sunnudagur, ágúst 08, 2004

Að dást að dásemini

Mörg okkar dáumst að þeim byltingum og byltingaröflum í fortíðinni og margir telja að sagan sé fordæmisgildandi fyrir nútíðina og hvað koma skal í framtíðinni. Við bendum á það sem er að og hrópum í laumi yfir óréttlæti ríkistjórna, ráðamanna og annarra valdsmanna, og einnig komum við með hugmyndir yfir því sem betur má fara, hugmyndir sem við vitum en viðurkennum ei að munu aldrei verða framkvæmdar, nema að við komum því í framkvæmd. Það erum við sem eigum að vera fordæmisgildandi, en ekki atburðir sem áttu sér stað fyrir mörghundruð árum síðan og tug þúsund kílómetrum í burtu. Ef eitthvað er að, þá er það undir okkur komið að koma því í lag.
En við erum hrædd. Hrædd um mannorðið, hrædd um afleiðingar gjörða okkar, hrædd um sektanir og fangelsanir, hrædd við andlitslaus öfl sem munu kannski verða okkur og okkar nánustu að miska eða bana. Hræðsla sem hefur verið innleidd til að halda okkur á mottunni. Því hin dularfullu, ósýnilegu öf, sem eru nú bara manneskjur einso við hin, eru afar ötull í að benda á afleiðingar ýmissa einstaklinga: Jesús var myrtur fyrir að boða frið, ef þú boðar frið þá verður þú drepinn, þetta hefur verið endurtekið í næstum 2000 ár, undirstrikað með eldheitum járnflein, rökrætt fram og til baka á píslarbekk, heitar umræður á báli og íhugað af mörgum í járnfrúnni. En hvað er það sem kirkjan og ríkið hafa hamrað á undanfarin 2000 ár eða svo: Þegiði og hlýðið.

Engin ummæli: