Mótmæla? Nei! Framkvæma!
Það eru atburðir í þessum heimi sem þarf að taka á, sem fyrst! Eitt augljósasta dæmið er múrinn í Ísrael. Það þarf eitthvað að gera. Það þarf eitthvað virkilega, í orðsins fyllstu merkingu, að GERA í þessu máli.Fyrir mitt leyti, er ég gjörsamlega að eipa á þessu getuleysi mínu, þínu og allra í kringum mig og allra þeirra sem skrifa og væla um sömu hlutina. Alltaf sama helvítis vælið "það verður að gera eitthvað, það verður að gera eitthvað. SÞ, Haag, Ríkistjórn! Það verður að gera eitthvað!"
Hér er mín hugmynd, og þó hún sé dulitið far-fetched, þá finnst mér hún samt sem áður frekar ótrúlega raunsæ. Í þessum heimi búa 6.3 milljarður manns. Rúmlega 20-30% af manneskjum í heiminum er nettengd, og einnig getur líka fólk haft samband við hvort annað með mismunandi fjarskiptabúnaði.
Einsog margoft hefur veirð bent á, erum við kúguð, við viljum gera eitthvað en við gerum ekkert, því við viljum ekki styggja skrímslið, yfirvaldið. Við erum hrædd að við mundum vera barinn niður, fangelsuð og sektuð, þessvegna drepinn. Ég lýg þegar ég segji að enginn geri neitt, það sem við gerum er að skrifa um það og mótmæla friðsamlega.
Það eru ca. 2 milljarðir manns sem eru nettengd. Þessir tveir milljarðir hljóta að luma á nokkrum milljónum af róttækum aktivistum, friðsömum hippum, pönkurum, kommúnistum og öðru "grasróta" liði sem vilja breytingu til hins betra.
Mín hugmynd er svohljóðandi: af þessum mörgu milljónum sem eru hugsanlega til í þessum stóra heimi þá hlýtur að vera stór hluti af þeim sem fyllist óhugnaði með þeirri tilhugsun að verið er að byggja eitt stærsta gettó sem um getur í sögunni, vilja öll gera eitthvað í því en gera ekki neitt. Ég legg til að gert verður eitthvað miklu, miklu stærra en að mótmæla því. Ég legg til að fólk slíti naflastrenginn frá sinni þjóð, smyrja mikið af nesti, hætta eða fá frí frá vinnunni og/eða skólanum, taki foreldra og/eða börnin sín með sér, og leggja leið sína, fótgangandi, til Ísraels, með skóflur, sleggjur, járnkalla og önnur tól og einfaldlega rífi niður helvítis múrinn! Eftir það, þegar búið er að rífa niður þennan 200 km múr, þá má fara mótmæla.
Ég tel þetta vera hægt "call me crazy" en ég trúi því að þetta er hægt. Eini efinn sem ég hef er að fólk mun alltíeinu fyllast heigulshátt. Það vantar ekki nema milljón eða svo til að þramma yfir landamæri Ísraels og rífa niður múrinn. Því, hvað í andskotanum ætti Ísraelski herinn að gera? Skjóta á allt þetta fólk? Hversu lengi gætu fjölmiðlar þagað yfir því?
Hvað almenningur segjir hefur lítil áhrif, en hvað almenningur gerir hlýtur að hafa áhrif!
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli