Fimmtudaginn 4. desember klukkan átta, var haldinn hinn árlega Rithöfundar-samkoma á vegum Menningarmála Honarfjarða. Þessi uppákoma var haldinn í Pakkhúsinu við bryggjuna. Samankomin voru Silja Aðalsteinsdóttir, Jón Kalman Sigurðarsson, Ævar Örn Jósefsson, Ingunn Jónsdóttir, Guðmundur Steingrímsson og Vigdís Grímsdóttir sem lásu úr bókum sínum. Skipulag var í höndum Guðnýja Svavarsdóttur (móður minni) er einnig var kynnirinn.
Fyrstur á dagskrá var Guðmundur Steingrímsson er tók syrpu á nikkunni sinni, og spilaði, að mér skilst, frumsamið lag er hann nefndi "Jólabókaflóðið", létt syrpa er lýsti amstri jólbókakaupin, jólapakka, lesturinn, og bókkaupinn aftur. Hann má eiga það hann Guðmundur að hann er nokkuð flinkur á nikkunna. Gísli
Sá fyrsti er tók til máls var hún Silja Aðalsteinsdóttir er las þýðinguna af barnabókinni Ensku Rósunum eftir söngkonuna/rithöfundinn Madonnu. Þannig ef söngferill Madonnu lendir einhverntíman á flæðiskeri mun hún eiga sér greiða leið í barnabókamarkaðinn.
Eftir Silju las Jón Kalman Stefánsson uppúr samtengdu smásögubókinni sinni Snarkar í Stjörnunum. Þetta eru víst þrjár (eða fjórar að sögn höfundar) sögur er fjalla um sömu fjölskyldu, um langaafa og langaömmu og sonarsonarsonar á áttunda áratugs síðustu aldar. Áhugaverður upplestur.
Samkór Hornafjarðar söng síðan þrjú jólalög, og eftir það var gert tíu mínútna hlé svo að gestir og rithöfundar gætu fengið sér smók.
Eftir hléið las Ævar Örn Jósefsson uppúr spennusögunni sinni Svartir Englar undir harmonikkuleik Guðmunds Steingrímsson. Þetta er enn ein spennusagan um einhverjar fræknar löggur er leysa flókin morðmál. Alveg síðan að Arnaldur Indriðason fékk sín Spennusagnaverðlaun Norðurlanda þá virðist að margir íslenskir höfundar geta ekki hamið sig í að skrifa einhverjar spennusögur.
Ingunn Jónsdóttir las ljóð uppúr bók er nefnist Félagsvinurinn, en þetta er tveggja binda bækur þarsem valin efni eru tekinn úr frétta- og dægurriti Ungmennafélagi Öræfa á árunum 1960 og niður. Virðist vera áhugavert rit.
Hinn frækni pistlahöfundur Fréttablaðsins og harmonikkuleikari með meiru Guðmundur Steingrímsson las síðan uppúr "tilgangslausu" bókinni sinni Áhrif mín á Mannkynssöguna. Sú saga fjallar um meðaljón er heitir Jón og hans tilgangslausa og leiðinlega líf. Þetta er gamansaga, að því er virðist, enda var hlegið dátt meðan á upplestrinum stóð. Lítur út fyrir að hann hafi skrifað bara nokkuð góða sögu, og er hún á mínum óskabókalista.
Vigdís Grímsdóttir fór með væan ræðu um það erfiði er fylgir að vera rithöfundur. Hún spurði sjálfa sig að því með hvaða persónu úr sínum bókum hún mundi vilja helst til að fara á kaffihús með. Hún taldi upp allar aðalsögupersónurnar úr sínum 11 skáldsögum, sem allir nema einn, ýmist geðsjúkir, skyggnir eða afar óvenjulegir í útliti. En að lokum valdi hún aðalpersónuna úr sinni nýjustu bók Þegar stjarna hrapar, lögreglumaðurinn Kjartan Magnússon. Hún las síðan eilítið brot úr bókinni sinni Þegar stjarna hrapar. Hún las nokkrar línur af byrjunni og síðan nokkrar línur af endinum, sagði svo að áhugasamir gætu lesið það sem var innámilli.
Góð mæting var á þessa samkomu, og það er lítið sem hún móðir mín þarf að gera til að fá frækna höfunda til Hornafjarðar, enda sögðu þau öll fyrir framan pontuna "að Hornafjörður er yndislegur og fallegur staður" eða eitthvað í þeim dúr. Ég get ekki annað en verið sammála því, og hlakka bara til að vita hverjir koma næst.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli