þriðjudagur, janúar 24, 2006

Fyrir stuttu og í senn

Mér var hent í Þorrablótsnefnd Hornfirðinga á síðasta ári. Í því felst að setja upp skemmtidagskrá, lítið gamanleikverk sem drepið er á því helsta sem aðeins hreinræktaðir Hornfirðingar sem lesa Eystrahorn fatta, einnig að gera salinn, í þessu tilviki íþróttarsal, tilbúin til skemmtanahalds og sitthvað fleira. Ég var, ásamt því að sprella, gefið það hlutverk að vera veislustjóri ásamt einum kvenmanni. Þorrablót Hafnarbúa 2006 tókst með eindæmum vel.

Skólamálin ganga lala.

Er á leiðinni suður (vestur fyrir fullkomnunaráráttusinna) til Reykjvíkur núna á eftir og svo verður flogið til Englands í fyrramálið.

Birtist pistill eftir mig á Vantrú, sem er ögn endurbætt útgáfa af síðasta innleggi. Pistillinn heitir Trúarjátning trúleysingjans.

Engin ummæli: