þriðjudagur, febrúar 15, 2005

Vantrú vs Annáll

kredduslagurinn og efasemdabardaginn

Undanfarnar vikur hef ég stundað það að lesa greinar Vantrúarmanna og auðvitað skoðanir sem birtast undir skrifum, og það er svo margt forvitnilegt og skemmtilegt sem kemur þarna fram. En síðstu daga hef ég einstaka sinnum læðst inná Annállinn, sem er vefmálpípa trúaðra manna.

Þær umræður sem eiga sér staða þarna á milli eru, svo maður noti klisju, þær heitustu sem hægt er finnast, það vottar fyrir trúarhita og vantrúarhita í mörgum tilfellum, ef til vill of mörgum tilfellum. Það ber nú hæðst þau furðulegu mótrök, útúrsnúningar, umorðun, kreddufesta og gera mönnum upp skoðun hjá hinum trúuðu. Umburðarlyndið hjá þeim virkar aðeins á einn veg. Fólk á að umbera það sem þeir segja, en ekki það sem aðrir segja á móti. En ég hef ætíð verið haldinn þeirri ranghugmynd að umburðarlyndi á að vera gagnkvæm, þ.e. að bera gagnkvæma virðingu fyrir manninum sama hvaða skoðun hann hefur, en aftur á móti benda á villur í málflutningnum og ef til vill leiðrétta þær ef færi gefst á. En sama hversu ljúft og sakleysislega það er orðað að viðkomandi hefur bersýnilega rangt fyrir sér, þá er því nær ávallt tekið sem bein árás á persónuna sem síðan leiðir til ónauðsynlegs skítkasts og ekki bætir úr skák þegar til að mynda Örvitinn verður argur og fær einfaldlega nóg af trúboðastarfsemi Ésú-presta og kemur með, já , ansi hreint smekklausa samlíkingu (og tekur það sjálfur fram að hún sé smekklaus), þá taka menn (einsog hér) þessa samlíkingu bókstaflega en álasa síðan vantrúarmenn um valkvæma hugsun þegar þeir vitna í Biblí eða trúmenninna sjálfa.

Hef stundað þessa síður nógu lengi til að komast að niðurstöðu:
Vantrú hefur vinninginn þegar kemur að rökum
Annáll hefur vinninginn þegar kemur að rökleysu

En kannski er ég hlutdrægur, er nefnilega ekki í Þjóðkirkjunni og er einnig trúleysingji.

Engin ummæli: