn að fá alveg nóg af þessu.
Kona: Já, allt í lagi. Afsakið og vertu sæll.
Ég: Bless.
Ef ég fæ eitt símtal í viðbót frá moðerfokking Gallup þá fríka ég út. Þetta var í þriðja eða fjórða sinn á of stuttum tíma sem maður fær fokking símhringingu frá fokking Gallup og örugglega í tíunda sinn sem hringt er í mig á þessu ári. Það er ekki furða að þessar Gallup-kannanir sýna svipaða eða nákvæmlega eins niðurstöðu enda er alltaf verið að hringja í nákvæmlega sama fólkið. Skil ekki þolinmæðina í mér.
Hringdi í bankann og reyndi að rétta úr fjárhag mínum sökum þess að sumarfríið var eingöngu tekið út á Visakorti. Ekki sniðugt.
Stúlka ein sem ég hef verið að dúlla mér með mun fljúga heim til síns heimalands í næstu viku.

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Fékk símtal frá Gallup um daginn

B: hvers eðlis er könnunin og hve lengi varir hún?
G: hún er svona 10 mínútur og fjallar um fjarskiptanotkun..
B: nei takk

Nafnlaus sagði...

Ég hef ekki fengið í langan tíma símtal frá köppunum. En það sem ég ætla að spyrja þegar þau hringja næst er : "OG hvað fæ ÉG út úr því að svara þessum spurningum?"

Einar Steinn sagði...

Um daginn var ég spurður eftirfarandi spurningar í Gallup-könnun:

"Ef bankinn þinn væri persóna, hvernig myndirðu þá lýsa honum"

Ég varð eiginlega kjaftstopp. "Bleh?"

Doddi sagði...

"Ef bankinn þinn væri persónu, hvernig myndirðu lýsa honum?" Vampíra?

Weird fokking spurning.