"Dark have been my dreams of late" svo maður vitni í Þjóðan, konung Róhans.
Ég er búinn að fara sofa núna undanfarna daga milli klukkan 10 og 12, og ég hef sofið í tæpa 2-3 tíma í senn, stundum skemur og stundum lengur, fer eftir því hvort ég get sofnað aftur, sem er afar sjaldan. Hvort þetta tengist stöðu jarðar gagnvart tunglinu veit ég ekkert um, gæti svosem vel verið.
En tilvitnunin efst er ekki gerð af ástæðulausu, því mig hefur dreymt gífurlega undarlega drauma. Hvort það tengist því sem ég er að lesa er afar líklegt. Það er nefnilega einn draumur sem ég man sérstaklega vel eftir, því ég velti honum fyrir mér. En smá forsaga:
Ég er með rúmlega fimm bækur í lesningu - Don´t read this book if you´re stupid eftir Tibor Fischer - Empire eftir Michael Hardt og Antonio Negri - Democracy eftir Dorothy Pickles - Figments of Reality eftir Ian Stewart og Jack Cohen svo loks bók er ber titilinn Demonic Males eftir Richard Wrangham og Dale Peterson, en sá undarlegi draumur ber dám af þeirri bók.
Í Demonic Males er reynt finna út tengingu árásarhneigðs manns og prímata, þó aðalega simpansa sem eru, erfðafræðilega séð, skyldastir manninum. Það er semsagt verið spyrja þá spurningu "Er stríð (ofbeldi, árásir, bardagar os.frv.) nauðsynleg hluti fyrir þróun mannsins?" Var það semsagt milliflokka(tribes)-deilur er ollu því að heilarnir á okkur stækkuðu fyrir rúmlega 150.000-200.000 árum síðan. Ég er nú ekki kominn langt inní bókina til að svara því strax, en bókin er nokkuð auðveld lesning og hver sá sem skilur ensku getur lesið og kannski haft gaman af.
Anyways - bókin byrjar á því að lýsa hræðilegum atburðum í Búrúndi, en deilur stóðu á milli Hútsa og Tútsa frá 1972 til ársins 1996 (standa örugglega enn, en bókinn er gefin út 1996). Í einu orði sagt: slátrun. Tútsar eru sem nemur 15% af fólksfjölda í Búrúndi, og árið 1972 drápu þeir alla leiðtoga Hútsa og náðu völdum yfir landinu, Tútsar héldu völdum þar til ársins 1993, en þá var ákveðið að kukla í lýðræðinu. Fyrsti lýðræðislegi forsetin var kosinn það ár, og það var Hútsi. 23. október sama ár keyrðu Tútsar skriðdreka inní forsetahöllina og stungu forsetan til bana, ef vandamálið milli þessarra þjóðflokka var alvarlegt fyrir, þá var þetta einsog að hella olíu, bensín, brennistein, salt og kvikasilfur í opið sár á siðblindum og brjáluðum fjöldamorðingja, því Hútsar og Tútsar byrjuðu að eipa. Ásamt forsetanum, var helmingur ríkistjórnarinnar drepnir, Hútsar drápu síðan 68 af stjórnmálamönnum Tútsa og nokkra frjálslynda Hútsa. Atvinnumálaráðherra var skorinn í þrjá bita og notaður sem vegartálmi. En þetta var ekki einu sinni byrjunin, því þjóðarhreinsanir áttu sér stað stuttu eftir, og talið er að meira en hálf milljón manna voru slátraðir. Tíu þúsund lík runnu eftir ánni Kagamara og enduðu í Viktoríuvatni í Úganda. Einn bóndi er bjó þar nálægt var fenginn til að draga líkin úr vatninu og hann segjir frá einu fórnarlambi, öllu heldur fórnarlömbum, sem er honum afar minnistætt, og ekki er það af ástæðulausu:
" Einu sinni skolaðist kona uppá ströndina, og það voru fimm börn bundin við hana, eitt á hvorri hendi, eitt á hvorum fót og eitt á bakinu" og svo segjir hann "hún var ekki með nein sár..."
Frá þjóðarhreinsunum í simpansa. Árið 1974 átti afar sérstæður atburður sér stað, sem enginn dýrfræðingur eða lífræðingur hafði verið vitni af áður. En nokkrir líffræðingar urðu vitni af því er fimm simpansar, sem komu frá flokki er vísindamennirnir kölluðu Kasekela, réðust á einn simpansa af öðrum flokki er kallaðist Kahama. Þessir fimm simpansar höfðu yfirgefið sitt svæði og, í raun, ráðist inná Kahama-svæðið. Simpansar eru hjarðdýr og stofna flokka sem ná upp að 20 í fjölda. Kasekela-flokkurinn voru 8 talsins, og Kahama voru 7, og þetta gerðist á stað sem Jane Goodall hélt sig við að rannsaka apa, talið var upp að þessu að simpansar væru afar friðsamar skepnur. Þessi árás var grimmileg, allir fimm simpansanir réðust á þennan eina varnalausa apa, hoppuðu á honum, brutu löpp og handlegg, bitu af honum húð og hár, klóruðu hann, börðu hann og enduðu síðan á því að kasta grjóthnullungi í hausinn á honum. Að þessu loknu hurfu þessir fimm aftur á yfirráðasvæði sitt. Þetta var örugglega ekki í fyrsta eða hvað þá síðasta sinn sem svona atburðir gerðust. En það endar á því að Kasekela-flokkurinn upprætir Kahama-flokkinn og fá 2 kvenkyns-simpansa og stærra yfirráðasvæði að launum. Upp að þessu var talið að eina skepnan sem ræðst á sitt eigið kyn væri mannskepnan, að maðurinn væri sá eini sem dræpi sitt kyn af ástæðu, t.d. fyrir meira landsvæði.
Draumurinn minn
Þessi draumur var furðulegur. Hann byrjaði á því að ég var að vinna í stórmarkaði, sem líktist meira bardagasvæði en verslun, innkaupa-vagnar og körfur lágu einsog hráviði útum allt, verslunarfólk að hlaupa um til að forðast viðskiptavini, og þessir viðskiptavinir höguðu sér einsog barbarar, versluðu einsog heimsendir væri í nánd. En, samkvæmt draumnum, þá var þetta ósköp eðlilegur vinnudagur. Ég var með það spennandi starf að taka ónýta innkaupavagna og körfur og laga það... síðan fer draumurinn yfir til Mið-austurlanda, nánar tiltekið til Palestínu. Það fylgdist ég með gömlum friðsömum arabahippa sem sat á hól að reykja risastóra jónu í eyðimerkurdal, hann gerði ekki mikið annað en að reykja og brosa, þartil að fimm brjálaðir semítar hoppuðu yfir hólinn og réðust á hann með vélbyssum, þeir skutu og skutu en hittu aldrei, því arabahippin var ansi frár á fæti. En þetta endaði ekki vel fyrir hippan, því hann var tekinn og limlestur, og ekkert aðferðin var ekki ólík þeirri lýsingu á aðferð simpansana. Þessir semítar hoppuðu á honum, börðu hausnum á klett, brutu öll bein - drápu hann á afar ógeðfelldan hátt. En það endaði ekki þar, einn semítinn tók uppá því að bíta í kálfan hægri fót á hippanum, hann beit og beit, beit í gegn og reif af honum löppina - síðan endaði draumurinn á því að ég sá afar frjálslega vaxna konu labba á strönd eða eyðimörk, í áttina að sólinni. Hægri fóturinn á henni var afmyndaður. Þar með lauk draumnum.
En þetta er ekki eini, hvað þá síðasti skrýtni draumurinn minn, því núna í næstum 5-6 daga í röð hefur mig dreymt afar furðulega drauma, þessi stendur bara uppúr.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli