föstudagur, maí 05, 2006

Topp fimm kvikmyndir sem ég get horft á aftur og aftur

  1. Lord of the Rings (2001-2003) - Efast um að ég verði nokkurn tímann þreyttur þessu ævintýrabákni. Ég er soddann sökker fyrir ævintýramyndir, ég er meira segja einn af þeim sem fannst Willow barasta fínasta mynd. Conan the Barbarian, Indiana Jones, The Princess Bride og fleiri eru allar góðar og gildar, en komast bara ekki í hálfkvist við túlkun Peter Jacksons á Hringadróttinssögu.
  2. The Wicker Man (1973) - Þetta er svakaleg mynd, eitt besta handrit sem samið hefur verið, frá hinum sama sem reit Sleuth, Anthony Shaffer (opnunarkreditlistinn kynnir myndina sem Anthonny Shaffer´s The Wicker Man). Þetta er góð kynning á kristintrú og wicca/nornatrú, inniheldur með þeim betri samtölum sem fest hefur verið á filmu, nær að skeyta saman ólík element einsog söngleik, spennu, hrylling, drama, gaman og einn óvæntasti og óþægilegasti endir ever. Þeir Christopher Lee og Edward Woodward eru ógleymanlegir í hlutverkum sínum sem Lord Summerisle og Sergeant Howie.
  3. Aliens (1986) - Ein allra besta sæ-fæ mynd sem gerð hefur verið, auk þess að vera ein besta framhaldsmynd nokkurntímann. Alien innihélt eina geimveru og var aðallega hryllingsmynd í sæ-fæ-búningi. Aliens er stríðsmynd og sem slík alveg ótrúlega spennandi og virkilega vel gerð.
  4. Dr. Strangelove : Or I how I learned to stop worrying and love the bomb (1964) - Eina gamanmyndin sem Stanley Kubrick gerði og með þeim betri og með þeim beittustu ádeilumyndum sem hægt er að sjá.
  5. Fight Club (1999) - Fór á hana 3-4 sinnum í bíó. Hef horft á hana xtán sinnum síðan. Fæ aldrei leið á henni.

10 æruverðugar tilnefningar : Kung-Fu Hustle, North by North-West, The Third Man, Monty Python and the Meaning of Life, Batman Begins, Terminator 2, Patton, Twelve Monkeys, Sleuth og The Thing

2 ummæli:

Oskar Petur sagði...

Mjög sammála þessum lista, sérstaklega pointinu með Aliens vs. Alien. Serenity fékk mikið lánað frá þeirri mynd.

Ég er genginn í bíóklúbb hér í Rvík., með aðaláherslu á Asískt sjitt, sem unun er að vera að byrja að uppgötva. Horfðum einnig á eina af mínum ca. topp 5 ræmum, "In The Company of Men", sem er mesta ofbeldismynd sem ég hef séð, án þess að nokkur sé drepinn í henni. Geggjað að hún sé bara bönnuð innan 12 ára hérna heima.

Hef ekki sett saman svona lista ennþá, ætli Ghost World myndi ekki komast á hann líka.

Oskar Petur sagði...

...b.t.w.: Maddox hefur skrifað nýtt blogg!