fimmtudagur, maí 11, 2006

Bókstaflega geðveikir glæpamenn

Það er bara ekki framhjá því komist að alhæfa útfrá hegðun einstaklinga í ofsatrúarveldinu Ísrael. Þetta er bölvað hyski, drulluháleistingar og dusilmenni. Þetta eru aumingjar, væsklar, ræflar, viðbjóður og verri en dýr.

Ef aðeins fleiri hefðu það vald að þjarma að íbúum ríkja sem hafa ríkisstjórn sem eru viðkomandi ekki þóknaleg. Í raun hafa sumir það vald, en þeir sem með það vald hafa eru oftar en ekki feitir og sællegir ríkisbubbar og/eða einráðir konungar, s.s. Sádí-Arabía, Bandaríkin og Evrópa. Væri það ekki frábært ef OPEC-ríkin mundu beita viðskiptaþvingunum á Evrópu, Ísrael og BNA ef ekki yrði látið af almennum afskiptum af öðrum sjálfstæðum ríkjum? Líkt og BNA og SÞ eru að hóta Íran um? Það væri fokking brilljant. En munu þeir gera það? Hvað og missa þrjá spóna af tæplega 200 úr aski sínum? Kemur ekki til greina. En hvernig gæti alþjóðasamfélagið brugðist við ef það ske kynni að OPEC mundu lýsa þessu yfir? Hugsanlega hótað einhverri viðskiptaþvingunum, en það yrði frussað yfir það og rekið við í meginátt þeirra sem hóta þvílíku. Kannski hótað vopnavaldi. Þá mundi heimurinn hlæja að þessum kómíkerum sem telja sig getað haldið úti stríði við 11 olíuveldi í einu.

Hvers þurfa 6 milljón íbúar í sjálfstjórnarsvæðum Palestínu að gjalda? Nú eða 26 milljón manns í Írak? Hvað þá hugsanlega ca. 70 milljón manns í Íran? Jú, þetta fólk þarf að gjalda þess að einhverjir mafíósar og glæpamenn líkar ekki vel við einhverja örfáa einstaklinga í þessum ríkjum og hvað þeir viðhafast og hvaða skoðanir þeir hafa og þess vegna þarf að refsa öllu þessu fólki fyrir það. Glæsilegt. Skýrt merki um fágaða siðmenningu.

Engin ummæli: