laugardagur, nóvember 13, 2004

Tilbreytingarleysi?

"Fear is my lovely, lonely habit" eru byrjunarorðin í laginu Third eye á plötunni Songs for Insects með Thought Industry. Hræðsla er venja, venja sem getur leitt til einangrunar og tilbreytingarleysis. Eitthvað sem ég þjáist af. Þetta er bara hin dæmigerði kvíði, hræðslan við að stíga aðeins eilítið útaf sporinu, gera eitthvað nýtt, brjóta upp tilveruna með smá flippi. En málið er að maður er ansi oft hræddur við það að gera sig af fífli.

Þessi hræðsla er einnig fólgin í því að tjá sig á opinskáan hátt, eitthvað sem ég á í erfiðleikum með. Oft pælt í því að fá mér einhverja fræðilega ráðgjöf hjá menntuðum mönnum, en... ég geri það ekki. Hví ekki? Máski er það kvíði að þurfa opinbera það fyrir einhverjum að ég tel mig eiga eitthvað bágt. Svo ég held áfram að feta í sömu fótspor og ég hef gert undanfarinn ár, labba hratt á sama stað, festist í forarpytti af sjálfsáhyggjum, kvíða, fælni og stressi. Muldra í hljóði "geri það á morgunn", "geri það seinna", "á næsta ári" o.s.frv. Í staðinn fyrir að gera það núna.

Byltinginn getur beðið fyrst ég get ekki framkvæmd byltingu í sjálfum mér. Eitt af fyrstu skrefunum er að viðurkenna vandamálið. Framtaksleysi, áhugaleysi, gleymska, skapvonska, óeðlilegur kvíði, stress, hræðsla og fleiri andlegir kvillar er hægt að sjóða saman í eitt = þunglyndi.

Einhvern tímann hlaut að koma að því að maður segjir eitthvað, hví ekki núna?

Engin ummæli: