sunnudagur, nóvember 14, 2004

Tölvuleikjadýrkun

Ég elska tölvuleiki, þessi tilfinning að spila góða tölvuleiki, nýja jafnt sem gamla er unaðslegt. Til dæmis er algjört æði að detta á heimasíðu sem inniheldur gamla tölvuleiki sem hætt er að selja, svokallað Abandonware. Þegar ég fór yfir listann á einni heimasíðu (t.d. Abandonia) þá fór um mig furðuleg tilfinning sem ekki er hægt lýsa öðruvísi en nostalgía, ljúfsár söknuður af liðinni tíð. Hand of Fate, Eye of the Beholder 1 og 2,

Með nýrri tölvu sem ég náði að ráðstafa inná heimilið fylgdi með tölvuleikur er ber titilinn Doom3, augljóslega framhaldið af Doom 1&2, en D3 er án efa einn flottasti leikur sem ég hef séð og, sem heilalaus skotleikur , er hann bara nokkuð góður. En það vantar samt ýmislegt sem komið hefur í öðrum fyrstu-persónu skotleik jafnt nýja sem gamla, einsog til dæmis að halla sér til vinstri eða hægri, að fela sig í öllum þessum skuggum sem eru í leiknum. En það er lítið við því að gera, enda er þetta bara Doom 1 í glænýjum og drulluflottum búningi.

En því miður á maður ekki marga tölvuleiki (að undanskildum þessum glás af gömlum leikjum sem maður niðurhalar), sá eini sem hefur bæst í safnið er No One Lives Forever 2: A spy in H.A.R.M.´s way. Sem er frekar skemmtilega fáránlegur, byggt á hreinni nostalgíu og gömlum spæjaramyndum.

En hvað næst? Half-Life 2.

En hvað núna? Legends of Kyrandia: Malcolm´s revenge.

Engin ummæli: