Blogga? Til hvers?
Já, til hvers að blogga? Er þetta einhverskonar athyglisárátta? Er þetta útaf því maður hefur eitthvað merkilegra að segja en aðrir? Svar, í fljótu bragði, við fyrstu spurningunni: Útaf því bara. Svar við hinum tveim: Nei.
Ég ætla ekki að telja mig trú um það að ég sé merkilegri en aðrir útaf því ég blogga, ég er ekkert merkilegri en þeir sem skrifa ritgerðir í skóla, skáldsögur til útgáfu, pistla í dagblöð og hef ekkert merkilegra að segja frá en þeir. Þetta er ekki heldur strípihneigð það sem ég geri ekkert mikið útá þessa bloggsíðu - "web log" hét þetta, og er ekkert ólíkt dagbók, fyrir utan einn hlut að maður er ekki alveg jafn opinskár og maður er í dagbókum, auk þess að maður hefur dagbókina útaf fyrir sig.
Bloggið gefur bara netverjum til að lesa það sem aðrir hafa að segja, ekkert annað. Þetta viðbót við upplýsingaflæðið.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli