miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Já, það eru ýmsar tölur á sveimi varðandi dauða í Írak.

Írakar:
Samkvæmt þessum upplýsingum, en hér er miðast við dauða sem hefur verið tilkynnt af fréttamönnum og öðrum, þá ráfar dauðatalan milli 14000 til 16000, en aðrar upplýsingar segja að á bilinu 100.000 íraka hafa dáið. Síðan má ekki gleyma í byrjun persaflóastríðsins (1991) þá er tölur einnig óljósar, fræðimenn reikna með 25.000 til 75.000 manns og aðrir telja að aðeins 100 manns dóu (sem er fráleitt) og allt upp að 200.000.

Samkvæmt skýrslu frá UNICEF, 1998, að eftir þetta stríð, eftir viðskiptabannið, þá töldu þeir að næstum því 90.000 manns dóu árlega. Hmm ekki nema 1.080.000 manns, frá 1991 til 2003.

Jæja, reiknum aftur: Ef við reiknum með því að skýrsla UNICEF er marktæk, þá er stofndauði 1.080.000 manns, og þá er talan á bilinu 1.120.000 - 1.380.000 írakar, útaf árásum og viðskiptaþvingunum. Vissulega verður maður að reikna með einhverjum skekkjumörkum. Eigum við að segja helmingur til eða frá? Semsagt á bilinu 500.000 - 2.500.000? Hvað heyri ég hvíslað í fjarska? Einhver einkennileg rödd sem virðist segja í lágum rómi:
"Þjóðarmorð"

Ameríka og hinir viljugu:
Ég hef enga samúð, svo ég skelli þessarri tölu hér kuldalega - BNA: 1203, SB: 74, aðrir: 72. 1991 þá dóu 378 BNA-hermenn, bæði í bardaga og af öðrum orsökum. Það gerir 1727 manns, whoopee.

Engin ummæli: