Geðheilbrigðisvandamál
og hugsanlegar lausnir
Það lítur út fyrir það að Kleppspítali, ein elsta stofnun landsins, verður lagt niður einhvern tímann í nákomnri framtíð, hvort það verður gert á hundrað ára afmæli Kleppspítalans árið 2017, veit ég ekki.
Það nefnilega vill svo til að Eimskip á lóðinna sem Kleppspítali er á. Hér er lógík sem ég skil ekki, og nær engri átt, ríkið seldi Eimskip Kleppslóðinna á sínum tíma, kannski árið 1950-60, fyrir hversu mikið hef ég ekki fengið svar við, ríkið leigir núna lóðina af Eimskip og hefur gert það í næstum 40-50 ár, fyrir hversu mikið, veit ég ekki heldur, en ef leigan er búinn að vera meiri en salan, þá nær þetta engri skynsamlegri átt.
Hvernig stendur á því að Eimskip á lóðina sem þessi spítali er byggður á? Hvað hefur ríkið uppúr því að selja lóðina til Eimskips og síðan leigja lóðina af Eimskipi? Sömuleiðis hvað græðir Eimskip á þessarri lóð? Spurningar sem svarað verður seinna, því ég hef ekki fengið svar hjá heilbrigðismálastofnun.
Það hefur síðan alltaf staðið til að leggja þessa stofnun niður, fyrst árið 1967, aftur 1977, 1987, 1998 og nú loks 2017. Hvort því verður frestað, veit ég ekki, en þetta hefur eflaust gefið heilbrigðiskerfinu ærna ástæðu til að spara og spara og skera niður þjónustu hjá Kleppspítalanum, og, fyrst maður er á þeim nótunum, í raun geðheilbrigðisbatteríinu almennt.
Annað vandamál er réttargeðdeildinn Sogn, er getur hýst ca. 10 sjúklinga í einu, og taka verður tillit til þess að um langtímasjúklinga er að ræða. Þetta er pínulítil stofnun. Meðferð fyrir þetta fólk er eins mikil og starfsmenn á Sogn geta boðið uppá, sem, því miður, ekki mikil.
Það er ekki boðið uppá neina mannúðlega þjónustu fyrir geðsjúka á Litla-Hrauni, önnur en sú að láta þá dúsa í kompu eða refsa þeim fyrir ósæmilega hegðun í einangrun, og ef þeim verður sleppt lausum þá er oftast eina meðferðarúrræðið sem þessir menn geta fundið hægt finna í miðbæ Reykjavíkur og nágrennis.
Ég hef hugmynd, sem gæti sparað kerfinu eilítinn pening. Það vill nefnilega svo til að Hornafjörður er, svo ég viti til, eini bærinn á landinu sem sér um sitt eigið heilbrigðiskerfi. Mín hugmynd er sú að flytja þorran af geðheilbrigðis-þjónustunni; legu og langtímasjúklinga, einnig meðferð og endurhæfingu og aðra þjónustu til Hornafjarðar, áður enn Kleppspítalinn verður lagður niður. Einnig væri hægt að koma á fót annarri réttargeðdeild sem gæti hýst kannski 50 manns, færri eða fleiri.
Bæjarfélagið í samstarfi við heilbrigðiskerfið mundi auðvitað sjá um uppbyggingu og rekstur. Þetta mun auka atvinnu og fólksflutning til Hornafjarðar og kannski leiða til þess að heilbrigðiskerfið mun sjá sig fært að reyna flytja aðrar stofnanir eða deildir, að hluta eða heild, til Hafnar; s.s. rannsóknir, áfengis- og vímuefnameðferðir o.s.frv. - hver veit, kannski að koma á fót spítala eða fjórðungssjúkrahús.
Auðvitað mundi þetta kosta vænan skildinn til að byrja með, en þá er önnur hugmynd til að vega á móti kostnaðinum; að ánafna bænum vænum skammt af kvóta. Sem bærinn gæti leigt út á afar ódýrum prís með, ekki veit ég hvað kvótinn er leigður á per kíló eða tonn. Segjum að bærinn leigir hann út á helmingi minna verði en gengur og gerist með þeim skilyrðum að bæjarsjóður fái sem nemur 5-10% af hagnaðinum sem fæst af fisksölunni. Þetta er bara hugmynd, sem hægt er að breyta og bæta. En ágætis hugmynd samt sem áður.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli