miðvikudagur, október 05, 2005

Mylsnur

Ahhh... hún er ómetanleg þessi tilfinning um að maður standi sig ekki nógu vel í skóla. Mér líður einsog ég sé með sífelld harðlífi sem brýst einstaka sinnum út í heita og streymandi skitu. Verð samt að taka mig á og hætta þessum aumingjaskap, fá mér laxerandi og hætta að vafra á netinu einsog maður sé villtur einhverstaðar í Namib, vitandi það að eyðimerkurvinjarnar eru bara þarna rétt til vinstri.

Taflan er á lífi, hættan er liðin hjá, einstaklingar hafa fundið tilgang á ný.

Eftir æfingu í gær, um 2300, þá var farið á Víkina með Stjána frænda. Þar voru nokkrir kumpánar sem sátu á sumbli, vitaskuld tók ég þátt í þessari uppáhalds þjóðaríþrótt okkar Frónverja og öðrum íþróttum einsog pool. Klukkan ca. fjögur um morguninn staulaðist maður heim og fór að sofa, átti að mæta í skóla en sökum alkahólprómilmagns í æðum mínum þá varð ég bara að sleppa því.

Fór til tannlæknis í dag, en sá mæti maður var að hreinsa tannsteina og hnullunga. Var bara algjör demantanáma í kjaftinum á mér.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Við gætum hringst á milli 7-8 á hverjum degi og sagt háum rómi: jæja kominn tími til að læra! Þú getur þetta! I send the Force to you!

Nafnlaus sagði...

-Bessi