mánudagur, janúar 24, 2005

Það eru ábendingar einsog þessar sem fær mann til að hafa afar miklar áhyggjur yfir því hvort það eru virkilega skynsamir menn í ríkisstjórn, hvort að þeirra andlega geðheilsa sé í lagi. Jú, jú, það hafa verið vísbendingar um þetta, jú, jú samþykkjum ólöglegt stríð, jú, jú, svíkjum öll loforð, jú, jú, klöppum á bakið hvors annars fyrir vel unninn störf, jú, jú, allt gert í nafni og með samþykki þjóðar og ... GUÐS!

Kannski þess vegna sem þeir þora ekki að gagnrýni gjörðir Ísraela? Það er nú eingyðislýðræði ef ég skil rétt. Þ.e.a.s. trú og pólítik er tvinnuð saman á þann veg að þeir nota Tóranin (sem mig rámar í sé lögbók Gyðinga) sem grundvöll að stjórnskipun og lögum.

Engin ummæli: