fimmtudagur, júní 02, 2005

Afturför/hrörnun...

Samkvæmt skilgreiningu frá trúuðum einstaklingi þá felst þróun í því að eitthvað æðra vald tekur beinan þátt í lífverunni, sögu þess og framgang. Semsagt að mannskepan var til frá byrjun þess er kallast sköpun/sköddun heimsins en varð síðan að "heilalausum" apa og hrörnaðist í mannskepnuna aftur...

Þessi kenning um "hrörnun" er án efa hægt að heimfæra yfir í trúmál, semsagt ef maðurinn er óskilvirkasta og ósiðmenntaðasta vera sem til er, ef ég skil þessa hrörnunarkenningu rétt, þá er gyðingdómur óskilvirkasta og ósiðmenntaðasta eingyðingstrú sem til er en Íslam ætti þá að vera sú "þróaðasta"...?(Úff, komment sem gæti misskilist sem gyðingahatur en er það ekki.) Sem síðan leiðir til þess að Gyðingdómur er þróaðasta og besta eingyðingstrúin sem til er...

Eða hvað?

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaur, hvad ertu ad tala um?

Nafnlaus sagði...

um að það sem við viljum kalla framför er í rauninni afturför.

má ekki segja að það að mannskepnan er komin á lokastig þegar hún veit ekki einu sinni hvað hún er að borða lengur, hvað er í matnum, þegar að eina sem fólk vill hugsa um er sig sjálft.

Nafnlaus sagði...

Eruð þið þá að meina að fyrstu frumur jarðarinnar sem lifðu í sjónum verið þróuðustu verurnurar?

Doddi sagði...

Það má vel vera. En þetta er "kenning" sem ég rakst á hjá trúmanni á Vantrú, að skepnur þróast ekki, heldur "hrörnast" og þannig er hægt að útskýra hinn tilgangslausa botnlanga í manneskjum og einkennileg bein aftarlega á hvölum er hafa lögun fóta. En þetta er "kenning" sem skal ekki taka alvarlega því þetta er bull.

Nafnlaus sagði...

takk fyrir gott svar blogg dodd