Ég er núna byrjaður að vinna við málefni fatlaðra og einnig búinn að skrá mig í tvo áfanga í Framhaldskóla Austur Skaftafellssýslu, sem ku vera Íslenska og Enska 203. Það er ánægjulegt að vera sestur á skólabekk aftur.
Það kemur mér líka skemmtilega á óvart hvað viðhorfið gagnvart náminu hefur breyst. Ég er einn af þremur "eldri" nemendum í Ísl og Ens, og þessi klukkutími líður einsog hálftími, einu sinni þessi tími leið einsog tveir tímar... enda grútleiddist maður í skóla, og hafði engan áhuga á því að vera þarna o.s.frv., það kannast nú flestir við þetta.
En þetta er ágætt.
Ég fer síðan skila inn einhverjum pistlum, greinum og ritgerðum innan tíðar, ég bara nenni því ekki einsog er.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli