föstudagur, ágúst 20, 2004

Hver er skaðinn?

Gef mér leyfi til að koma með yfirlýsingu:
Ég reyki kannabis og ég skammast mín ekkert fyrir það!

Síðan spyr ég: Hver er munurinn á 200 manna uppsögn og á einum manni sem neytir kannabis?

Svar: Alhæfum aðeins. Þessir 200 eru fjölskyldumeðlimir, auk þess er þetta fólk fyrirvinnan á heimilinu. 200 sinnum 2 gerir 400, skellum inn 2 börnum per fjölskyldu, það gerir 800 manns. Segjum sem svo að þessir 200 manns þéni, tja, tæpar 200-300 þúsund krónur, þurfa að borga mat, reikninga, leigu/húsnæðislán (eða aðrar afborganir), bílalán, o.s.frv. Þegar þetta 200 fólk missir vinnuna þá er mikill skaði gerður, þetta fólk þarf að sækja um atvinnuleysisbætur sem nemur rúmar 90 þúsund krónur, einnig fær það barnabætur (sem er mismunandi miðað við aldur barnana) og kannski aðrar félagslega aðstoð. Þannig er hægt að gróflega áætla að þetta fólk fái sem nemur 130 þúsund krónur. En það þarf enn að borga sömu reikningana.

Einn maður sem reykir kannabis, borgar sem nemur 2000 krónur fyrir þessa vafasömu neysluvöru.

Í fyrra tilvikuni er athæfið allt í lagi sökum sparnaðar hjá einhvberju tilteknu fyrirtæki á vegum ríkisins, í seinna tilvikinu er athæfið ólöglegt sökum forræðishyggjulaga hjá þessu sama ríki. Þannig aðalspurninginn er : Hvað er verið að eyðileggja margar fjölskyldur?

Engin ummæli: