föstudagur, janúar 14, 2005

Hvað á að gera?

Gagnaugað er með fína samantekt á siðlausu fyrirtæki, enda stórfyrirtæki, að nafni Bechtel, sem mun taka á því verkefni að byggja álverið í Reyðafirði. Einsog stendur er stórfyrirtækið Impregilo sem sér um virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka.

Impregilo eru viðriðnir einhverjum fjárhagsskandal í heimalandinu Ítalíu, mútuðu aðalframkvæmdastjóra Evrópska fjárfestingar bankanum (European Investment Bank, EIB) og ef til vill þessum hérna líka, og einnig hefur Ísland og EIB verið varaðir við að fjármagna þessa stíflugerð og þó sérstaklega að skrifa undir samning við Impregilo.

En... gaman er að minnast á það að aldrei fær maður að heyra um glæpaferill þessara fyrirtækja, í raun, fær maður ekkert að heyra um þessi fyrirtæki í íslenskum meginstraums-fjölmiðlum, sem eru ekki margir.

En, einsog Lenín spurði undir breyttum formerkjum og öðrum áherslum (en þó tengist kapítalismi þessu), hvað á að gera? Sumir mæla með því að stunda jafn getulausan gjörning einsog að fara á einhvern ótilgreindan stað með mótmælaspjöldin, sem hefur alveg "svínvirkað" hingað til, það sjáum við öll: Það eru ekki virkjanaframkvæmdir við Kárahnjúka, Ísrael er með öllu búinn að draga sig úr Palestínu og borgað skaðabætur, skilað stolnu landi og meira til, viðurkennt sjálfstæði landsins, stríðið í Írak gerðist aldrei og Dubya er ekki og var aldrei forseti Bandaríkjana.

Engin ummæli: