þriðjudagur, nóvember 15, 2005

Ófriðaseggir: Ég ítreka!

Um árslok 1933 skrifaði Þórbergur Þórðarsson harðorða grein sem hét "Kvalaþorsti Nazista" er birtist í Alþýðublaðinu. Þessi grein var skrifuð kjölfar þess að Nasistarnir í forystu Adolfs nokkurns Hitlers hafði náð að mynda meirihluta stjórn í Þýskalandi. Hann benti á vankanta á þessum flokki og hvað þeir ætluðust fyrir, þ.e. landvinningar og stríð, viðhalda hinum hreinræktaða aríska kynstofni og útrýma rest og bara almenn valda- og péningagræðgi sem einkennir alla stjórnmálaflokka eða í það minnsta marga breyska meðlimi innann vissra flokka.

Í byrjun árs 1934 birtust harðvítugir pistlar í Vísi og Morgunblaðinu um téðan Þórberg. Þessir pistlar voru frekar aumkunarverðar tilraunir til að rægja orðspor þennan mæta ofvita, maður sem leit á það sem hreinræktaða dyggð að segja satt og rétt frá. Sagt var meðal annars að þetta væri maður "sem engin tæki mark á" og auk þess var hann ásakaður um að spilla viðskiptasamningum milli Íslands og Þýskalands sem er einkennilegt miðað við að þetta átti að vera maður "sem engin tæki mark á".

Þýski ræðismaðurinn var gróflega misboðið að sjá sannleikann og upphófust mikil málaferli þar sem Þórbergur var kærður og sektaður um 100 krónur, sem jafngildir um 50.000 krónum í dag, fyrir að segja satt og rétt frá, enda vita allir hvað gerðist örfáum árum seinna. Ég leyfi mér að vitna í sjálfan mig:
landvinningar og stríð, viðhalda hinum hreinræktaða aríska kynstofni og útrýma rest og bara almenn valda- og péningagræðgi
Eru samhliða atburðir að gerast núna? Sumir vilja meina að Þriðja ríki Þjóðverja og stjórnarfarið er keimlíkt vissu vestrænu heimsvaldaríki nútímans. En hver sá sem dettur þvílíkt í hug og birta annann eins ósóma á e.t.v. í hættu að vera kærður og sektaður af ræðismanni viðkomandi valdagráðugu heimsveldi. Eða muni hverfa á dularfullann hátt...

Skondið er samt að viðhorf þessara blaða gagnvart rithöfundinum og sósíalistanum knáa breyttust töluvert þegar eitthvað stríð sem kennt er við heiminn og henti í annað sinn hófst og mátti rekja upphafið hjá vissu ríki númer þrjú.

Þannig lýkur orðum Örlagana í bili. Takk fyrir og góðar stundir.

Engin ummæli: