fimmtudagur, júní 02, 2005

Sögulegar endurtekningar III: 60 ár liðin síðan seinni heimstyrjöldinni lauk?

Vá, það eru fréttir!

Nýverið var verið að fangelsa mann á níræðis aldri fyrir, jú, stríðsglæpi sem viðkomandi framdi sem liðsmaður þýska þjóðernissósíalistaflokkinn á fjórða eða fimmta áratug síðustu aldar. Undanfarin ár og áratugi hafa Mossad og aðrar leyniþjónustur (en þó sér í lagi Mossad) verið að eltast við gamla, elliæra kalla fyrir glæpi sem þeir áttu að hafa framið eða frömdu í seinni heimstyrjöldinni og réttlætinginn er ávallt glæpir gegn mannkyns og helförin og bla, bla, bla.

Á okkar dögum er nú verið að fangelsa einhverja liðsforingja eða óbreytta hermenn fyrir vissa glæpi, t.a.m. ómannúðlegar pyntingar á föngum (og hver veit, e.t.v. læknisfræðilegar/sálfræðilegar tilraunir líka?). Þetta fólk er fangelsað á þeim forsendum að hafa lútið skipunum frá yfirboðurum, svona einsog vissir liðsforingjar og óbreyttir hermenn í herflokki nasista á sínum tíma. Vissulega hafa yfirmenn verið dæmdir og hengdir líka, þ.e.a.s. yfirmenn í nasistaflokknum, og máske er einhver viss réttlæting í því, en nú eru vissir yfirmenn sem vita með vissu að verið að fremja mannréttindabrot og glæpi gegn mannkyni sem þessir vissu ónafngreindu yfirmenn hafa boðað og samþykkt. Svona einsog handahófskenndar handtökur, áfellisdómar byggðar á áróðri og lygum, pyntingar og ýmislegt miður gott sem augljóslega lætur fólk brosa útí annað og segja "Hah! Svona er nú lífið skrýtið!"

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hvenær verða amerísku foringjarnir sem báru ábyrgð á pyntingum í Abu Ghraib leitaðir uppi og dæmdir fyrir stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyni?

Doddi sagði...

Einsog Donald Rumsfeld? Í næstu borgarastyrjöld BNA.:)