laugardagur, janúar 03, 2004

Ofgnótt af upplýsingum:
hugleiðingar og gróf samantekt yfir upplýsingaofflæðinu

Það er til alveg gífurlegt magn af upplýsingum. Frá skáldskap til fróðleiks, um einstaklinga og hópa, um lífræði og siðfræði, ævintýri og vísindi, auk öllu öðru sem fyrirfinnst innámilli þessarra viðfangsefna. Blaðsíðurnar sem hafa verið prentaðar, í gegnum tíman mundi eflaust nægja til að hylja jörðina nokkrum sinnum. Sigmund Freud skildi eftir sig 14.000 síður af sálfræðikenningum, J.R.R Tolkien skildi eftir sig nær 6000 síður af skáldskap og fróðleik, Arthur Schopenhauer með 5000 síður af heimspeki, Noam Chomsky hefur skrifað og gefið út hátt uppí 20-30 rit, auk fjöldan allan af ritgerðum, greinum, ræðum og pistlum, við höfum fræðimenn og höfunda sem skrifa í Encyclopedia Britannica, sem núorðið er nær 30 bindi af fróðleik um allt milli himins og jarðar, hver bók er rúmlega 1200 síður að lengd og hefur verið gefin út nær samfellt í næstum 200 ár og þetta er langt frá því að vera obbin af þeim rithöfundum og fræðimönnum sem skilið hafa eftir sig stórkostlegan bókmenntaarf fyrir mannkynið til að glugga í. En það er ekki nóg.
Auk bóka höfum við ljósmynda- og kvikmyndatækni (sellólas) sem í flestum tilfellum innihalda það sama og bækur, þó ekki jafn ítarlegar og sumar 300-400 síður af upplýsingum og fróðleik. En samt eru margir einstaklingar og fyrirtæki sem framleiða myndir sem er ýmist skáldskapur eða fróðleikur. Skáldskapur á borð við Citizen Kane, Easy Rider og Star Wars, auk þess að blanda saman bókmenntir og sellúlós með To Kill a Mockingbird, Silence of the Lambs, Patriot Games, og nú síðast með meistaraverkinu Hringadróttinssögu. En einstaklingarnir í Hollywood eru ekki þeir einu sem gera kvikmyndir. National Geographic eru samtök sem auk þess að gefa út mánaðarlegt tímarit um vísindi, dýr og alþjóð, gefa þeir einnig út kvikmyndir. Frá NG eru til kvikmyndir sem fjalla um fyrri og seinni heimstyrjöldina, eldgos í Hawaí og á Íslandi, um tígrisdýr og snjóbirni, skoðunarferð um Titanic og Bismarck og líf og lífskilyrði í Alaska. Þrátt fyrir þann hafsjó af upplýsingum sem fyrirfinnst, prentað á annaðhvort pappír eða sellólas, þá virðist það ekki heldur vera nóg.
En ef það er ekki nóg þá höfum við aðra sellólas-kvoðu er kallast á frummálinu "compact disk(CD)" og "digital video disc(DVD)", á íslensku er það geisladiskur og stafrænn kvikmyndadiskur. Á CD er nú aðallega að finna tónlist eða öllu heldur tónlistarkvísla, frá klassík til þungarokks, diskó og popp, barok og progrock. En við höfum líka lesið efni eftir fyrrtalda höfunda (Freud, Tolkien, Schopenhauer, Chomsky), auk gaman- og deiglumál með Bill Hicks, Eddie Murphy, Eddie Izzard o.fl. DVD gerir kvikmyndamönnum kleift að þjappa rúmlegta tífalt meiri myndefni og upplýsingum en á venjulegri VHS-kassettu, og hafa margir nýtt sér það. Með því tildæmis að endurútgefa klassísk bresk gamanefni einsog fyrsta serían af Black Adder sem komst fyrir á 3 spólur, kemst nú fyrir á einum disk eða öll Monty Python-serían sem gæti hæglega komist fyrir á 4-5 diskum. Einnig hafa listamenn á borð Peter Jackson nýtt sér þessa tækni til að gefa út sína útgáfu af Hringadróttinssögu í svotilkallaðri "Sérstakri útgáfu" á fjórum diskum, með aukaefni sem sýnir gerð myndarinnar og fleira. Aðrir kvikmyndagerðamenn nýta þetta tækifæri einnig með því að gefa út myndir, með klipptum atriðum, mistökum og ýmsum fídusum. En samt sem áður, þrátt fyrir þessa ofgnótt af miðlum sem hægt er hlaða á með ýmsum upplýsingum virðist það ekki vera nóg. En einn upplýsinga-miðill er eftir.
Einsog alþjóð veit þá eru upplýsingar ekki eingöngu fastar við blað eða sellólas, því nú er hægt að nálgast bókstafina á stafrænun skjá sem er beint fyrir framan nefið á þér, og þú getur líka nálgast alla aðra miðla á internetinu. Þú getur eflaust fundið allar ofantaldar bækur, kvikmyndir og tónlist einhverstaðar á veraldarvefnum, eða eitthvað líkt því. Margir einstaklingar hafa einnig gefið sér tíma til að endurita ýmsar bækur og ritgerðir á tölvuna sína og gefa það út (ólöglega) á netinu, þannig að þú ættir að geta niðurhalað bókinni Hringadróttinssögu ásamt kvikmyndinni á sama stað.
Auk þess að lesa upplýsingar getur þú einnig tjáð þig um ýmislegt, einsog málefni líðandi stundar og þannig bætt við fróðleik í þessu upplýsinga-"tsunami" sem er internetið. Við, þessir skrifandi og lesandi viti bornu menn, elskum að tjá okkur um eitthvað, allra helst á prent svo að núverandi og komandi kynslóðir geta lesið hvað við erum skörp og vitræn. Á internetinu höfum við, fyrir utan almennar vefsíður, meðal annars vefrit (ezines), umræðuvefi(forums), spjallsíður(irc, messanger), vefbækur(blog), fréttasíður og netleikir. Af öllum skemmtilegum tólum og fídusum sem innbyggt er í Windowsið, Línuxinn eða Macann höfum við undratólið "copy/paste" afrita/líma. Að taka upplýsingar af einni vefsíðu og setja það á aðra.
Upplýsingar á netinu er opið fyrir öllum þeim sem hafa aðgang að tölvu, hvort sem það er heima hjá sér, í vinnunni eða á netkaffihúsum. Sumar tölvuverslanir og bankar bjóða líka uppá smávægilegan netaðgang, viðskiptatengt í flestum tilvikum. Í Japan og víðar er verið að fara koma upp almenningsveftölvum, rétt einsog almenningssímar. Það er hægt að fá aðgang að netinu næstum því útum allan heim. En vefurinn hefur verið skilgreindur af sumum sem samhliða heimur okkar heims, enda finnst allt þar sem hægt er að finna hér. Matvöru-, bóka- og leikfangaverslanir, trygginastofnanir, netbankar,skólar (fjarnám), ásamt að nokkur tugi milljón ný störf hafa opnast sökum tilkomu netsins.
En fyrrgreind upptalning er ekki það eina sem finnst á netinu, því nær helmingurinn af öllum heimasíðum á netinu er talið vera erótík og þó aðallega klám, auk kennsluvefi hvernig á að gera sprengjuvesti, rækta vímugjafa á borð við kannabis o.fl og sökum þess hafa margar stofnanir, eða deildir innan vissra stofnana verið komnar á fót, er gróflega gæti verið kallað "veflöggæsla" sem fylgjast með því hvað fólk skrifar og er að aðhafast á alnetinu.
Okkur talið trú um það að þetta sé gert fyrir okkar bestu, auðvitað, rétt einsog venjuleg löggæsla sem keyrir eða gengur um göturnar og gefur þá tilfinningu að við erum í góðum höndum. En löggan, því miður, hefur slæmt óorð á sér, upp hefur komist spilling innan sumra deildra lögreglunnar, valdaníðsla og skýrslufals hjá vissum lögreglumönnum, mannorð lögreglunnar er í henglum sökum miður vitra einstaklinga og það mun taka ansi drjúgan tíma að reyna bæta það upp. Þannig þessi nýja deild löggæslunar verður vekja traust hjá almenningi.
Í fréttum er þessi veflöggsælu-starfsemi sögð vinna aðallega við það að hindra myndun eða uppræta barnaklámshringi. Óneitanlega er mikið af sjúkum einstaklingum í heiminum, en manni grunar að vissar löggæslur séu, segjum bara, óbeint að hvetja til lögbrota, með því til dæmis að bæta við þá flóru af klámsíðum með plat-barnaklámsíðum. Og á platbarnaklámspjallsíðum eru 41 árs gamlir karlmenn að þykjast vera 11 ára gamlir strákar að tæla, ég meina, tala við aðra 41 árs gamla karlmenn sem eru að leika út vissar kynlífsfantasíur rétt eftir að hann er búinn að svæfa 11 ára gamlan son sinn.
En af klámskvíslunum er hægt að finna afar litríka flóru af kynlífsfantasíum og athyglisverðum hneigðum (og bældum minningum), fyrir utan gagn-, sam- og tvíkynhneigð klám, barna- og dýraklám, þá höfum við fótaklám, myndavél sem er fest við fótinn á konu, helst rétt fyrir ofan ökklan, meðan hún labbar. Tréklám, myndir af (nöktum) trjám og nakið fólk að snerta tré. Ödipusklám, "móðir" og "sonur" að gera það. "Faðir" og "dóttir", "Móðir" og "dóttir, "Faðir" og "sonur" eða öll í einu samheldnu fjölskyldufaðmlagi. Gamalt fólk, þroskaheft fólk, feitt fólk, ljótt fólk. Líkamsvessaklám, fólk að míga og skíta á hvort annað, drekkandi sína eða aðra líkamsvessa. Sadó masó, dóminerandi, (leiknar) nauðganir og fleiri ofbeldisfullar hneigðir og hvatir. Mig grunar að ég sé ekki einu sinni búinn að telja upp helminginn af þessarri afar athyglisverðu nautnum sem við hin viti bornu menn höfum svo lúmskt gaman af, annaðhvort til að fróa okkur yfir eða blöskra yfir ósómanum.
En allt þetta klám er ekki það eina sem vissar löggæslur fylgjast með, onei. Það sama gildir um alla er ræða í sakleysi um ýmisleg viðkvæm málefni svosum stjórnmál, mótmæli, byltingu. Það er sagt að vissar löggæslur hafi verið að hlera rúmlega 20 milljón símanúmer, eða fleiri, á árinu 1974 og sú tala fór hækkandi frá ári til árs. Sagt er að CIA hafi þróað hlerunarbúnað sem gerir þeim kleift að hlera næstum hvaða símanúmer sem er ef viss stikkorð koma fram í símatali, svosem "Hitler", "Bin Laden", "Terrorism", "Bombing", "Weapons of Mass Destruction" svo einhver "hættuleg" orð eru tekin sem dæmi. En hvort eitthvað af þessu sé virkilega satt, þori ég ekki að fullyrða, þetta gæti allt verið raus frá samsærisjúkum einstaklingi sem þjáist af ofsóknarkennd af hæsta stigi. En ég fyllyrði samt að símahlerunir hafa verið grimmilega stundaðar og það hefur leitt til ýmissa ótrúlegra atburða hjá saklausu fólki; handtöku, mannorðsmissi, skjótt atvinnuleysi, útskúfun og sjálfsmorð, allt útaf einhverju sem þessi vissi einstaklingur sagði í hálfkæringi við annan einstaklinginn hinum meginn á línunni.
Fjöldi fólks hefur aðgang að netinu, það er talið að rúmlega 20 prósent af mannkyninu hefur aðgang að netinu, það er næstum því einn og hálfur milljarður af einstaklingum, einn og hálfur milljarður af hugsanlegum glæpamönnum. Það telst nær öruggt að allir tjá sig eitthvað á netinu, þó það sé ekki nema einu sinni en það þýðir það að þessi einstaklingur er þá kominn á skrá einhverstaðar í heiminum með einhverjar upplýsingar sem gætu ef til vill verið viðkvæmar einhverjum valdamiklum manni útí bæ, sem kannski gæti leitt til mannorðsmissi og handtöku. Ég, fyrir mitt leyti, efast ekki um ég sé kominn á skrá einhverstaðar fyrir eitthvað sem ég hugsanlega hef eða hef ekki gert, og hver veit, það gæti leitt til athyglisverða atburða.

Kannski að orðtiltækið "Því meira sem maður veit um heiminn, því minna skilur maður" eigi við okkur öll.
Það er nægjusamt af upplýsingum í þessum heimi, það er enginn vafi með það, vafinn er samt hvað á að gera við allar þessar upplýsingar? Við neytum þessara upplýsingar einsog hvaða neysluvöru sem til er og skerpum okkar vit, bætum á okkur fróðleik, en hvað svo? Við verðum alltaf vitrari og vitrari með hverri öld sem líður, en vandamálið að við vitum ekki hvað á að gera. Því vandamál síðustu aldar er ennþá vandamál í dag, og enginn siðmenntaður, hámenntaður viti borinn maður hefur komið með lausn á þeim vandamálum, hefur í raun bætt meira við þessi vandamál með allri sinni visku. Við höfum vitræn en tilgangslaus stríð gegn öllum andskotanum, við höfum djöfullega fátækt og hungursneyð sökum viturlegrar og tilgangslausra skerðingar á lífskjörum og markaðsvæðingu, og eitt mesta vandamálið, að það geta ekki allir lesið alla þessa helvítis visku sem fólk hefur skrifað í gegnum tímann sökum skort á menntun, meira en helmingur mannkyns getur ekki lesið eða skrifað. Hvað eigum við að gera í því? Nú hvað annað getum við gert en að skrifa um það og blöskra yfir getuleysi mannsins, homo impotent sapien, hinn viti borni getulausi maður, með fullt af upplýsingum um hvernig hugsanlegt væri hægt að leysa öll heimsins vandamál, en við einbeitum okkur svo mikið að ósómanum að við gleymum að framkvæma lausnina. Tölum og tölum en gerum ekki neitt.

Engin ummæli: