þriðjudagur, janúar 18, 2005

Hið ízlenska tröllavinafélag

Þetta gæluverkefni hjá Vésteini gerir mig, ekki orðlausan, ég held að orðið sé frekar "flabbergasted" og "mindboggled" - ég hef verið að velta fyrir mér tilgangi þessara félags. Það er eitthvað einkennilegt við þetta allt saman. Það gæti verið að það sé að upphefja hina svokallaða "trollara", sem dictionary.com skilgreinir sem svo:
"troll-An electronic mail message, Usenet posting or other(electronic) communication which is intentionally incorrect, but not overtly controversial (compare flame bait), or the act of sending such a message. Trolling aims to elicit an emotional reaction from those with a hair-trigger on the replykey. A really subtle troll makes some people lose theirminds."
Af hverju finnst mér þetta einkennilegt? Jú, það er útaf hlutum einsog þessum, þar sem viðkomandi er fastapenni. En þessi tiltekna heimasíða gengur útá að tala gegn hjátrú og hindurvitnum, einsog guði, engla, álfa og FOKKING tröll.

En... þetta er eflaust bara saklaus hópsamkoma þar sem étið verður ofskynjunarsveppi og farið til Þingvalla og dást að "tröllunum" og spjalla við þá.

En það má vel vera að verið sé að stofna Hið ízlenska tröllavinafélag til þess að "...beita sér fyrir hvers konar starfsemi sem getur orðið til þess að bæta samskipti manna og trölla, draga úr gagnkvæmum fordómum þar á milli, efla vöxt og viðgang trölla á Íslandi og vernda þau vistkerfi sem tröll hafast við í. Enn fremur hyggst félagið stuðla að rannsóknum á tröllum og lifnaðarháttum þeirra og útgáfu á efni því tengdu." Það gæti svo sem vel verið.

Engin ummæli: