Á liðnu ári hef ég lesið, að mér finnst, gífurlegt magn af bókum og þetta ár verður ekki öðruvísi þegar kemur að bókavali. Frá heimspeki til stjórnmála, aktívisma til samsæris , um kynþáttahyggju til kvennréttindabaráttu þá hef ég lesið afar viðtækt efni er tengist mannskepnunni og hugleiðingar ýmissa viti borna manna á einu ári. Ég tel það vera afar vel af sér vikið.
Noam Chomsky, Naomi Klein, Eric Schlosser, Ian Stewart, Sigmund Freud, John Stuart Mills, Plato, Aristotles, Friedrich Nietczhe, Karl Marx, Friedrich Engels, Jóhann M. Hauksson, Jóhannes Björn, Carl Jung, Guðmundur Hálfdanarsson, Maó Tse-tung, Gregory Palast og fleiri fræðimenn; sálfræðingar, heimspekingar, stjórnmálamenn, fréttamenn og rithöfundar, auk ýmissa kennslubóka um sálfræði, félagsfræði og tungumál, hef ég flett í gegn, lesið, lært og haft gaman af.
Einsog ég minntist á áðan, þá verður þetta ár ekkert öðruvísi, þvert á móti. Ég stefni á að lesa Hegel, Schopenhauer, Kant, Lenín, Stalín og fleiri, auk þess að grúska meira í Freud, Stewart, Chomsky, Marx, Jóhannes Björn, Guðmund Hálfdanarsson og aðra óupptalda rithöfunda sem ég hef lesið áður en vill lesa meira eftir, auk annarra fræðimanna sem verða á mínum vegi, sem ég finn á bókasafninu eða einhver góður maður mælir með.
En ég verð samt að skella inn einhverjum skáldsögum þarna líka, fyrir utan mína reglulegu höfunda þá Terry Pratchett, Robert Rankin, Carl Hiaasen þá hef ég í hyggju að henda inn klassík einsog Charles Dickens, Mark Twain, Grimm-bræður, Hans Christian Andersen, Jonathan Swift og fleiri góða kalla. Einnig hef ég haft ansi lengi í hyggju að lesa hann Philip K. Dick. En nýr höfundur hefur bæst við er heitir Tibor Fischer, en ég er einmitt með eina bók eftir hann í lesningu er ber titilinn "The Thougt Gang" sem er afar skemmtileg og vel skrifuð bók. Síðan er maður einnig með Empire eftir Michael Hardt og Antonio Negri, sem verður ekki auðveldur lestur.
Já það er aldeilis gaman að lesa bækur. Hef planað það ansi lengi að skera niður sjónvarps- og vídeógláp og einnig leikjatölvuspilun. En þessir hlutir, þessir stafrænu hlutir hafa sömu áhrif og hin verstu fíkniefni. PS2 er heróínið mitt. Sjónvarp er morfínið. Vídeó, einsog bíó, er algjört ópíum. En bækur... það er einsog afar gott kannabis, og fátt slær út gott kannabis.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli