mánudagur, nóvember 21, 2005

Freistingin orðin að veruleika

Jæja, fyrir nokkru orti ég lítið og léttvægt ljóð er hét Freistingar í tilefni þess að systir mín knáa, hún Ingibjörg stórmeistaradömpsterdævari, hafði orð við mig hvort að ég hefði áhuga á að kíkja með henni, Alexöndru, Ægi og Agli (máske fleiri) og rúnta með Good Clean Fun og Dead After School í Bretlandinu, þ.e. að túra/grúppíast. Ég kváði henni að ég hefði töluverðan áhuga á svoleiðis gjörningi og taldi líkurnar vera töluverðar á að ég mundi bara hreinlega koma. Líkurnar eru nú ekki lengur töluverðar heldur eru líkurnar algjörar þar sem flugmiði hefur verið keyptur og ég mun fara með heimalingunum snemma dags þann 25. janúar og koma til baka seinnipart 30. sama mánuð. En sumir (eða sumAri) velta ef til vill vöngum yfir ástæðu þess sem liggur að baki ákvarðanatöku sem þessari, að hanga með einhverjum óhljóðaböndum, óeirðaseggjum og vandræðagemlingjum. Af hverju? Svo ég leggi sálsjúkum einstaklingum orð í munn. Svarið er einfalt:

Af því bara - þetta virtist vera bara svo freistandi.

8 ummæli:

Nafnlaus sagði...

you go for it girl!mhm!
jæja.. ég ætla að fara róta í heimilissorpi og finna opna jógúrtdós og eitthvað.

Doddi sagði...

You do dat biatch! Ef þú finnur eitthvað fallegt fyrir mig, endilega gemmér í jólagjöf!

Nafnlaus sagði...

æææ sætt, fjölskyldustemning og læti
Bessi

Nafnlaus sagði...

Ein spurning þessu algerlega ótengt.
Verður þú að vinna á HSSA um hátíðarnar?
Ef svo er þá hlakkar mig til að hitta þig aftur, og ræða við þig ýmislegt um það sem er að gerast undir sólinni.
Kv. Aðalsteinn

Doddi sagði...

Ég bind vonir við það að ég verði að vinna um hátíðarnar.

Nafnlaus sagði...

Það er ekkert freistandi við þetta og ég lýsi eindreginni andstöðu við þetta. Þú hefur svikið metalinn. Þú ert dauður.

Doddi sagði...

Í þínum augum kannski, en ég hef fundið nýjan félagsskap! Sem virða mínar skoðanir og þar sem ég get verið svo öðruvísislega alveg einsog hinir. Þú ert ekki sonur minn.

Nafnlaus sagði...

ég hlakka svo til :)