sunnudagur, febrúar 27, 2005

Sögulegar endurtekningar III

"Some say the end is near.
Some say we'll see armageddon soon."


"Bush [hefur] fullyrt að Bandaríkin hafi rétt á að ráðast inn í ríki sem fóstra hið „illa“ á þeim afar hæpna grundvelli að risaveldið búi við lýðræðislegasta stjórnskipulag í heimi og beri því skylda til að breiða út lýðræði."
Rökin gegn Bush-kenningunni eftir Baldur Arnarson

Hvar hefur maður heyrt svona álíka áður? Þegar Evrópa byrjuðu að taka yfir Afríku því þeir litu á það sem sína æðri skyldu að siðmennta ósiðmenntaðar þjóðir. Þegar Evrópubúar tóku yfir lönd innfæddra í Ameríku því innfæddir voru villimenn og kunnu ekki að hafa sér eða rækta landið. Þegar Evrópa réðist á Miðausturlönd í krossförunum frægu til að frelsa Jerúsalem.

1 ummæli:

skraddi sagði...

Bush er fáfróður en með einhvern sjarma sem ríkt og valdamikið fólk heillast af. Ég held að það sé bara afþví að hann sé sonur pabba síns. En hann notar lýðræði sem vopn og vill neyða aðra þjóð til að taka upp annað stjórnarfar. Bara afþví þar sér hann fjárhagslega hagsmuni. Að mínu mati er lýðræði úrelt fyrirbæri. Ég held að Jafnrétt sé málið.
Bestu kveðjur úr bænum :)
p.s. hæ!