þriðjudagur, febrúar 08, 2005

Píslarvottar nútímans

eftir Magnús Þorkel Bernharðsson

Ég mæli eindregið með lesningu á þessarri bók, sem lýsir pólítiskri þróun í Mið-Austurlöndum, sér í lagi Íran og Írak, á 20. öldinni. Í fáum orðum þá er þetta ofstæki sem ríkir bæði í Íran og Írak ekki tilkomið útaf einhverjum sérstökum trúarhita, þó er trúarhiti einkennandi fyrir Íran og Írak í dag. Ástæðan fyrst og fremst eru stanslaus afskipti og arðrán vesturvelda, BNA og Bretland, af fyrrum Mesópatamíu og Persíu síðan í byrjun 20. aldar.

Einu sinni fyrir langa lifandi löngu þá treystu þeir vesturlöndum, en útaf ýmsum svörtum verkefnum, einsog valdarán, stjórnmálaleg hagræðing og græðgi, þá er það traust algjörlega uppurið, og einn hlutur sem gerði útaf við marga araba var stofnun Ísraels-ríkis og áframhaldandi (óbeinn?) stuðingur vesturvelda (þar á meðal Ísland) við landrán Ísraels-ríkis á jörðum Palestínumanna og stuðningur við áframhaldandi slátrun, misþyrmingu og niðurlægingu Palestínsku þjóðarinnar (en skilst mér að komið er á vopnahlé).

Þessi trúarhiti núna er tilkominn, að ég held, útaf þjóðernisrómantík, þ.e.a.s. þegar öll mið-Austurlönd, suðurhluti Spánar og norðurströnd Afríku tilheyrðu Íslam. Semsagt það er viss hópur manna, og hann er ekki stór en hefur mikil völd (ekki ósvipað auðvaldsmönnum í vesturveldum), sem viðheldur þessu ofstæki, sem því miður leiðir til þess að allir arabir, kristnir eða múslímar, er settir í einn hatt er kallast "öfgafullir múslímar" eða "múslímskir hryðjuverkamenn"... en kannast einhver við það að Timothy McVeigh hafi opinberlega verið kallaður kristinn hryðjuverkamaður? Eða Bush hafi opinberlega verið kallaður öfgafullur bókstafskristintrúarmaður?
Hvað er þetta sem við erum verða vitni af í dag? Þetta eru áframhaldandi krossfarir, einsog Bush krossfarariddari, komst svo smekklega að orði, þ.e. kristni á móti heiðingjum. Síðan er þetta hin klassíska síð-heimsvaldastefna... svona einsog BNA gerðu og gera enn, einsog Bretland gerði og flest öll konungsveldi í evrópu á 15. - 20. öld. Gleði.

Engin ummæli: