mánudagur, maí 02, 2005

Vefrit og tímarit

Samanburður á tímaritum 19. aldar og vefritum 21. aldar

[ég hef áður skellt ritgerðum hér inn sem ég hef unnið í Íslensku, þetta var fyrir Ísl603 og á þetta var skellt einkunnin 9,0]


Efnisyfirlit:
1. Inngangur
2. Tímarit á 19. öld
3. Vefbækur og vefrit
3.1. Hverjir skrifa?
3.2. Segðu það sem þér finnst?
4. Ýmis Vefrit
5. Tjáningafrelsi
6. Niðurstaða
7. Lokaorð
7.1. Efni og spurningar í aðra umræðu
8. Heimildaskrá
8.1. Áhugaverðar slóðir

1. Inngangur
Í kjölfar þess að alnetið eða veraldarvefurinn varð aðgengilegur almenningi um 1995 hefur orðið algjör sprenging í tölvu- og hugbúnaðaþróun. Hraðari og betri tölvur, nýr og beturbættur hugbúnaður hefur litið dagsins ljós á næstum hverjum degi í tæp tíu ár. Þessi þróun er í senn ógnvænleg og stórmerkileg. En meiri möguleikar er til fræðslu, menntunar, skoðanaskipti og félagsleg tengsl en hefur nokkurn tímann þekkst í sögunni. Það er varla hægt að finna hliðstæðu af svona miklum framförum í kringum einn vélbúnað sem talvan er, nema kannski Gutenberg-prentvélin á 15. öld. Úr prentvélinni jukust möguleikar til ritunnar og menntunar stórfenglega og útfrá þessari uppfinningu komu náttúrulega nýjar og betrumbætar prentvélar, en þess utan voru allmargir sem nýttu sér tækifæri til að koma sér og sínum skoðunum á framfæri og í þessu tilliti nefni ég dagblöð og tímarit sem byrjuðu að líta dagsins ljós um 18. öld hérá Íslandi. Á 19. öld varð hálfgerð sprenging í útgáfurekstri.
Margir stjórnmálahópar og -menn á 19.öld er voru nýbyrjaðir að fikra sig í hinum afar viðkvæma veg lýræðis nýttu sér prentmiðillin til að birta sínar stefnuyfirlýsingar, loforð eða hugmyndir um betra land, þjóð eða heim . Við höfum sósíalista, kommúnista, anarkista, jafnaðarmenn og kapítalista, en hugmyndafræðin af þessum stefnum var sáð fyrir 1800, gerjuðust og þróuðust á þeirri 19. og spruttu svo upp af fullum krafti á 20.öldinni. Talvan er rökrétt þróun á prentvélinni og er notað að sama skapi, að koma sínum sjónarmiðum og stefnum á framfæri.
Í þessari ritgerð verður leitast eftir að finna sambærilegan flöt á vefritum og –bókum 21. aldar og á blöðum og tímaritum 19. aldar. Það verður stiklað á nokkrum þekktum vefritum, stefnu þess og um hvað er ritað og hverjir standa að því, sömuleiðis mun ég reita um sum tímarit frá 19. öld auk höfunda. Einnig mun ég velta vöngum yfir því hvort að fjölmiðlalög gildi um það sem skrifað er á netinu.

2. Tímarit á 19. öld
Upphaf blaðamennsku á Íslandi má rekja til þriggja einstaklinga, mjög menntaðir umsvifamiklir embættismenn sem tóku að sér tímaritaútgáfu og blaðamennsku. Fyrstann má nefna Magnús Ketilsson, sýslumann í Dalasýslu sem gaf út Islandske Maaneds Tidender frá 1773, annar var Jón Eiríksson sem var aðalstjórnandi Íslenzka LærdómsLista Félags í Kaupmannahöfn frá 1781. En ötullasti útgefandinn var án efa Magnús Stephensen sem byrjaði með útgáfu á Minnisverð Tíðindi árið 1796. Magnús Stephensen náði að eigna sér þær prentsmiðjur sem til voru á landinu, Hrappeyjarprenti og það sem eftir var af Hólaprenti og þetta gerði hann með miklum dugnaði og trausti samborgara sína. Hann varði síðan áratugum við óeigingjarna vinnu í Landsuppfræðingafélaginu við útgáfu þar.
Þessi brautryðjendur tóku samt róleg skref í tímaritaútgáfu, en blaðaskrif eru ansi ung grein Íslensk ritmáls þannig að gömlu tímaritin virkuðu ekki einsog dag- og fréttablöð einsog við þekkjum í dag en frekar sem sagnaritun eða sagnaskemmtun, enda hafði verið löng hefð fyrir því. Íslendingar voru ekkert að flýta sér að fá fréttirnar, þannig að stundum gat liðið ár þangað til fréttir bárust um atburði sem gerðust árið á undan og var skrifað einsog um framhaldssögu væri að ræða frekar en fréttaflutning sem tíðkast nú.
Breyting varð þar á upp úr miðja 19. öld þegar rætt var um efni og tilgang tímaritana og hvernig mætti nota áróður og leiðbeininga í pólítískum tilgangi. Það er ekki skrítið að helstu forustumenn þjóðarinnar margir hverjir verið ritstjórar á tímaritum allt frá Jóni Sigurðssyni til Bjarna Benediktssonar. En tímarit var afar hentugt tæki til að koma sínum skoðunum á framfæri, láta á sig bera í þjóðfélaginu og koma af stað hugarfarsbreytingu. Það afl sem átti meiri þátt en nokkuð annað til að koma af stað alminilegri þjóðernisvakningu meðal Íslendinga var án efa tímaritið.
Tímaritaútgáfan hafði svakalega mótandi áhrif á Ísland einsog áður var nefnd, ekki aðeins í þjóðernisvakningu og sjálfstæðisþrá, en einnig hreintungustefnu og almenna menntun. Allra fyrstu tímaritin sem gefin voru út á Íslandi voru nær öll á dönsku, og í sumum tímaritunum mátti lesa greinar og yfirlýsingar frá menntuðum mönnum sem töldu íslenskuna ekki aðeins gagnslausa heldur skaðlega og ætti að leggja hana niður umsvifalaust. Sem betur fer var þessum röddum þaggað.
Af merkum ritum og mönnum má nefna Ármann á Alþingi, en fjórir árgangar voru gefnir út á árunum 1829-32 af þeim félögum Þorgeiri Guðmundssyni og Baldvini Einarssyni, en stefna blaðsins var meðal annars að endurreisa Alþingi Íslands. Þremur árum seinna kom Fjölnir fyrir sjónir landsmanna, sem þrír laganemar í Kaupmannahöfn hófu, þeir Brynjólfur Pétursson, Konráð Gíslason og Jónas Hallgrímsson auk guðfræðingsins Tómasar Sæmundsonar. Á stefnuskrá Fjölnis var meðal þrennt sem var undirstrikað, en það var “að Íslendingar viljum vér allir vera, og að vér viljum hafa Alþingi á Þingvelli og að vér viljum vernda mál vort og þjóðerni” En Fjölnir var fyrst og fremst ritgerða- og kvæðasafn, en innihélt þó smá dálk fyrir fréttir. Um 9. árgangar komu út milli árana 1835 – 46. Útgáfa fyrstu tímarita voru að jafnaði árlega, þar má nefna Rit þess Konúngliga íslenzka Lærdóms-Lista Félags sem kom út á árunum 1781-98[1]. Íslensk sagnablöð sem gefið var út af Hinu íslenska bókmenntafélagi er talin ver fyrsti fréttamiðillin á íslensku, Skírnir tók síðan við af sagnablöðunum og erlendar fréttir voru birtar í því riti einu sinni á ári. Milli 1846-49 var Reykjavíkurpósturinn gefin út mánaðarlega og innihélt um 16 blaðsíður af fréttum og fróðleik. Þjóðólfur er blaðið sem má telja að hafi byrjað þá þróun sem hefur haldist óslitin til dagblaða okkar tíma, en Þjóðólfur er fyrsta ritið sem tekur á sig blaðsmynd með brot á við stórt tímarit og uppsetning í dálkum, en öll tímarit og blöð undan Þjóðólfi voru í bókarbroti. Blaðið var gefið út vikulega allt til ársins 1920.
Af tímaritum frá 19. öld er af nógu að taka, en ég má til að benda á afar vandaða heimasíðu er kallast Tímarit[2], en þar er að finna nær öll, ef ekki öll, þau tímarit sem gefin voru út frá seinni hluta 18. aldar til byrjun 20. aldar. Um 211 blöð og tímarit frá Íslandi, Færeyjum og Grænlandi, rúmlega 600.000 blaðsíður af allskyns fróðleik.

3. Vefbækur og vefrit
Orðið heimasíða mun ég ég nota jöfnum höndum yfir vefriti annars vegar og blogg og vefbók hinsvegar. Blogg[3] er stytting á “web log” sem má þýða sem “Vef dagbók.” Vefbók er einfaldlega dagbók á netinu[4]. Uppruna bloggsins má rekja til tölvuáhugamanna sem árið 1998 þróuðu hugbúnað sem gæti auðveldað aðferðir sumra tölvunotenda er voru að skrá stuttar athugasemdir og pælingar sem færðar voru dagsettar á heimasíðu.
Í byrjun ársins 1999 voru aðeins 23 vefbækur hægt að finna á netinu, en með tilkomu vefþjónustu einsog Blogger.com og Groksgroup.com þá varð algjör sprenging og þúsundir byrjuðu að tjá sig um sitt daglega amstur á netinu, nú eru án efa milljónir ef til vill tug milljónir sem halda úti bloggsíðu og það hefur bara bætt við þessa ótrúlega miklu flóru af upplýsingum og pælingum sem finna má á veraldarvefnum. Ísland er þar engin undantekning. Bloggsíður er semsagt tiltörulega nýtt fyrirbæri og hefur verið tekið fagnandi af fólki af öllum aldri, en einnig talsverðu vantrausti af fólki af öllum aldri. Eitt helsta vandamálið með internetið er að maður “aðskilur” oft einstaklinginn frá skjánum sem maður les af, þannig að í mörgum tilfellum hagar maður sér einsog hálviti á netinu með aulaleg innlegg eða athugasemdir, oft eitthvað sem maður mundi ekki detta í hug að segja í opið geðið á einhverjum út á götu eða vin sinn. En auðvitað er þetta ekki alltaf svona, en oft þó.
Þetta hefur leitt til þess að hugsanlega telja sumir bloggarar óhætt að skrifa næstum hvað sem er, s.s. niðrandi og niðurlægjandi athugasemdir um skóla- eða vinnufélaga, vini og vandamenn. Talsvert hefur verið um þetta í fréttum undanfarin misseri, þegar fólk hefur lesið afar óþægilegar lýsingar, staðhæfingar eða persónuleg einkamál um sig á netinu, sem er nota bene, opið fyrir öllum til að sjá og lesa; ljósmyndir, lýsingar, sleggjudómar o.s.frv. En þetta er alls ekki það eina sem finnst á þeim ótrúlega fjölda af bloggsíðum sem fyrirfinnst á íslandi. Í sumum umræðum um blogg gleymist að minnast á þann hóp sem leggur einhvern metnað í það sem er skrifað, reita vel útfærðar skoðanir um málefni líðandi stundar.

3.1 Hverjir skrifa?
Í Morgunblaðinu fyrir stuttu má finnar frétt frá Modernus, tölvufyrirtæki sem sér t.a.m. um samræmda vefmælingu íslenskra heimasíðna. Samkvæmt þeirra mælingu eru til 131.486 bloggsíður á folk.is og um 107.573 hjá blogcentral.is(tekið skal fram að þessar tölur breytast vikulega)[5]. Þetta gerir samtals 239.059 manns, og þar af er ótalið þeir íslensku notendur sem halda úti bloggsíðu á öðrum netþjónum, s.s. kaninka.net eða erlendum bloggvefum, t.a.m. blogspot.com (blogger.com), eða sínum eigin netþjóni. Þannig að það má gróflega áætla að Íslenskar vefbækur er á bilinu 240.000 til 300.000 eða fleiri.
Þrátt fyrir þennan ótrúlega fjölda (ca. 1 vefbók á hvern Íslending), þá þýðir það ekki að allir Íslendingar eru rit- og lesglaðir gagnvart blogginu – það þarf rétt aðeins að fletta í gegnum þennan fjölda til að fá fram að margir einstaklingar halda úti 1-2 eða fleiri bloggsíðum, sem dæmi má nefna stúlku sem heldur úti um 7 eða 8 síður sem tileinkað er hljómsveitinni Nylon. Margt af þessu er ekki um neitt nema daglegt amstur, bara lítilsháttar atvik sem máski vinum viðkomandi og vandamönnum þætti vænt um að lesa eða vita um.
Þannig af þessum 300.000 bloggsíðum er hægt að álykta að rúmlega 100.000 einstaklingar eða minna eru virkilega að halda úti virka vefsíðu, mjög margir einstaklingar byrja á vefbók en hætta eftir örfá innlegg, gefast upp útaf því þeir sjá engan tilgang, vita ekkert um hvað á að skrifa eða hafa ekki tíma í “svona vitleysu.” Einnig af þessum 100.000 er mikið af miður merkilegu hjali, e.t.v. áhugavert fyrir viss fræðisvið, s.s. félagsfræðinga eða sálfræðinga, en frá bókmenntalegu tilliti er ekki mikið varið í flest það sem fólk skrifar.
Flest segji ég því inná milli einkamála og persónulegu hagi fólks leynast staðfastar skoðanir, lífspekúleringar og vangaveltur um allt milli himins og jarðar og sem góð viðbót eru margir sem taka þátt í eða halda úti afar vönduðum vefritum á borð við Vantrú, Djöflaeyjan, Gagnaugað, Skoðun, Pólitík, Tíkin Deiglan, Múrinn, Andspyrna og fleiri. Af þeim einstaklingum sem meðal annars halda upp og eru með greinarskrifum á þessum síðum má telja upp Birgir Baldursson, Sigurður Hólm Gunnarsson, Matthías Ásgeirsson, Stefán Pálsson, Vésteinn Valgarðsson, Ólafur Gneisti Sóleyjarsson, Sigurður Harðarsson og margir fleiri.
Málsmetandi menn og ráðamenn eru heldur engar undantekningar, Af þingmönnum og ráðherrum sem halda úti virkum vefbókum/vefriti má nefna Ögmund Jónasson, Björn Bjarnason, Björgvin G. Sigurðsson, Jóhönnu Sigurðardóttir, Valgerði Sverrisdóttir og margir fleiri, en ég mæli með að athuga þingmenn á heimasíðu Alþingis Íslands. Af öðrum málsmetandi mönnum má til að mynda nefna Hallgrím Helgason, Jónas Kristjánsson og Egil Helgason.
3.2 Segðu það sem þér finnst?
Sum blogg eru ekki raunveruleg, þ.e. í þeirri merkingu að um er að ræða uppspuna, sem dæmi má nefna heimasíðu Ingu Dögg[6] er var einkahúmor hjá tveimur framhaldskólastelpum í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hér er eitt dæmi um það sem var skrifað á þeirri síðu:
ég og benni vorumtótalí að rúnta í gær og þá kom þúst mamma og labbaði framhjá og varð alveg tótalí klikkuð!! Hún var bra flippuð og ég bra MAMMA ertu að njósna um okkur!?!?!?!?!!! Hún bra..neiii! En hún var það samt sko!! Omg hún er svo ógisslega leiðinleg og mikil TuSSA ég hata hana forever… [heldur áfram með álíka stafsetningavillum og fáránlegheitum]
Öll innlegg, nema hið síðasta, voru skrifuð á þessa leið, þ.e. skrifað eins og það er talað, í síðasta innlegginu tilkynntu þessar tvær stelpur hvað væri hér á ferðinni, eingöngu einkahúmor til að skemmta sér og sínum vinum. En það er einn fídus á öllum fólk.is síðum, það er að koma með skoðun á innlegginu. Dæmi um skoðun hjá einni manneskju á einu innleggi er t.a.m. þetta hér:

katarína : 26. október 2004 - 18:33sko þú litla ógeðslega heimska hóran þín, heldur þú í alvöru að 1hver se að dast að ogeðslegu viðurstyggilegu, barnalegu, gelgjulegu og umfram allt ogeðslegu mutherfuckin siðu þinni þa er það rangt það er búið að vera bögga þig og þina ljótu síðu i allan dag u retard... síðan þin suckar þu suckar eg hata þig, þú litla ógeðslega þú og tilhugsun þín um sjálfsmorð er sérstaklega sniðug.... so go a hed n kill yourself og spurðu "kallinn þinn" úti dópneyslu hans og allar gellurnar sem hann erað ríða frammhja þer..... HUGSAÐU AÐEINS Þ.E.A.S EF ÞÚ ERT FÆR UM ÞAÐ.....OMFG!!***

12. október 2004 - 11:19

Það skondna við þessa skoðun er að af staf- og framsetningu að ræða þá er þessi “katarína” á nákvæmlega sama aldurs- og/eða þroskastigi og þessi lygilega Inga Dögg. Munurinn felst í því einsog tekið var fram í byrjun að Inga Dögg er ekki til. “Katarína” er ekki eini einstaklingurinn sem birti sinn fúkyrðaflaum í lélegri framsetningu. Dæmi voru um hótanir um líflát, barsmíðar, nauðganir og hamrað var á hversu viðbjóðsleg og ógeðsleg og heimsk þessi “Inga Dögg” sé og fleira í þeim dúr.
En það skiptir ekki máli þótt að Inga Dögg hafi verið uppspuni, það voru skoðanirnar sem aðilar komu með gagnvart henni meðan hún var “til” og einnig skoðanir sem komu eftir að stelpurnar sem skópu þessa síðu sér til skemmtunar. Dæmi eru um álíka skuggaleg skilaboð á vefbókum stelpna á gelgjuskeiðinu, þar sem hamrað er á nákvæmlega sama, hversu ljót og heimsk viðkomandi er. Auk þess hafa sumir einstaklingar sett upp vefbók sem er tileinkuð einni manneskju og hversu heimsk og ljót hún/hann er. Þetta vandamál hefur verið í deiglunni og kallast net-einelti.
Við þessu net-einelti og meiðyrðum hafa forsvarsaðilar Fólk.is sett fídus á gestabók þar sem sjá má IP tölu[7] við hverja færslu, þannig er hægt að rekja það hver kom með færsluna með því að hafa samband við viðkomandi internetþjónustu. Einnig ef lesendur verða varir við meiðyrði á bloggfærslu eða á síðu einhvers notanda þá getur viðkomandi haft samband við fólk.is þannig að þeirri síðu verði lokað.[8]
Vitaskuld eru til heimasíður sem, einsog Inga Dögg, einsetur sér í gríni og glensi, má þar nefna Baggalútur sem gerir í því að afbaka fréttir og tilkynningar, bauna aðeins á ráðamenn og þjóðþekkt fólk. Baggalútur, einsog Inga Dögg, er viss satíra á þjóðfélagið.

4. Ýmis vefrit
Einsog ég hef reifað á þá er til ógrynni af heimasíðum, vefritum og –bókum á internetinu. Sagt er að ef rifið væru síðurnar af öllum bókum sem hægt er finna í heiminum þá væri hægt að hylja jörðina nokkrum sinnum. Ef hægt væri að prenta út allt það efni sem til er á netinu þyrfti nokkrar plánetur af frumskógum og það gæti dugað til að skapa nýtt stjörnukerfi. Þetta gætu verið ýkjur, en ég tel þetta vera úrdráttur (understatement).
Höldum okkur við Íslenska vefmiðla. Án þess að hafa náð að skoða öll þau vefrit sem hugsanlega eru í boði þá get ég nokkurn veginn skotið á þann fjölda af vönduðum og málefnalegum vefritum sem í boði eru, og tel ég þau vera um eða yfir 100 talsins. En þau eru jafn mismunandi einsog þau eru mörg, og spanar mörg og mismunandi málefni, allt frá póst-módernískum vangaveltum um bókmenntir til varnar trúleysis. Einnig eru vefrit sem eru bara almenn eðlis og fjalla um málefni líðandi stundar. Það er til flokksbundinn vefrit, sósíalísk vefrit, kvennréttindavefrit, í sem stystu máli, vefrit um allt milli himins og jarðar.
Deiglan er eitt elsta vefritið á Íslandi, kom fyrst út 3. febrúar 1998 og var á vegum Borgars Þórs Einarssonar. Á sjö ára tímabili eru komnir um 50 fastir pennar, auk lausapennum. Það er stefna hjá Deiglunni að birta minnst 2 greinar á hverjum degi og hafa auk þess fasta tíma hvenær það er gert, klukkan 7 um morgunin og 2 um daginn. Þetta vefrit fylgist með því sem er í deiglunni á hverjum tíma. Þetta er frekar frjálsynt rit sem ekki verður dregið í pólítiska dilka og bera greinarhöfundar sjálfir ábyrgð á því sem þeir skrifa, auðvitað. En allir eiga höfundarnir sameiginlegt að “að aðhyllast grundvallarhugmyndir um frelsi einstaklingsns og virðingu fyrir mannlegum gildum.”[9]
Vantrú er vefrit sem stofnað var 2001 og haldið er úti af þeim Birgi Baldurssyni, Matthíasi Ásgeirssyni og Ólafi Gneista Sóleyjarssyni, þeir eru ritstjórar ritsins auk aðila sem frekar vilja láta þekkjast undir dulnefni og kalla sig Jogus og Frelsarann. Fastir pennar á þessari síðu eru 10 talsins og einnig 6 lausapennar.Gestapennar hafa verið tveir, þeir Sverrir Stormsker og Einar Þorn. Einsog nafnið bendir til þá fjallar þetta vefrit um vantrú á öllu yfirnáttúrulegu, óútskýranlegu, hindurvitnum, göldrum, geimverum, kukli, trúarbrögðum og öðru sem ekki er hægt að færa vísindaleg og skynsamleg rök fyrir. Þetta vefrit virðist af einhverjum ástæðum hræða marga Íslendinga, telja margir að hér sé um eitthvað ofstæki að ræða, jafnvel “trúarlegt” ofstæki og margir hverjir dæma þessa síðu jafnvel án þess nokkurn tímann hafa farið inn á hana og ef svo er þá aðeins í smástund. En ef aðilar mundu gefa sér tíma, trúað fólk eða trúlaust, og lesa þær greinar og pistla sem þar er að finna þá mun lesandi komast nokk fljótt að því að hér er á ferðinni menn sem hafa alveg kynnt sér flest allar hliðar á öllum þeim málefnum sem þeir taka fyrir hendur og eru auk þess afar málefnalegir og vel að máli farnir. Málefnin felast ekki bara í greinunum, heldur eru höfundar þess reiðubúnir til að svara öllum athugasemdum og spurningum sem lesendur kynnu að hafa og þolinmæðin í þeim í aðdáunarverð.
Djöflaeyjan er vefrit sem nokkrir nemar í Háskóla Íslands halda út, og þar eru greinar um efni af almennum toga fyrir alla sem lesa vilja. Kviksaga er vefrit sem fjallar um sögu og söguhefð í sem víðasta skilningi. Gagnaugað er afar róttækt vefrit sem skrifa misfarir Bandarísku ríkistjórnarinnar og hin “nýja heimssýn” einhvers fámenns lokaðans hóps.
Sigurður nokkur Harðarsson hefur haldið út nokk vandaðri vefbók síðan 2001 er hann kallar Hugarstríð Sigga Pönk. Það sem gerir vefbókina hans mjög sérstaka er að þar er hann blanda saman persónulegar upplifanir við heimspekilegar vangaveltur og málefni líðandi stundar, ásamt því að koma oft með tilvitnanir í bækur sem hann er að lesa. Hann er afkastamikill og hógvær höfundur og er einnig ritstjóri vefritsins Andspyrna. Vefritið Skoðun er málgagn Sigurðar Hólms Gunnarssonar, sem er varaformaður Siðmennt og gerði meðal annars heimildarmyndinni Einelti: Helvíti á jörð. Tvö aðra áhugaverða penna má nefna Jóhannes Björn Lúðvíksson sem gaf út Falið vald, Falið vald eiturlyfjakolkrabbans og Skákað í skjóli Hitlers, en þessar þrjár bækur er hægt að lesa á heimasíðunni hans Vald, ásamt áhugaverðum pistlum og Guðmund Sigurfreyr Jónasson sem heldur úti afar áhugaverðu greinasafni um ýmis málefni frá barnauppeldi til fíkniefna.
Vefritið Tíkin er um pólítik, einstaklingsfrelsi og jafnrétti. Þar eru 8 ritstjórar og 20 fastir pennar, samtals hafa 51 höfundar lagt fram pistla og greinar. Tíkin er athyglis-verð að því leytinu til að hún er haldin út eingöngu af kvenmönnum“Að Tíkinni stendur hópur ungra kvenna, sem deila þeirri skoðun að einstaklingsfrelsi, einkaframtak og jafnrétti sé grundvöllurinn að heilbrigðu samfélagi og að allir skuli hafa jöfn tækifæri til að raungera möguleika sína.”
Síðan eru vefrit til hægri, miðju og vinstri einsog Múrinn, Íslendingurinn, Mír, Maddamann, Andríki: VefÞjóðviljinn, Frelsi, Gróska og fleiri og fleiri.

5. Tjáningafrelsi
1. Sérhver maður á rétt til tjáningafrelsis. Sá réttur skal einnig ná yfir frelsi til að hafa skloðanir, taka við og skila áfram upplýsingum og hugmyndum heima og erlendis án afskipta stjórnvalda.[...]
2. Þar sem af réttindum þessum leiðir skyldur og ábyrgð er heimilt að þau séu háð þeim formsreglum, skilyrðum, takmörkunum eða viðurlögum sem lög mæla fyrir um og nauðsyn ber til í lýðræðislegu þjóðfélagi vegna þjóðaröryggis, landvarna eða almannaheilla, til þess að firra glundroða og glæpum, til verndar heilsu eða siðgæði manna, mannorði eða réttindum og til þess að koma í veg fyrir uppljóstran trúnaðarmála eða til þess að tryggja vald og óhlutdrægni dómstóla.
Svo hljómar 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu er hlýtur að verndar skoðana- og tjáningafrelsis[10].
En spurninginn er hvort að lög eða reglugerðir nái eitthvað sérstaklega yfir þann ótrúlega frumskóg sem internetið er. Það er nánast hægt að finna hvað sem er er um næstum hvern sem er með því einu að slá upp nafninu á leitarvélar. Einnig eru margir einstaklingar, einsog sumir vefbækur gefa til kynna, nokk tilbúnir til að ljóstra upp margt sem prívat er og persónulegt. Það hlýtur samt sem áður að vera einkamál hvers og eins hvað hann upplýsir um sjálfan sig á opinberum vettvangi.
Ísland samþykkti Mannréttindasáttmála Evrópu 19. maí 1994 í kjölfarið á dómi Mannréttindadómstóls Evrópu yfir máli Þorgeirs Þorgeirssonar. Tjáningafrelsi er óheft hér á landi, með nokkur vandkvæði þó er varðar 1) öryggi ríkisins 2)verndar heilsu eða siðgæði manna og 3)til að verja mannorð annarra. Lítið mál er fylgja þessum reglum í prentuðum miðlum, en vandamál er þó með þær upplýsingar sem streyma á netið á degi hverjum.
Á undanförnum mánuðum hafa komið upp afar vafasamar og umdeildar heimasíður. Ein síða er olli talsverðu fjaðrafoki var heimasíða er birti einkennilegan lista sem innihélt nöfn á meintum fíkniefnasölumönnum. Aðilinn sem stóð fyrir þessa síðu taldi að hann hafði rétt á þessu og auk þess gæti lögreglan ekki lokað síðunni því að hann væri með síðuna á erlendum netþjóni. Vandamálið við þennan lista var að nöfnin og upplýsingarnar sem komu þarna fram voru einfaldlega villandi, þarna voru talsvert mikið af nöfnum sem voru í raun gælunöfn einsog Biggi massi eða Siggi stóri[11], en einnig innihélt listinn fornafn og eftirnaf en ekki meiri upplýsingar en það, þannig að það hefði getað átt við hvaða Jón Jónsson sem er. Þessi listi hefur eflaust valdið talsverðum óþægindum hjá einstaklingum sem höfðu nákvæmlega sömu nöfnin og birtust á þessum lista[12]. En þessi heimasíða var lokuð. Tvær aðrar álíka komu líka og má ef til rekja ástæðuna til fyrrgreinds heimasíðu, ein síða birti ljósmynd af meintum kvennaníðing og hin sýndi allar helstu upplýsingar um tiltekin barnaníðing. Þessum heimasíðum var einnig lokað. Enda gætu svona síður gefið fordæmi til að gera heimasíðu sem er tileinkuð einhverjum vissum einstaklingi, glæpamanni eða ekki[13].

6. Niðurstaða
Tímaritin á 19. öld höfðu náttúrulega gífurleg áhrif á þjóðfélagið, en voru allir Íslendingar sem lásu það? Nei, alls ekki. Í sumum tilfellum var ekki um fleiri áskrifendur að ræða en um 200-300 manns og meirihlutinn var búsettur í Reykjavík og þar um kring. Áskrifendur utaná landi fengu ekki blöðin í hendurnar fyrr en alltof seint og jafnvel aldrei, og það var sökum þess að erfitt var að ferðast hér á landi, fáir eða engir vegir og oft gat veðrið hamlað hvaða póstburðamann sem er.
Sum vefrit og málgögn eru einnig að hafa viss áhrif á þjóðfélagið, sem dæmi hefur Þjóðkirkjan og prestar á hennar vegum, auk kaþólikka og hvítasunnumeðlimir að einhverju leyti fordæmt heimasíðuna Vantrú, og einnig hafa komið yfirlýsingar frá Sr. Karli Sigurbjörnssyni biskup um einhvern “þröngan hóp manna” sem vilja “úthýsa kristinfræðslu úr skólum landsins.[14]” og fleira í þeim dúr. Múrinn eru líka með ansi beittar skoðanir, Deiglann hefur afar metnaðarfulla einstaklinga og Gagnaugað birtir fréttir og greinar sem fáum öðrum mundi detta í hug að hafa eftir sér. Það sem tímaritin og vefritin eiga sameiginlegt að þessu leyti er að það eru ekki allir sem lesa það sem skrifað er, þó að allir Íslendingar hafa aðgang að netinu þarf ekkert að vera að allir Íslendingar viti af öllum þeim fjölda vefrita sem til eru.
Málefnin eru mörg og mismunandi og nauðsynleg. Það sem vefritin og tímaritin eiga sameiginlegt er að allt er þetta ritað á afar vandaðri og góðri íslensku. Þegar rætt var um tilgang tímarita um miðja 19. öld talaði Jón Sigurðsson um nauðsyn þess að hafa fréttir, bæði innlendar og erlendar, til að fræða fólkið í landinu, veita þeim vit til að hugsa, tala og dæma með skynsemi, “...við þurfum að fá offentlig Mening – public spirit ...” Þó að tæknin sé mismunandi þá er efnið það ekki og það sem landsföðurinn sagði þá gildir jafn vel nú. Það sem er reitað á þeim fjölbreyttu vefritum sem fyrirfinnast eru mörg mjög góð og mörg afar umhugsunarverð, sumar greinar geta valdið miklu fjaðrafoki. Ég tók ýkt dæmi með heimasíðu Ingu Daggar til að sýna fram á hvernig fólk getur gengið offorsi á netinu með fúkyrðaflaum og hótanir, þetta er alls ekki algilt en algengt þó.
Einnig þekktist það á 19. öld að sumir rithöfundar notuðu dulnefni til að forðast of mikla athygli, til sleppa við að styggja einhvern og taka við afleiðungum eða einfaldlega útaf hræðslu við að skrifa einhverju vitleysu sem viðkomandi mundi sjá eftir og þannig firra sig ábyrgð. En það sem gerir netið dálítið tortryggilegt er að hver sem er getur náttúrulega skrifað undir dulnefni, en einnig raunverulegu nafni vissra aðila. En að vísu er nokkurn vegin hægt að finna út hver viðkomandi er með því að rekja IP-töluna.

7. Lokaorð
Þetta var ansi löng og tiltörulega erfið fæðing, ég eyddi um 2-3 vikur í að lesa í gegnum nokkrar vefsíður og tvær bækur og rúm vika fór í að skrifa ritgerðina sjálfa. Mér fannst ég vera stikla á ansi stóru. En það var margt áhugavert sem kom útúr þessu að mér finnst og er nokk sáttur við útkomuna.

7. 1 Efni og spurningar í aðra umræðu
Má vera að flest öll vefrit séu haldin út af körlum? Hvernig má það vera í ljósi þess að nær allir landsmenn eru með greiðan aðgang að netinu, hver sem er getur gert vefbók og jafnvel vefriti en svo lítið er af vefritum sem haldin eru úti af konum. Að undanskildu Tíkin þá virðist vera nokk fáar síður sem konur sjá eingöngu um eða af hluta einsog t.a.m. Deiglan. En t.a.m.Vantrú samanstendur eingöngu af karlmönnum[15]. Þetta er nokk athyglisvert í því ljósi að nær öll tímarit og dagblöð á 18. og 19. öld var rekið, skrifað og e.t.v. lesið bara af karlmönnum.

8. Heimildaskrá:
Vilhjálmur Þ. Gíslason. 1972. Blöð og Blaðamenn 1773-1944. Almenna bókafélagið, Reykjavík
Hörður Einarsson. 1997. Tjáningafrelsi og fjölmiðlar. Reykjaprent ehf., Reykjavík.
Gunnar Karlsson. 2001. “Hvenær varð fyrsti fjölmiðillinn til?” Vísindavefurinn. http://www.visindavefur.is
Daði Ingólfsson. 2003. “Hvað er blogg og hvaðan er það upprunið?” Vísindavefurinn. http://www.visindavefur.is

8.1 Áhugaverðar slóðir:
Vefrit og heimasíður:
www.timarit.is/ - Tímarit, safn af tímaritum frá 18.- 20. öld
www.gagnauga.net - Gagnaugað
www.murinn.is/ - Múrinn, greinasafn Vinstri-græna
www.deiglan.com/ - Deiglan
www.frelsi.is/ - Frelsi, málgagn Ungra Sjálfstæðismanna
www.djoflaeyjan.com/index.php - Djöflaeyjan
Einstaklingar:
www.skodun.is/ - Sigurðar Hólms Gunnarssonar
www.vald.org/ - Jóhannes Björn Lúðvíkssons
www.sigurfreyr.com/ - Guðmundur Sigurfreyr Jónasson
http://www.helviti.com/punknurse - Sigurður Harðarsson
Þingmenn:
www.althing.is/ - Alþingi Íslands
www.bjorn.is/ - Björn Bjarnason
www.ogmundur.is - Ögmundur Jónasson
www.bjorgvin.is - Björgin G. Sigurðsson
www.althingi.is/johanna/ - Jóhanna Sigurðardóttir
www.valgerdur.is - Valgerður Sverrisdóttir




[1] Hér er stuðst við svar frá Vísindavefnum eftir Gunnar Karlsson sem finna má á þessari slóð: http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=1707
[2] Sjá lista yfir vefsíður með heimildaskrá.
[3] Á ensku er þetta ritað blog
[4] Hér er stuðst við svar frá Vísindavefnum eftir Daði Ingólfsson sem finna má á þessari slóð: http://www.visindavefur.is/svar.asp?id=3225
[5] Morgunblaðið 13. Apríl 2005 síða 6
[6] Sjá listaaf vefsíðum með heimildaskránni.
[7] IP stendur fyrir “internet protocol”, hálfgert símanúmer sem einkennir hverja net-tengingu.
[8] Meira má lesa um þetta hér http://www.folk.is/system/?p=3
[9] http://www.deiglan.com/umdeiglu.php
[10] Þetta er þýtt af Herði Einarssyni í bókinni Tjáningafrelsi og fjölmiðlar.
[11] Nöfnin eru bara uppspuni hjá mér.
[12] Til að mynda var frétt fyrir nokkrum árum síðan sem einhver fíkniefnasali var nafngreindur sem Ingvar Árni, sem er sama nafn og bróðir minn, þetta valdi honum talsverðum óþægindum því fólk var að hringja í hann öllum stundum og hóta honum illu.
[13] Sem hefur að vísu verið gert. Skv. ónafngreindri heimild var gerð fólk.is síða sem var tileinkuð einni stelpu á höfuðborgarsvæðinu og hversu ömurleg sú stúlka var talin vera. Henni var fljótlega lokað.
[14] Sem er bara ekki rétt.
[15] Að vísu eru nokkrir með dulnefni, þannig að það er ekki alveg víst að bara karlmenn séu að skrifa.

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Díses kræst....Hvað gengur að þér....hahahaha....hvernig nentiru þessu maður.....ég las þetta samt allt get ég sagt þér!!....en vá ég er alveg steiktu eftir þetta!!hahahah

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Býsna góð ritgerð, mundi ég segja. ERtu búinn að skila henni? Ertu búinn að fá einkunn?

Doddi sagði...

Það kom fram efst, fék 9,0.

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Til hamingju með það, vel að því kominn. (Þess má reyndar geta að Óli Gneisti heitir Óli ... ekki Ólafur.

Doddi sagði...

Úps!