föstudagur, nóvember 04, 2005

Aðdáendur mínir

Lótusblóm gróa hvar náðugur Þórður leggur höfuð sitt til hvílu
Það veitir mér ómælda ánægju að vita að nýjir meðlimir bætast við aðdáendaklúbbinn sem stofnaður hefur verið mér til heiðurs, auk þess að óspart gleði og kátína skjótast upp í hugarfylgsnum mínum vitandi það að fólk dáist að alþýðumanninum Þórði. Ég veit ekki betur en þetta sé eina aðdáendasíða sem er tileinkuð mér og efalaust ein af fáum aðdáendasíðum sem hyllir óþekktan en þó heimsfrægan Hornfirðing. Þegar ég sé rautt eða skapið er þungt þá þarf ég lítið annað að gera en að minnast á ofangreind orð hins andaktuga unga manns og einnig hina ljúfu línu sem hinn orðskrúðugi tröllavinur lét falla í minn garð.
Lof sé Þórði í upphæðum og friður með þeim sem hann hefur velþóknun á
Njótið þess að ég sé til.

Engin ummæli: