mánudagur, febrúar 21, 2005

Allt sem ég segji er rétt og satt

Mér sýnist í fljótu bragði að það skiptir engu máli hvað ég skrifa, hvaða skoðun sem ég hef, hvað sem ég bendi á þá virðist það allt vera svo yfirgengilega satt og rétt að fólk sem les þetta kinkar kolli til að vera sammála mér og ég veit það, enda er ég svo yfirþyrmilega skyggn að ég finn fyrir því þegar fólk rekur við hinum meginn á hnettinum. Ég er boðberi sannleikans!

Annað hvort það eða að það á enginn leið hér hjá og ég er bara að bæta við mínar ranghugmyndir til að fróa minni narkissískum hugsunarhætti. Maður gæti svosem sleppt þessu stússi, enda tekur styttri tíma að skrifa niður í Word eða Notepad og vista það á harða disknum.

6 ummæli:

Vésteinn Valgarðsson sagði...

Það er ekki joð í "segi".

Doddi sagði...

Víst, því ég segJi það!

Nafnlaus sagði...

ÞegiJiðu þórður

Doddi sagði...

Stolt siglir fleyjið mitt,
alla leið til eyja.
Hvað ertu að segja?

Nafnlaus sagði...

þú ert svo mikill rebell Þórður

skraddi sagði...

Allir hafa kosti og galla nema ég, ég hef bara bestu kostina. -var samið af mér og samstarfskonu minni um helgina og mikið hlegið:)
Húmor er nauðsynlegur.