sunnudagur, ágúst 08, 2004

Hugsunarlaus

En annars, hvað var ég að hugsa. Ég var í einhverri hugsunarhrinu, hugsandi hluti. Hvað í ósköpunum var ég að hugsa? Það tengdist vissum málefnum, kannabis, geðklofa, samkynhneigð, hreyfingar, byltingar, pælingar, hugmyndir. Þetta var eitthvað "train of thoughts," hugmyndalest sem skransaði allharkelga þegar ég stóð upp úr mínu móki í sófanum núna rétt áðan. Hvað var ég að hugsa, hvað fór í gegnum heilasellurnar, hvað leyndarmál alheimsins var ég að velta fyrir mér fyrir örstuttu síðan? Ef aðeins ég vissi.

Það er óþolandi þegar maður lendir í spennandi hugarheimum, eða rökræðir við hausinn á sér um athygvlisverðar aðdróttanir, alhæfingar, staðhæfingar, sannleika, kenningar og pælingar, einn uppí sófa, að um leið og manni dettur í hug að koma þessum vangaveltum á blað þá er maður búinn að gleyma þeim.

Engin ummæli: