Ég ætla líka að dunda mér við það að pósta einhverjum hugleiðingum og ritgerðum hér. Hér sú fyrsta af, vonandi, mörgum. Ég áskil mig þann rétt að breyta og lagfæra þegar þar á við. Allar þær skoðanir sem koma hér fram eru náttúrulega mínar eigin, nema annað sé tekið fram.
Um fjárskort
Það er haft eftir honum Davíð einum Oddsyni að "hér er ekki til fátækt!"
Annar merkur maður í sama flokki, Pétur H. Blöndal, sagði einu sinni einn góðan veðurdag á alþingi að hann gæti auðveldlega lifað á 45 þúsund krónum á mánuði. Hvernig þá? Nú með því að leigja tíu fermetra herbergiskompu í Hafnarfirði, án baðherbergisaðstöðu, á smotterí, borðað hafragraut og núðlur, sofa á heyi með þunna, rifna, rykuga og lúsuga ábreiðu yfir sig, ekki hans orð, en rúmlega það.
Pétur H Blöndal, sá merki maður, sagði líka hátt og snjallt annan sólríkan sumardag að ekkert mál væri að einfaldlega mennta sig uppúr fátæktinni, fá góða menntun og þar af leiðandi góða vinnu. Eflaust tóku margir Sjálfstæðismenn og Framsóknarmenn undir þessi merku orð.
En hvernig? Sérstaklega í ljósi þess að fátækt fólk á minna en lítin pening í vasanum, í ljósi þess að skólagjöld eru ekki ódýr, í ljósi þess að þetta fólki nýtur ekki lánstraust til að fá námslán fyrir skólagjöld, í ljósi þess að einn áfangi í fjarnámi kostar 7 þúsund krónur rúmlega, að ein tölva kostar góðar 50-100 þúsund krónur (maður getur keypt ágæta ódýra, gamla tölvu á 5-10 þúsund), nettenging 15 þúsund krónur og haugur af bókum sem geta kostað frá 3 - 20 þúsund krónur. Í ljósi þess að þessi Pétur hefur aldrei lent í þeim aðstæðum sem dágóður hluti Íslendinga hafa lent og eru í. Að borga húsaleigu, reikninga; hita og rafmagn, matarkostnað, afborganir af láni og/eða bíl o.s.frv.
Í þokkabót eru margir menntaðir einstaklingar sem lifa í sárri fátækt sökum atvinnuleysis.
Ég efast ekki um það að það er örugglega mikið af einstaklingum sem eru í þeim sporum að eiga lítið af pening, fjár, kapítal, seðlum, auð eða aur, hvað sem þú vilt kalla það. Fólk sem þjást, í orðsins fyllstu merkingu, af fjárskort.
Ekki má kalla það fátækt, því samkvæmt æðstu ráðamönnum þá er ekki til fátækt á landinu. Höfum það þá pólítiskt rétt og kölluð ekki fátæka fólkið fátækt, heldur félítið eða snautt af öllu fjári. Andauðugur, óríkur en þess nýyrði þýðir allt það sama: Fátækur!
þetta er fólk sem margir hverjir strita í 40-50 tíma í hverri viku að afgreiða bensín á bíla, raða vörum í hillu, sinna andlega og/eða líkamlega fársjúkum einstaklingum, keyra sendaferðabílum, rútum, strætó og lengi mætti telja, fólkið sem flokkast undir lág- eða lágmillistétt, fólk með rúmlega 60 til 100 þúsund í tekjur. Muniði krakkar og gamlingjar: 100 þúsund krónur eru ekki (lengur) himinháar fjárhæðir.
Síðan er það fólk sem ekki hefur vinnu, sökum þess að þjást af til dæmis af sjúkdómum, andlegum og/eða líkamlegum kvillum. Eru atvinnuleysingjar, geðsjúklingar, öryrkjar og rónar, fátæklingar og betlarar. Í einu niðrandi orði sagt: aumingjar með bætur uppá 40-70 þúsund krónur. Ef 100 þúsund krónur eru ekki lengur himinháar fjárhæðir þá eru 70 þúsund krónur kúkur á priki, skítur og kanill.
þetta eru, samkvæmt mönnum sem þykjast vita betur ,aumingjar í, hinu ranglega nefnda, sjálfskaparvíti. Ranglega nefnd því að vítið sem hefur verið skapað fyrir þau, er ekki skapað af þessum einstaklingum, það var skapað af fólkinu sem ræður, liðið í ríkistjórn og æðstu aðilar í bönkum og sparisjóðum. En hverjir eru það sem ráða? Okkur er sagt að það erum við. Við fólkið sem höfum rétt til að kjósa? En það er bara ekki satt. það eina sem við fáum að ráða er hvar við setjum krossin, meira vald höfum við ekki.
Og hvernig er hægt að kalla eitthvað sjálfskaparvíti þegar þúsundir annara eru í nákvæmlega sömu sporum? þetta er ekki sjálfskaparvíti þegar þetta er orðið víðfeðmt víti!
þetta er líka fólkið sem leitast eftir því sama og þeir sem eru ekki svo miklir aumingjar; framkvæmdastjórar, forstjórar, stjórnarmenn, alþingismenns, ráðherrar og aðrir aðilar sem hafa "klifið upp metorðstigan með blóð, svita og tár" ekki sé minnst á að hafa fengið eilitla hjálp (frá fjárhagslegum sterkum pólítískum bakhjarli).
En við fólkið leitumst eftir eitthvað í lífinu til að fylla uppí tómarúmið. Hamingju. Lífshamingju! Nú á dögum til þess að vera sáttur við lífið og tilveruna, að njóta hamingjunnar, þá þarf maður að hafa eitthvað í veskinu. það eru bara svo margir sem eru með minna en tómt veski í byrjun hvers mánaðar. það eru fleiri og fleiri sem ekki hafa tíma, þrek eða fjár til að taka þátt í lífsgæðakapphlaupinu, og æ fleiri detta útúr þeirri keppni á hverjum degi.
Lífshamingja er að hafa sem minnstar áhyggjur í lífinu, áhyggjuyleysi frá því að skrimta í sífellu með því til dæmis að nota sömu skóna ár eftir ár, á börnin sín og sjálfan sig og betla frá bönkum um hærri yfirdráttarheimild, lengja lánstökuna til að minnka afborganir (en þar af leiðandi hækka lánið). Betla frá vinum eða ættingjum ef fjármagn þeirra leyfir. þetta er ekki lífshamingja. Lífshamingja er ekki fólgin í því að þurfa að hafa sífelldar áhyggjur yfir krónískum fjárskort í byrjun mánaðrins þrátt fyrir nýafstaðinn útborgunardag.
Í hverjum mánuði þarf félítið fólk að hafa alveg gífurlegar áhyggjur. Áhyggjur yfir húsaleigu, reikningum, afborganir af láni og aðrar skuldir sem virðast laðast að láglaunafólki einsog mý yfir mygluðum mykjuhaug.
Áhyggjur og kvíði, í of mörgum tilfellum, og hvaða sálfræðingur og geðlæknir getur ekki þrætt fyrir það, ala af sér ýmsa andlega kvilla, til dæmis þunglyndi. Sem er svosem ágætt fyrir ríkiskassan, en ekki fyrir baukinn hjá lágstéttarfjölskyldum þar sem annaðhvort , eða jafnvel bæði, foreldrið þurfa þá á dýrum geðlyfjum að halda. Ekki endilega þarf þetta að ná yfir fjölskyldu eingöngu, þetta getur komið fyrir næstum hvaða einstakling sem er. En meirihlutinn af geðsjúklingum á landinu eru kominn af lágstéttarfjölskyldum, meirihlutinn af geðlyfjum sem seld eru á landinu í dag lenda í höndunum á fólki sem eiga ekki mikið milli handana!
Áhyggjur geta líka alið af sér ýmsa aðra kvilla, einsog óhófleg áfengis- og/eða fíkniefnaneysla. þetta tvennt getur leitt af sér glæpi á borð við innbrot, þjófnað, líkamsmeiðingar og jafnvel morð.
Innbrot/þjófnaður til að fá verðmæta hluti og selja til að eiga fyrir annaðhvort mat, leigu eða vímugjafa. Líkamsmeiðingar/morð útaf neyslu eða sölu vímugjafa.
En hví þetta böl, hvernig stendur á þessu böli?
Bölið stafar af litlum eða engum tekjum, bölið stafar af lítilli eða engri vinnu. Bölið stafar af heimskum og vitfirrtum köllum sem sumir hverjir telja að fjáraðstoð til þróunarlanda muni koma sér vel í næstu kosningum. Bölið stafar af vel stæðum ríkisbubbum með ranghugmyndir um að fjármagnið þeirra muni fjara út þá og þegar og vilja lægri skatta, sem þeir og fá frá fyrrnefnum vitfirringum.
Vitfirring felst í firring frá raunveruleikanum, og raunveruleikinn fyrir þessum mönnum er firring frá fólkinum sem kom þeim í þessa stöðu til að bryja með.
Ekki ætla ég að skafa af því, en auðvitað á ég við núverandi ríkistjórn og kónana sem hafa lúkurnar uppí görninni á þeim öllum!
það er illskiljanlegt hvernig ráðamenn geta í sífellu lokað augunum fyrir þessum hörmungum. Hvernig þjóðfélag getur látið svona mikið óréttlæti þrifist gagnvart sínum eigin þegnum og borgurum? Hví? Er þetta af ásettu ráði gert? Er tilgangurinn með lágum launum að lækka rostann í liðinu, að það hafi vart orku eða þrek til að spyrja sjálfan sig að einni einfaldri spurningu:
"Af hverju er ég að þessu?"
Á, eða öllu heldur, átti þetta fólk ekki jafnan rétt að leitast við sína drauma, væntingar, þrár og markmið sem þau vilja uppfylla? Auðvitað.
En, einsog margt annað sem hefur átt að stuðla að jafnrétti milli allra, þá týndist það í hafsjó skriffinsku; skulda, reikninga, leigu og svo framvegis sem allt er svo furðulega hátt og dýrt. það er sagt að verið "sé að sjá um þetta mál!" og auðvitað er það sagt. Ef að óyggjandi sannanir væru uppi um að spilling af versta tagi þrífist í ríkistjórn þá mundu nákvæmlega sömu spilltu aðilar segja að verið "sé að sjá um það mál!"
því miður getur þetta þjóðfélag leikið margan mannin á þann hátt að hann telur lífið vart þess virði að lifa því. þannig að sá einstaklingur gæti endað sem annað hvort hugsunarlaus þræll sem hlýðir skilyrðalaust öllu því sem sett er fyrir hann, þræll í vinnu, þræll bankans, þræll leigusalans og fimmtíu árum seinna er þessi sami einstaklingur að safna dósum og flöskum í miðbæ Reykjavíkur til að eiga salt í grautinn, borga leigu og lán og þar að auki orðinn þræll Sorpu eða hann gæti endað með fæturnar danglandi fimmtíu sentimetrum fyrir gólfið á íbúðinni sem hann hefur ekki lengur efni á. En einn vinnumaurin eða en ein sorglega minningar-greinin.
Að lifa eðlilegu "íslensku" líferni, einsog að fara á kaffihús eða bíó, versla í matvörubúðum og sjoppum, kannski væna slettu af kúltúr með því að fara á leikrit eða listasýningu er að verða, ef ekki orðið, ansi dýrt líferni.
"Heyrðu nú!" gæti eitthvað íhaldsgerpi sagt " það er til fólk í Afríku sem hafa það miklu verra!" En við erum ekki í Afríku. þrátt fyrir bágt ástand þarna útifyrir, hungursneyð, plágur, borgarastyrjaldir svo ýmist sé nefnt, þá þýðir ekkert að firra sig undan þeirri ábyrgð er lýtur að okkar eigið landi með því að benda á eitthvað annað sem er í raun ekki einu sinni sambærilegt og trúa því í blindni að ef "við" leysum vandamálin þarna þá verður allt betra hjá okkur.
Í fyrsta lagi eru vandamál hér heimafyrir sem þyrfti að leysa sem allra fyrst svo að drjúgur hluti af þessu þjóðfélagi getur verið ánægðra með hlutskiptin sem þau nú þegar hafa, hvort sem þau eru að þrífa klósett eða sinna sjúkum.
Í öðru lagi að reyna leysa einhver vandamál sem eru tilkominn vegna voldugra afla sem við ráðum ekki við leysir ekki vandamál hérna. Öflin sem ég nefni, er t.d. heiftarlega gráðugt fólk!
Og í þriðja lagi: Ísland er 104.652 ferkílómeter á stærð og inniheldur rúmlega 290 þúsund manns. Afríka er 7.265.700 ferkílómeter á stærð og rúmlega 400 milljón manns búa þar. Og hér kemur aðalmunurinn. Miklu meira en helmingur íbúa í Afríku lifa við það sem flokkast undir sár fátækt, það er rúmlega 200-300 milljón manns. Á Íslandi er rúmlega 30.000+/- manns sem lifa í auðleysi og kannski 1000+/- sem lifa í sárri fátækt. Ef okkar skattpeningar eiga að duga til að metta 2- 300 milljón munna, þá hlýtur að vera nægur afgangur til að koma þessum aumu 30 þúsund manna hópi á réttan kjöl.
Hvorteðer það gæti svosem verið einhver ungur jafnaðarkrati í Afríku sem gæti sagt við fátæka fólkið þar "Hey það er til fólk á Íslandi sem hefur það mikla verra en þið!"
Fátækt er vandamál sem leiðir af sér fleiri vandamál einsog hefur verið nefnt áður. En til gamans mun ég telja þau upp í heild : Fjárskortur - Áhyggjur - Geðsjúkdómar - Fíkn – Vændi - Glæpir - Morð – Sjálfsmorð. Vandamálið er fátækt og það er alltaf til rót af öllum vandamálum og rót vandans felst í efnahaginum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
1 ummæli:
free porn videos & xxx
Skrifa ummæli