sunnudagur, febrúar 01, 2004

Blekking&Þekking - Eftir: Dr. Níels Dungal

Blóði drifin saga og gagnrýni á kristna trú

Hef eytt tæpum tveim vikum í að lesa mjög merkilegt rit um guðfræði og trúmál, fáfræði og trúgirni. Dr. Níels Dungal fer víða í sinni gagnrýni og hugleiðingum er varða trú á einn Guð. Þessi bók má alls ekki falla í gleymsku, skrifuð og gefinn út árið 1948, tel ég þessa bók vera eitt merkasta Íslenska rit 20. aldarinnar, er eflaust ein fyrsta, ef ekki fyrsta, sem gagnrýnir samband ríkis og kirkju á Íslandi. Nefni þessa klausur sem dæmi:

Samkvæmt núgildandi stjórnarskrá ríkir algert trúfrelsi á Íslandi, en þó er hér lúthersk ríkiskirkja. Í raun og veru er trúfrelsið ekki algert, þegar hver barn fæðist, er tekið í lúthersku kirkjuna meðan það er óviti
(kafli 18, bls 492)


Þessi bók hefur eflaust verið afar umdeild, rétt einsog sjálf persónan sem skrifaði hana. og ekki er það skrýtið að kirkjunnar menn gagnrýna viti borinn mann er lætur stjórnast eingöngu af skynsemi og gagnrýni, enda var kirkjan afar fús í að úthúða einstaklinga sem dirfðust að hugsa sjálfstætt, nefni tvö fræg dæmi: Copernicus og Galileo, einstaklingar sem sönnuðu að jörðin væri ekki flöt, að jörðin snérist í kringum sólina en ekki öfugt og að jörðin væri ekki miðdepill alheimsins, einnig að hinn heilaga kirkja (vatíkanið) væri ekki miðpunktur jarðarinnar. Hann var doktor í læknisfræði og, einsog margir aðrir fræðimenn , tamdi sér vísindalega hugsun og frágang á þessu riti. Margar eru tilvitnanir og mikið er af athugasemdum. Tveir kaflar eru í miklu uppáhaldi hjá mér, og eru það kafli 17 "Ýmsar Hugleiðingar" og kafli 18 "Ályktunarorð." Úr kafla 17 kemur þessi bráðskemmtilega klausa fram, hugleiðing sem er ekki eingöngu föst við trúmál, heldur er hægt að teygja það yfir í pólítík og ýmiskonar hugmyndafræði, einnig á þetta við bæði þá og þetta á við hér og nú, bendir þessi klausa á að hver maður skuli temja sér hreina skynsemi og gagnrýna hugsun - efist og hugsið:

Allur þorri manna mun tæplega enn hafa ert sér ljóst, hverju látlaus áróður fær til leiðar komið. Og þó hafa augu margra manna opnazt fyrir valdi áróðrarins síðasta áratuginn. Einræðisríkin hafa tekið áróðurinn í sína þjónustu og notað hann til að sveigja hugi fólksins á sitt band. Með því að ná tangaraldi á ómótaðri barnssál og berja inn í hana vissar kenningar, sem barninu er talið trú um að sé sannar, eru börnin gerð að tryggustu fylgifiskum viðkomandi stefnu, og reynslan sýnir, að það sem svo rækilega hefir verið hamrað inní barnssálina, að það verður hluti af sannfæringu unglingins á uppvaxtarárunum, á sér svo djúpar rætur í sálarlífi einstaklingsins, að naumast er unnt að vænta þess, að sá hinn sami verði fær um að uppræta þann hugargróður. Og það því síður, sem þessar kenningar hafa verið barðar inn í barnssálina með því sérstaka kryddi, að þær sé það dýrmætasta og heilagasta, sem hver einstaklingur þjóðarinnar eigi að geyma sem dýrmætan fjársjóð, en hver, sem hugs andstætt þessari heilögu sannfæringu, sé níðingur og landráðamaður. Með þessu móti hefir öllum einræðisþjóðum tekizt að skapa ofstækisfulla æskumenn, sem hafa reynzt fúsir til að láta lífið fyrir sannfæringuna sína og - ekki síður - fúsir til að taka líf hinna, sem af ýmsum ástæðum höfðu öðlazt aðra sannfæringu
(kafli 17, bls 468-469)


Kristinn trú er eitt það versta sem nokkurn tíman hefur komið fyrir mannkynið, þar með er ekki sagt að boðskapur kristni sé slæm, það er fólkið sem framfylgdi þessarri trú sem var slæmt. "Als die Götter menslich waren dann waren Menschen göttlicher" Þegar guðirnir voru mannlegir voru mennirnir guðdómlegir. Þeir páfar, prélátar, prestar, klerkar, munkar, kardínálar og aðrir guðsmenn gerðu allt sem í valdi þeirra var til að viðhalda sínu valdi. Allt meina ég bókstaflega, enda var ekkert sem ekki viðkom hinni heilögru ritningu. Biblían var mælikvarði alls í heiminum, og heimurinn, mannkynið, skynsemi og gagnrýni, varð að lúta undir lögmáli biblíunnar og bókstafstrú á því frekar ómerkilega riti, sem hefur valdið ólýsanlegu tjóni á sál og skynsemi mannsins.

Það sem skrifað er í biblíunni er skrifað af bókstaflega geðveikum mönnum, sem fengu sólsting í eyðimörkinni, einstaklingar sem voru andlega veikir og viðkvæmir á sál og hjarta. Kafli 16 ber heitið "Samanburður á tveim postulum", en þar er boðskapur og guðspjall Páls Postula líkt við boðskap og guðspjall Sigurðar Sigvaldsson - báðir urðu þeir vitni af anda Jesú, sá fyrri í formi ljóssins, sá seinni í formi skýs - báðir voru þeir sannfærðir um sína trú - báðir gengu þeir langa vegalengd í steikjandi hita og sól, sem varð að öllum líkindum þess valdandi að þeir fengu báðir sólsting áður en þeir urðu vitni af tilkomu Jesús - síðast en ekki síst, voru kvenmenn búnir að hafna þeim báðum áður en þeir sáu Jesús. Sigurjón var uppi um og uppúr byrjun 20. aldar, en Páll Postuli var um og eftir dauða Krists. Hér eru nokkur vel valin orð:

Í mannsheilanum virðist einkennilega oft vera innangengt milli trúmála og ástamála
(kafli 16, bls 458)


Eftir orðaskipti Páls við Pétur, lærisvein Jesús, kemur þessi skemmtilega lína fram, Páll segir eitthvað sem hvorki hann né Pétur botna í, en er samt vitnað í í Heilagri Ritningu (Gal, 2, 11-17):

Pétur skildi ekki, það sem við hann var sagt. Og Páll skildi ekki sjálfur það sem hann sagði við Pétur.
Þannig verður guðfræði til.


Fyrir þá sem nenna að lesa 500 síðna rit um trúmál, sem kryddað er af ýmsum pælingum (t.a.m. heimspeki og pólítik), þá mæli ég eindregið með lestur á þessarri bók.