sunnudagur, febrúar 20, 2005

Húmorinn í hávegum haft

Klukkan er að ganga tólf á laugardagskveldi, ég á að fara mæta í vinnu daginn eftir. Ég afklæði mig, leggst uppí rúm, tek upp bókina Veröld Soffíu og fletti nokkrar blaðsíður. Þreytan er sliga mig, svo ég legg bókina frá mér, líta á klukkuna hún er rétt að verða eitt, slekk ljósin og kem mér betur fyrir, loka augunum og sofna.
Ég vakna síðan við furðulegan söng í hægra eyranu "hann er sjö ára í dag, hann er sjö ára í dag, hann er sjö ára hann Þórður, hann er sjö ára í dag" og við tók fagnaðarlæti hjá nokkrum karlmönnum, síðan var skellt á mig. Þá tók ég eftir því að ég var með símann í hendinni og það tók mig smá tíma til að átta mig á því að það var verið að hringja í mig og gera símaat. Ég hafði víst svarað í símann meðan ég var sofandi.
Auðvitað fór ég í Call Register og athugaði málið, jú, það var berserkurinn Bessi Eydal besefi "dífendör off ðí metúl feið"aðeins að flippa nett á kantinum með hann var að skemmta sér með félögunum og hafði víst sannfært þá um að syngja afmælissöng sem kom ekki nema 18 árum og 6 mánuðum og 5 dögum of seint, en ég býst við því að það er hugurinn sem skiptir máli, þannig að þetta var afar gleðilegt, en einkennilegt.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já *hóst* Þetta var ekki mér að kenna... ég var manaður, en jú jah.. ég ber ábyrgð á þessu ódæði að mestu leyti. Þér er formlega veitt leyfi til þess að angra mig um miðja nótt. Afsakið. Tú bed jú vör wörking. Hann átti hugmyndina samt gítarleikari Ask the slave sem er að gera það gott á mölinni þessa dagana
... eða ekki

Bessi

Doddi sagði...

Hver er þessi gítarleikari?

Nafnlaus sagði...

Elvar, Hangover á töflunni...

-Bessi