fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Órökstuddar yfirlýsingar og eintómar yfirlýsingar og fleiri yfirlýsingar með smá vott af samsæri auk smá smjörslettu af gífuryrðum

Ekki er verður það í fyrsta sinn sem þessi spurning kemur fram og eflaust ekki í síðasta sinn, efalaust mun þessi spurning verða endurtekinn áfram næstu fimm árin, næstu tíu árin, þess vegna næstu tuttugu árin þar til einhver tekur sig til og sleppir því að svara með meinfýsni og útúrsnúningum eða á fræðilegum nótunum með ýmsum tilvitnunum eða er bara alveg sama hvort eð er, enda er sinnuleysi, kjaftæði og tepruskapur stór partur af þessarri spurningu sem hefur án nokkurs vafa oft borið á góma hjá ótöldum þjóðbálkum, þjóðum og þjóðfélögum í gegnum söguna, sem líta í kringum sig og sjá að eitthvað verulega mikið er að en enginn virðist gera neitt til að láta hryllingnum linna eða sporna við frekari ósóma og offorsi valdhafa, sama hvaða nafni þeir bera. Spurninginn er einhvern megin á þessa leið, gæti verið orðuð mun betur:

Hvað þarf að gerast svo fólkið rísi upp gegn því augljósa óréttlæti sem sama fólkið lætur viðgangast?

Þetta er ekkert spurning sem mun verða tilnefnd til friðarverðlaun Nóbels. Þetta er ekkert endilega spurning sem aðilar verða varir við. En það má íhuga þetta aðeins, með smá furðulegum vangaveltum og útúrdúrum, spekúleringum og pælingum, kaldhæðni og meinfýsni, ef til vill að maður verður ekkert laus við smá fræðilegar nótur en reyni samt að halda tilvitnunum í lágmarki. Í stuttu máli sagt, þá verður þessu svarað með sama sinnuleysinu og kjaftæðinu, auk tepruskapsins sem fylgir hvoru tveggja.

Það er Ameríkani sem hefur nú verið dauður í meira en áratug. Þessi maður var mjög fyndinn, án efa einn fyndnasti maður fyrr og síðar. Hann var ekki bara fyndinn því hann fyllti uppí dagskrána með dæmigerða risastóra, fjólubláa æðaþrútna typpa-brandara. Hann var fyndinn því hann sagði satt. Ekki niðursuðu Seinfeld-sannleika á borð við ömurlegheit sem er líkt eftirfarandi: "Matur á spítala/flugvél/Bretlandi er svo vondur að ég gubba oft uppí ömmu mína af tilhugsunni" eða "Negrar!? Fjúkk, hvað þeir eru svartir!" jafnvel gullmolinn "Einu sinni var kall og það uxu á honum brjóst!" Nei! Hann stakk á samfélagskýlin, sparkaði í pung þjóðarstoltsins og hæddist að dæmigerðum samlanda sínum. Hann lét mann líða nett illa, hann bendi á almenna hræsni og ásakaði fólkið fyrir aumingjaskap. Sá ljóðræni fúkyrðaflaumur sem spratt frá barka þessa merka manns stakk mann svo og kitlaði hláturtaugarnar að það jaðraði á við skoplegan dauðdaga. Þessi maður var Bill Hicks. Alvöru Amerísk Hetja.

Í dag ættu flest allir sem kunna að meta góða hluti að hlusta á efnið frá honum sem tekið var upp á árunum 1989-93 og heyr! Það hefur ekkert breyst. Jú, kannski getur maður skipt út nöfn á ýmsum poppstjörnum og sjónvarpsþáttum hér og þar, s.s. Survivor í staðinn fyrir American Gladiators, Eminem í staðinn fyrir Vanilla Ice, Michael Bolton í staðinn fyrir, eeh, Michael Bolton. Svona litlir hlutir sem þarf bara aðeins að Wikipediast um til að vita um hvað hann er að tala (L.A. óeirðirnar - Parísar óeirðirnar), annars á það sem hann sagði þá alveg óskaplega vel við í dag. Því það er einn hlutur sem ég efast oft um hvort ég eigi að hlæja að eða vera reiður yfir. George Bush og Írakstríðið.

Þegar ég hlustaði á hann nú fyrir stuttu þá laust það einsog elding í mig: Það hefur lítið sem ekkert breyst í næstum tuttugu ár. Fyrir utan tvo hluti, hvað kjaftæðið hefur farið hækkandi og viðkvæmnin farið lækkandi. Það er hægt að fleyga í andlitið á okkur hálfdauðu fóstri og við mundum varla kippa okkur upp við það, hausinn á söngvaranum í uppáhaldshljómsveitinni þinni gæti sprungið fyrirvaralaust á tónleikum og fólk mundi ekki fella tár, stormsveitir kenndir við lávarðinn í himnaríkjum gætu valsað um bæjarfélög skerandi eyru, varir og augnlok af fólki sem neitar að ganga í liðs til þeirra, rænt börnum og nauðgað þeim þar til þau deyja kvalarfullum dauða eða neytt þau til þess að drepa vini og ættingja og við mundum bara malda í móinn og skipta um stöð þar sem verið væri að sýna skaðbrennda sandnegra, limlesta blámenn og afmyndaða grjóna vera dansa í nýjasta myndbandi Britney Spears þar sem hún situr nakinn á kolli, með gaddavír í buddunni og blæðandi gyllinæð að auglýsa Persíkóla. Okkur væri eflaust alveg skítsama. Ef til vill munu einhverjir verða gáttaðir á viðbjóðnum sem fyrir þeim blasir og heimta úrbætur. En eftir að þeir og fleiri storma um borgargötur og mótmæla mun mótlætið minnka töluvert eftir að andlitin á viðkomandi mótþróaseggjum fá mjög náið stefnumót við svarta og gljáfægða lurka, bein brotna og það verður grátur og gnístann tanna þar til að sama fólkið skiptir um sjónvarpsstöð nokkrum dögum seinna enn með tárin í augunum og múraður kjafturinn eftir friðsamlegar og jafnframt löglegar lögregluaðgerðir.

Það hefur lítið breyst. Kúgunin er orðinn augljósari. En pottlokið sem ríkir og "voldugir" aumingjar hafa haldið við suðupottinn þessi tuttugu ár (eða miklu lengur) er orðið töluvert gamalt, og sökum ætandi áhrif frá hamslausum ós í þá er byrjað að á sjá og lítil ryðgöt byrjað að myndast á auðvaldsjárninu. Reiðinn kraumar og vellur uppúr þessum myndlíkingarpotti sem birtist í formi skyndilegra og beinna aðgerða almennings sem enn hafa ekki verið stofnanavædd.

Næstum allt er orðið ýmist orðið stofnanavætt eða hefur breyst í söluvöru. En samt eru menn sem þykjast ráða og aðrar undirtyllur í þartilgerðum stjórnaráðum að rífast um eintóman tittlingaskít, oftar en ekki í þeim tilgangi að afvegaleiða það alvarlega, meðan þeir sem oftast hafa falið sig bakvið tjöldin og togað í spottana fá að valsa um óáreittir.

En svarið við spurningunni er: Ég veit það ekki. Það eru ógeðslegir atburðir að gerast í dag, athæfi sem eru keimlík undanfara seinni heimstyrjaldarinnar og það er eflaust ekki langt þangað til að átökin sem eiga sér stað í Afríku munu fara stigvaxandi, átökin sem eiga sér stað í mið-Austurlöndum verði ofbeldisfyllri, óánægjan sem er kraumandi í almenningi á vesturlöndum verði augljósari og þessir þrír þættir munu hugsanlega hafa samverkandi áhrif. Þá má allt eins búast við því að sagan mun sannarlega endurtaka sig meðan Rússneskir glæpamenn hugsa sér gott til glóðarinnar því að heróínsalan hjá þeim mun bara aukast og Kína mun verða næsta heimsveldið og væntanlega mun ferlið byrja á ný þar til að orkulindir munu þrjóta og kjarnaoddar fara að þjóta. Halelúja moðerfokker!

Engin ummæli: