sunnudagur, mars 27, 2005

Stafræn fíkn

Hef ég einhvern tímann minnst á það hvað ég elska kvikmyndir? Tölvuleiki? Sjónvarp? Tónlist? Internetið? Það gæti verið, en ég ætla bara að undirstrika það hér með. Ég elska þetta allt, ég dýrka þetta, get varla án þess verið.

Einu sinni fyrir mörgum mánuðum ætlaði ég mér að minnka allt stafrænt gláp og fikt og frekar einbeita mér að "veraldlegum" eða "raunverulegum" hlutum, einsog lestur góðra bóka (sem ég neita ekki að ég elska líka), myndlist og djúpstæðan þankagang um vandamál og lausnir við hin mestu heimspekilegu og félagslegu vandamál.

Vissulega minnkaði ég sjónvarpsglápið og tölvuleikjakuklið. Útkoman var sú að ég horfi minna á sjónvarp, fer ekki mikið á vídeóleiguna nú, en það virðist vera að ég spila samt meira af tölvuleikjum og hangi meira á netinu en ég ætlaði mér í fyrstu. Maður grunar alveg hvernig á þessu stendur, þetta kallast á ensku escapism en á íslensku veruleikaflótti, að fara á vit ævintýra og tómstunda.

Þessi hneigð getur verið dálítið til trafala, því mig langar gjarnan til að gera eitthvað annað, einsog til dæmi að fara á hestbak, ganga um holt og hæðir eða læra á píanó. Ég hvet sjálfan mig stundum til að láta vaða bara, drífa í þessu, hirngja nokkur símtöl og skella mig bara í þetta, fokkitt maður. Maður steitir hnefa í átt að himninum "Já, fjandinn hafi það, þetta ætla ég að gera og ekkert búllsjitt," síðan sest maður aftur á skrifstofustólin snýr sér í hálfhring og legg hendur á lyklaborð og mús "þegar ég er búinn að klára þetta borð/lesa þennan pistill/athuga þetta/skoða hitt."

Nú fyrir stutt bendi góður vinur minn á heimasíðu er kallast Film Threat, sem er (einsog nafnið gefur til kynna) síða um kvikmyndir sem innihalda góða gagnrýni frá afar skemmtilegum gagnrýnendum, auk afar skemmtilegra greinar um hitt og þetta er kemur frá Hollywood eða öðrum kvikmyndaparadísum eða um kvikmyndaklisjur einsog hetjur. Sem sagt heimasíða sem er haldinn út af kvikmyndanötturum fyrir kvikmyndanöttara (einsog mig). Þessa síðu var ég að skoða í nær tvo eða þrjá tíma. Það rann síðan upp stafrænn ljómi frá skjánum og ég lýstist allur upp og hugsaði "Fokk, hvernig get ég hangið á þessari síðu svona..." byrja ég og bæti síðan við í hvelli",hey þetta lítur út fyrir að vera merkilegt."

En það sem maður er að reyna segja er að mig vantar einhverja aðra útrás, eitthvað sem ég gæti mögulega haft meira gaman af en að hanga í tölvunni alla liðlanga daga. Til að mynda hefur sú hugmynd að fara á hestbak verið lengi í kollinum á mér, því það virðist bara vera svo áhugavert og skemmtilegt. Við má bæta að það gæti komið sér vel þegar þetta gerist.

Engin ummæli: