mánudagur, desember 08, 2003

Er stríð nauðsynlegur þáttur í framförum mannkyns?

Menntun er liður í að upplýsa fólk um tilgangsleysi stríðs. En samt sem áður eru hámenntaðir, þar af leiðandi vel upplýstir einstaklingar sem styðja stríð, sama hver tilgangurinn er. Sumir þessir hámenntaðir einstaklingar eru í flestum tilfellum háttsettir stjórnmálamenn, og hafa sérhagsmuni að gæta. Aðrir hámenntaðir einstaklingar eru verkfræðingar, lögfræðingar, stjórnmálafræðingar og fleiri fræðingar sem hafa kannski einhverja hagsmuni að gæta. En þeir sem í raun ættu að ráða hvort farið sé í stríð eða ekki er meirihluti íbúa stríðsaðila. Það væri æskilegt fyrir stjórnmálamenn að fá samþykki almennings, ef þeir vilja halda áfram að starfa við sína vinnu sem þingmaður, ráðherra eða forseti. Samþykki eða ósamþykki er fengið með því að draga upp sannanir og aðrar upplýsingar um hagsmuni eða hættu sem er hugsanleg er hjá ógnandi þjóð, sem flutt er í fjölmiðlum svo að almenningur geti gert upp hug sinn og lagt sína blessun yfir það.
En staðreyndin er sú að í flestum tilvikum eru eingöngu stjórnmálamennirnir sem hafa aðgang að þessum upplýsingum og geta valið úr hvaða upplýsingar þeir leyfa almenningi að sjá, hvaða upplýsingar þarfa að klippa og skera niður og hvaða upplýsingar fara í tættaran. Einnig með lygum, ósannindum, óstaðfestum hættum, fölsuðum upplýsingum og hlutdrægu fréttaskýringum, fá stjórnmálamenn oftast það framgengt að fara í stríð.
Þó að sannanir og óhlutdrægar upplýsingar eru til sem staðfesta tilgagnsleysi stríðsins,jafnvel þá að staðfest er að enginn hætta stafar af viðkomandi þjóð þá er samt farið í stríð. Þær upplýsingar sem almenningur á rétt á þarf í mörgum tilfellum að hafa mikið fyrir því að leita af, þær eru kannski að finna á veraldarvefnum sem rúmlega 20% af heimsþjóðinni hefur aðgang að, þær eru í óháðu og óstyrktu "alternative" tímariti eða blaði sem fæstir vita af eða upplýsingarnar eru kannski verl faldar í lítilli klausu í annarri ótengdri frétt á blaðsíðu 32 milli herranærbuxna- og brjóstahaldaraauglýsingu í einhverju risastóru fréttablaði sem kannski 10% af heimsþjóðinni hefur aðgang að.
Aðalvandamálið er náttúrulega sjónvarpið, held það sé óhætt að segja að sá sem ræður yfir sjónvarpinu, ræður yfir skoðunn almennings. Flestar sjónvarpstöðvar og mainstream-fjölmiðlar eru í eigu stórfyrirtækja, stórfyrirtæki sem eiga önnur stórfyrirtæki, sem mundi kallast viðskiptaveldi. Forsvarsaðilar viðskiptaveldisins hafa hagsmuni að gæta í þessu stríði, það gæti verið að finna olíu í þessarri tilteknri þjóð sem á að ráðast á, gúmmí, gull, demanta eða eitthvað sem þessir aðilar telja vera verðmætt. Svo ef sjónvarpið getur fundið einhverja krassandi mynd, tekið viðtal við grátandi konu eða sýnt vesæld og örbirgð í einhverju litlu hverfi í einhverri stórborg í árásarlandinu, þá munu stjórnmálamenn án efa fá samþykki meirihluta almennings.
"Stríð er áframhald stjórnmála"segir Maó . Efast ekki um sannleiksgildi þessarra orða. Þar af leiðandi er stríð nauðsynlegur þáttur í stjórnmálum, stjórnmál er væntanlega nauðsynlegur þáttur í mannlegum samskiptum og samskipti er mannlegt eðli, og er þá hægt að segja í þessu sama samhengi að stríð er mannlegt eðli. Nei, en stríð er afar gagnlegt tól í höndum fárra manna og þessir 0.001% af mannkyni vill að stríð sé mannlegt eðli, því það er svo gott fyrir efnahaginn.
Á hinn bóginn þá hefur stríð orsakað miklar framfarir í tækni, vísindum, rannsóknum og annarri kunnáttu, stríð hefur í öllum tilfellum þjappað saman almenning í viðkomandi þjóð gegn sameiginlegum óvini. Friðarsinnar hafa fundið samkennd með deyjandi meðbræðrum sínum í stríðshrjáðum löndum. Auk þess er stríð afar atvinnuskapandi, og þó sérstaklega gott fyrir efnhaginn. Ef ekki væri fyrir stríð, þá hefðum ekki heldur allar þessar mismunandi morðtól og aðferðir til að murka lífið úr bæði dýrum og mönnum. Er þá stríð gott? Nei. En væri til dæmis efnafræði kominn á það stig sem það er ef ekki væri fyrir innanlands deilur Kína eða borgarastyrjöld í Norður Ameríku? Væri bílaiðnaðurinn kominn á það stig sem það er komið ef það væri ekki fyrir seinni heimstyrjöldinni? Væri tölvuþekking kominn á það stig ef ekki væri fyrir kalda stríðið?
Það er í raun enginn leið að vita það. Kannski værum við ennþá í moldarkofunum ef ekki væri fyrir árásarhneigð. Árásarhneigð einsog flestir vita er mannlegt eðli sem brýst út ef önnur manneskja er með illdeilur eða hótanir, þá þarf viðkomandi væntanlega að verja sjálfan sig eða fjölskyldunna sína, fer eftir því hvaða orðaskipti hafa verið á milli einstaklingana. Árásarhneigð kemur fram í ýmsum myndum svosem öfund, afbrýðisemi og hatur. Mannlegt eðli felst einnig í samkennd, væntumþykja og ást, og ef til vill ef genamengið árásarhneigð væri ei í manneskjunni, þá værum við í raun sátt við það að búa í moldarkofum og borða banana, því ekki væri mikið af illdeilum og slæmum orðaskiptum.
Ef ekki væri fyrir stríð værum við Íslendingar ekki lifa í þessum vellystingum og vesæld sem við búum við núna.
En, einsog í öllum hjarðdýrum, þá býr þetta í mannskepnunni. Ofbeldiskennd og samkennd eru þættir sem við þurfum sjálf að hafa jafnvægi á, í öllum kringumstæðum þurfum við að vega og meta hvort skal nota. Ef einhver segir "Ég hata þig" þá er tvennt í boði
A) svara á þann hátt er ofbeldiskenndin telur nauðsynlegt og hugsanlega lenda illdeilum
B) svara á þann hátt sem samkenndin telur nauðsynlegt og reyna komast hjá hugsanlegum illdeilum.
Þetta sama getur gerst í orðaskiptunum "Ég elska þig"
A) svara með ofbeldiskennd og slíta sambandið
B) svara í samkennd og þróa sambandið.
Í stjórnmálum virðist vera að lausn "A" í báðum tilfellum besta hugsanlega lausnin. Stjórnmál felast í því að koma stjórn á hlutunum, finna milliveg fyrir deiluaðila, ef enginn millivegur finnst þá er farið eftir því sem meirihlutinn vill, ef meirihlutinn samþykkir ekki, þá er reynt að finna önnur úrræði, ef enginn úrræði finnast þá verður hugsanlega upplausn, nema skipt verður um stjórn sem koma á ró í landinu, finna lausn og koma á varanlegum friði.
Hjarðdýr og mannskepnan eiga það sameiginlegt að hafa einn kosinn leiðtoga, einhver sem ræður ferðinni, en munurinn felst í því að leiðtogi hjarðdýrsins tekur ákvarðanir fyrir alla hjörðina, en leiðtogi mannskepnunna tekur ákvöðrun fyrir pínulítinn hlut hjarðarinna.
Hið kristilega hugtak "Auga fyrir auga og tönn fyrir tönn" gildir ekki, því siðferði kristinnar, jafnt sem múslíma trú er bróðurleg ást og varanlegur friður, að virða manneskjuna einsog sjálfan þig.
Tökum 11. september 2001 sem dæmi, ef Forseti BNA, George Wanker Bush , hefði virkilega tekið á þessu með sannkristnu siðferði þá hefði hann boðið hinn vangann og fyrirgefið þessum aðilum, dregið allt sitt lið frá miðausturlöndum og einbeitt sér að því að tjasla saman þeim bitum sem BNA hefur átt stóran þátt í að sundra. Það hefði verið hinn kristilega aðferð "hugsið um bróður þinn einsog þú hugsar um þig"siðferði. En aðferðinn sem var notuð er allt annað en kristileg, hún var byggð á viðskiptalegum forsendum, byggð á efnahagslegum grundvelli, og Bush var ekki sá eini sem átti þátt í þessarri ákvörðun. Stríð nú á dögum er ekki áframhald stjórnmála, þetta er áframhald viðskipta. Efnahagur og stríð haldast fast í hendur, sömuleiðis viðskipti og stjórnmál, áður fyrr var það stjórnmálalegt lýðræði sem réði ferðinni, núna er það viðskiptalegur fasismi sem ræður.
Ógn við heimsfrið er sandur til að kasta í augun á almenningi, eina ógnin sem var af Afganistan og Írak, var sú skelfilega ógn að nokkrir viðskiptajöfrar gætu ekki hækkað hlutabréfin sín sökum þess að Talíbanstjórnin vildi ekki byggja olíuleiðslu yfir Afganistan og Saddam Hussein vildi ekki selja þeim olíu, það var ógnin ógurlega.

Ég og Vésteinn höfum alveg komist að þeirri niðurstöðu, tel ég, að stríð, sama í hvaða tilgangi, er tilgangslaust, það er alltaf hægt að finna aðra lausn. Með því til dæmis að leggja deiluna niður og lifa í sátt og samlyndi.

En fyrst hann talar um byltingu, skal hafa í huga orð Maós sem sagði "Pólitískt vald kemur frá byssuhlaupinu" hverjir selja byssurnar?

Engin ummæli: