mánudagur, maí 23, 2005

Scuse

Ég hef fátt að segja, annað en þetta:
Teiknin eru öll á lofti, við tökum eftir þeim, en dömlum í lífsins ólgu sjó með hið dæmigerða hugarfar: "Hey, þetta reddast allt saman!" eða að flest öll höfum við þá heitu ósk að enda þetta með stórum og funheitum hvelli í hvelli! Við þráum heimsendi! Þetta er ein samheldin dauðahvöt! VIÐ VILJUM ÖLL DEYJA STRAX! Lífið er óbærilegt og lífið á að vera stutt, blóðugt og ofbeldisfullt! Þetta viljum við! Við lærum ekkert, við erum bara nokkuð flink húsdýr.

3 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Af atferli fólks gæti maður haldið að það sé einmitt raunin. En ef fólk er spurt beint, þá er eins og það vilji ekki kannast við þetta. Eins og það vilji ekki gangast við eigin kæruleysislegri sjálfseyðingarhvöt.

Doddi sagði...

Maður reynir oft að spjalla um alþjóðleg málefni á borð við stríð, hungur, fátækt og svona við marga mölbúa hér austur á landi, og flestir vilja ekki gera sér upp skoðun um þetta eða eru með skyndilausnir og -skoðanir á þessu öllu saman. Í fljótu bragði, þá er austfirðingum mörgum hverjum alveg sama um heimsmál, enda varðar þetta okkur ekkert um og kemur okkur ekkert við, við fussum bara og sveium yfir þessum ónytjungum sem nenna ekki að vinna fyrir matinn sinn þarna sunnan Sahara, bölvum þessa sandnegra í Austurlöndum nær í sand og ösku og hlæjum yfir heimskunni í þessum Kanahálfvitum.

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Já, það hlaut að eiga sér skýringar. Kaninn er heimskur. Negrinn er tregur. Serkinn er latur.